Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík | Öruggur fyrsti sigur Stjörnunnar Dagur Sveinn Dagbjartsson í Ásgarði skrifar 23. október 2014 14:52 Marvin Valdimarsson, stórskytta Stjörnunnar. vísir/daníel Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í Dominos deild karla þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn. Lokatölur urðu 103-78. Óhætt er að segja að liðsheildin hafi skilað þessum sigri Stjörnunnar, 6 leikmenn skoruðu 10 stig eða fleiri. Stjarnan byrjaði leikinn betur og náði fljótlega sex stiga forystu, 12-6. Jarrid Frye fór mikinn á fyrstu mínútum leiksins og skoraði til að mynda 6 fyrstu stig Stjörnunnar. Hann endaði 1. leikhluta með 10 stig. Grindavík var þó aldrei langt undan og sýndi á köflum frábær tilþrif. Bæði lið léku skoruðu mikið í fyrsta leikhluta og það fór ansi lítið fyrir varnarleik. Staðan eftir 1. leikhluta var 31-29, Stjörnunni í vil. Leikurinn var jafn og spennandi í öðru leikhluta. Stjarnan var þó skrefi framar framan af leikhlutanum og það virtist fara eilítið í taugarnar á Grindvíkingum. Það verður þó að segjast að ekki bætti úr skák að nokkrar ákvarðanir dómaratríósins þóttu umdeildar og undirrituðum fannst halla á gestina í öðrum leikhluta hvað dómgæslu varðar. Stjarnan leiddi með fimm stigum í hálfleik, 53-48. Sóknarleikur beggja liða gekk með miklum ágætum. Oddur Rúnar Kristjánsson fór mikinn í liði gestanna í fyrri hálfleik en hann hitti fjórum af fimm tveggja stiga skotum og tveimur af tveimur þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti. Stjörnumenn tóku til í varnarleik sínum, þröngvuðu Grindvíkinga í erfið skot og fengu auðveld stig úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Grindvíkingar héldu áfram að láta pirring hlaupa með sig í gönur. Stjörnumenn gengu á lagið og þriðji leikhluti algjör eign Stjörnumanna. Grindvíkingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Baráttan var gríðarleg hjá Stjörnumönnum og þau voru sárafá fráköstin sem Grindavík hirti í leikhlutanum. Stjarnan leiddi með 25 stigu, 83-58, þegar þriðja leikhluta lauk. Stjörnumenn sigldu tveimur stigum örugglega í höfn í fjórða leikhluta. Grindvíkingar róuðust í sínum leik og voru greinilega búnir að sætta sig við að brekkan var of brött. Lokatölur urðu 103-78. Stjarnan náði þar í sín fyrstu stig á þessu tímabili. Þríeykið Marvin Valdimarsson, Dagur Kári Jónsson og Jarrid Frye áttu skínandi góðan leik hjá Stjörnunni. Marvin skoraði 20 stig, Dagur 17 stig og Frye 21. stig. Hjá Grindavík var Oddur Rúnar skársti maður með 17 stig. Grindvíkar fengu ekkert út úr Jóhanni Árna Ólafssyni sem skoraði ekki eitt einasta stig og Magnús Gunnarsson skoraði aðeins níu stig, sem þykir ekki mikið á þeim bænum.Marvin: Fórum á annað tempó og vildum ekki klúðra þessu Marvin Valdimarsson átti skínandi góðan leik í liði Stjörnunnar, skoraði 20 stig, hirti 6 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður að leik loknum. "Það er virkilega mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum gríðarlega ánægðir að hafa unnið sterkt Grindavíkurlið og taka þessi tvö stig," sagði Marvin og bætti við að liðsheildin hafi unnið þennan leik. "Við erum með breiðan hóp af sterkum leikmönnum og það er akkúrat svona sem við viljum spila leikina. Það er ómetanlegt þegar strákur eins og Sæmundur kemur af bekknum og er með 12 stig og