Handbolti

ÍBV vann slaginn um suðurlandið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Góður sigur hjá ÍBV
Góður sigur hjá ÍBV
ÍBV náði Gróttu að stigum í öðru sæti Olís deildar kvenna í handbolta með því að leggja Selfoss 27-24 í suðurlandsslagnum í Vestmannaeyjum í dag.

ÍBV var 17-9 yfir í hálfleik en gaf verulega eftir í seinni hálfleik en vann engu að síður öruggan sigur.

Vera Lopes skoraði 6 mörk fyrir ÍBV og Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór mikinn hjá Selfossi og skoraði 10 mörk. Elena Birgisdóttir skoraði 4 mörk.

Fjórir aðrir voru á dagskránni í dag og eru úrslitin þeim sem hér segir:

ÍR – Valur 17-25 (7-14)

Sólveig Lára Kristjánsdóttir 6, Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 6 – Kristín Guðmundsdóttir 6, Bryndís Elín Wohler 5.

HK – Haukar23-25 (12-11)

Þórhildur Braga Þórðardóttir 8, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 5, Emma Havin Sardardóttir 4 – Marija Gedroit 12, Kolbrín Gígja Einarsdóttir 6, Viktoría Valdimarsdóttir 4.



Stjarnan – FH 22-16 (12-7)

Sólveig Lára Kjærnested 6, Stefanía Theodórsdóttir 5 – Aníta Mjöll Ægisdóttir 4, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 4.



Fylkir – KA/Þór 23-16 (11-7)

Patricia Szölösi 9, Sigrún birna Arnardóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 5 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 5, Paula Chirila 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×