spilar eins og engill. Það sem var öðruvísi í þessum leik en hinum tveimur var að í þessum eru allir að leggja eitthvað að mörkum. Það er ekki bara Dagur sem er að skora 25 til 30 stig eða Jarrid. Það eru allir að leggja að mörkum og það er það sem telur." "Við ræddum um það í hálfleik að bæta vörnina og koma einbeittir og sterkir til leiks í síðari hálfleik. Ég held að það hafi tekist, við fórum á annað tempó og vildum ekki klúðra þessu eins og síðustu tveimur leikjum," sagði Marvin að lokum.Sverrir: Ef menn mæta ekki með hausinn rétt skrúfaðan á, þá eru menn ekki að fara að afreka neitt Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var hundfúll með slakan varnarleik Grindavíkur í kvöld. Hann sagði að þrátt fyrir að hann hafi verið ásáttur við ýmsar ákvarðanir dómaranna, þá hafi dómgæslan ekki ráðið úrslitum. "Nánast í 40 mínútur var veisla fyrir Stjörnumenn. Við spiluðum ekki vörn í leiknum. Þeir fengu frí skot þar sem þeir vildu og löbbuðu í gegnum vörnina. Það vantaði allan kraft og vilja. Við skorum nánast ekki neitt í þriðja leikhluta en þar var samt vandamálið vörnin. Það er alveg sama hvað er talað um og yfir hvað er farið, ef menn mæta ekki með hausinn rétt skrúfaðan á, þá eru menn ekki að fara að afreka neitt." Um dómgæsluna hafi Sverrir þetta að segja: "Ákveðnir menn hjá mér lentu í orðaskaki við dómarana og eftir það þá fannst mér dómararnir vera svolítið grimmir. Og mikið flautað á viðkomandi leikmenn. En dómgæslan réð ekki úrslitum í leiknum. Stjarnan var bara miklu betri og við gátum hreinlega ekki neitt."Leik lokið: Stjarnan vann, 103-78. Umfjöllun og viðtöl koma innan tíðar.37. mínúta: Stjarnan að innbyrða sigur og Grindvíkingar virðast vera búnir að sætta sig við það ef svo má segja. Leikurinn róast og þjálfararnir farnir að skipta mönnum inn á. 98-73 er staðan.33. mínúta: Ekkert sem bendir til að Grindavík sé að fara að fá eitthvað úr þessum leik. Búið að reka Ólaf Ólafsson úr húsi fyrir óíþróttamannslega framkomu og Stjarnan leiðir með 24 stigum, 89-65.3. leikhluta lokið: Mótlætið og dómgæslan er að fara mikið í taugarnar á Grindvíkingum. Munurinn er 26 stig og Grindavík þarf að gera miklu betur ætli liðið sér að fá tvö stig hér í kvöld. 83-58 er staðan!28. mínúta: Villuvandræði hjá Grindvíkingum. Jóhann Árni og Ólafur með þrjár villur og Ómar með fjórar villur. Útlitið er ekki gott hjá Grindvíkingum. 76-52 fyrir Stjörnuna.26. mínúta: Allt að ganga upp hjá Stjörnunni, 71-52 er staðan. Vörn Stjörnumanna að batna og hraðar sóknir að skila auðveldum stigum.23. mínúta: Stjarnan byrjar feykilega vel og er komið með 11 stiga forskot, 61-50.21. mínúta: Þriðji leikhluti er hafinn. Þetta verður eitthvað!2. leikhluta lokið: Stjarnan leiðir í hálfleik, 53-48. Mikil skemmtun hér í Ásgarði og mikið skorað. Stjörnumenn berjast eins og ljón fyrir sínum fyrsta sigri en Grindvíkingar leggja sömuleiðis allt í sölurnar. Jarrid Frye er stigahæstur í liði heimamanna með 15 stig en hjá gestunum er Oddur Rúnar Kristjánsson stigahæstur, sömuleiðis með 15 stig.17. mínúta: Grindvíkingar eiga erfitt með að sætta sig við sumar ákvarðanir dómaranna og lái þeim hver sem vill. En það þýðir lítið að deila við dómarann. Grindavík tekur leikhlé í stöðunni 45-43.14. mínúta: Jóhann Ólafsson Grindvíkingur fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir ansi litlar sakir. Ætlaði að rétta dómaranum boltann í þann mund sem dómarinn leit undan. Dómarinn fékk boltann í mjöðmina og taldi að Jóhann hafi hent boltanum í sig. 43-38.13. mínúta: Allt í járnum ennþá, 37-35. Leikurinn einkennist af fínum sóknarleik beggja liða.1. leikhluta lokið: Stjarnan leiðir, 31-29. Mikið skorað og leikmenn ætla greinilega að selja sig dýrt. Barist um hvern einasta bolta og leikmenn að bjóða upp á skemmtilegan leik. Stjarnan byrjaði þennan leik betur en Grindvíkingar eru með gott lið og voru aldrei langt undan. Stefnir í spennandi leik.9. mínúta: Þrælskemmtilegur leikur í gangi og flott tilþrif hjá báðum liðum. Stigin að dreifast vel í báðum liðum. 27-22 er staðan.7. mínúta: Grindavík með hver glæsitilþrifin á fætur öðrum. Fyrst átti Magnús ótrúlegt skot c.a. 3 metra fyrir utan þriggja stiga línuna sem rataði ofan í og síðan tók Ólafur Ólafsson tröllatroðslu! 16-13, Stjörnunni í vil.4. mínúta: Stjarnan byrjar þennan leik vel. Jarrid Frye skoraði 6 fyrstu stig Stjörnunnar sem leiðir 12-6.1. mínúta: Leikurinn er hafinn.Fyrir leik: Dómarar leiksins eru Leifur Garðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Jón Guðmundsson.Fyrir leik: Korter í að leikur hefjist. Áhorfendur er farnir að týnast inn. Silfurskeiðin studdi dyggilega við bakið á fótboltaliði Stjörnunnar í sumar. Spurning hvort hún mæti á þennan leik eða hvort hún séu enn að jafna sig eftir sumarið.Fyrir leik: Justin Shouse er hvergi sjáanlegur og það munar um minna. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri. Hjá Grindavík er spurning hvort Magnús Gunnarsson heldur uppteknum hætti en hann er með 20 stig að meðaltali eftir tvo fyrstu leiki liðsins.Fyrir leik: Það er von á hörkuleik hér í Ásgarði í Garðabæ. Leikmenn eru byrjaðir að hita og plötusnúðurinn að hitna sömuleiðis. Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í Dominos deild karla þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn. Lokatölur urðu 103-78. Óhætt er að segja að liðsheildin hafi skilað þessum sigri Stjörnunnar, 6 leikmenn skoruðu 10 stig eða fleiri. Stjarnan byrjaði leikinn betur og náði fljótlega sex stiga forystu, 12-6. Jarrid Frye fór mikinn á fyrstu mínútum leiksins og skoraði til að mynda 6 fyrstu stig Stjörnunnar. Hann endaði 1. leikhluta með 10 stig. Grindavík var þó aldrei langt undan og sýndi á köflum frábær tilþrif. Bæði lið léku skoruðu mikið í fyrsta leikhluta og það fór ansi lítið fyrir varnarleik. Staðan eftir 1. leikhluta var 31-29, Stjörnunni í vil. Leikurinn var jafn og spennandi í öðru leikhluta. Stjarnan var þó skrefi framar framan af leikhlutanum og það virtist fara eilítið í taugarnar á Grindvíkingum. Það verður þó að segjast að ekki bætti úr skák að nokkrar ákvarðanir dómaratríósins þóttu umdeildar og undirrituðum fannst halla á gestina í öðrum leikhluta hvað dómgæslu varðar. Stjarnan leiddi með fimm stigum í hálfleik, 53-48. Sóknarleikur beggja liða gekk með miklum ágætum. Oddur Rúnar Kristjánsson fór mikinn í liði gestanna í fyrri hálfleik en hann hitti fjórum af fimm tveggja stiga skotum og tveimur af tveimur þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti. Stjörnumenn tóku til í varnarleik sínum, þröngvuðu Grindvíkinga í erfið skot og fengu auðveld stig úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Grindvíkingar héldu áfram að láta pirring hlaupa með sig í gönur. Stjörnumenn gengu á lagið og þriðji leikhluti algjör eign Stjörnumanna. Grindvíkingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Baráttan var gríðarleg hjá Stjörnumönnum og þau voru sárafá fráköstin sem Grindavík hirti í leikhlutanum. Stjarnan leiddi með 25 stigu, 83-58, þegar þriðja leikhluta lauk. Stjörnumenn sigldu tveimur stigum örugglega í höfn í fjórða leikhluta. Grindvíkingar róuðust í sínum leik og voru greinilega búnir að sætta sig við að brekkan var of brött. Lokatölur urðu 103-78. Stjarnan náði þar í sín fyrstu stig á þessu tímabili. Þríeykið Marvin Valdimarsson, Dagur Kári Jónsson og Jarrid Frye áttu skínandi góðan leik hjá Stjörnunni. Marvin skoraði 20 stig, Dagur 17 stig og Frye 21. stig. Hjá Grindavík var Oddur Rúnar skársti maður með 17 stig. Grindvíkar fengu ekkert út úr Jóhanni Árna Ólafssyni sem skoraði ekki eitt einasta stig og Magnús Gunnarsson skoraði aðeins níu stig, sem þykir ekki mikið á þeim bænum.Marvin: Fórum á annað tempó og vildum ekki klúðra þessu Marvin Valdimarsson átti skínandi góðan leik í liði Stjörnunnar, skoraði 20 stig, hirti 6 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður að leik loknum. "Það er virkilega mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum gríðarlega ánægðir að hafa unnið sterkt Grindavíkurlið og taka þessi tvö stig," sagði Marvin og bætti við að liðsheildin hafi unnið þennan leik. "Við erum með breiðan hóp af sterkum leikmönnum og það er akkúrat svona sem við viljum spila leikina. Það er ómetanlegt þegar strákur eins og Sæmundur kemur af bekknum og er með 12 stig og spilar eins og engill. Það sem var öðruvísi í þessum leik en hinum tveimur var að í þessum eru allir að leggja eitthvað að mörkum. Það er ekki bara Dagur sem er að skora 25 til 30 stig eða Jarrid. Það eru allir að leggja að mörkum og það er það sem telur." "Við ræddum um það í hálfleik að bæta vörnina og koma einbeittir og sterkir til leiks í síðari hálfleik. Ég held að það hafi tekist, við fórum á annað tempó og vildum ekki klúðra þessu eins og síðustu tveimur leikjum," sagði Marvin að lokum.Sverrir: Ef menn mæta ekki með hausinn rétt skrúfaðan á, þá eru menn ekki að fara að afreka neitt Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var hundfúll með slakan varnarleik Grindavíkur í kvöld. Hann sagði að þrátt fyrir að hann hafi verið ásáttur við ýmsar ákvarðanir dómaranna, þá hafi dómgæslan ekki ráðið úrslitum. "Nánast í 40 mínútur var veisla fyrir Stjörnumenn. Við spiluðum ekki vörn í leiknum. Þeir fengu frí skot þar sem þeir vildu og löbbuðu í gegnum vörnina. Það vantaði allan kraft og vilja. Við skorum nánast ekki neitt í þriðja leikhluta en þar var samt vandamálið vörnin. Það er alveg sama hvað er talað um og yfir hvað er farið, ef menn mæta ekki með hausinn rétt skrúfaðan á, þá eru menn ekki að fara að afreka neitt." Um dómgæsluna hafi Sverrir þetta að segja: "Ákveðnir menn hjá mér lentu í orðaskaki við dómarana og eftir það þá fannst mér dómararnir vera svolítið grimmir. Og mikið flautað á viðkomandi leikmenn. En dómgæslan réð ekki úrslitum í leiknum. Stjarnan var bara miklu betri og við gátum hreinlega ekki neitt."Leik lokið: Stjarnan vann, 103-78. Umfjöllun og viðtöl koma innan tíðar.37. mínúta: Stjarnan að innbyrða sigur og Grindvíkingar virðast vera búnir að sætta sig við það ef svo má segja. Leikurinn róast og þjálfararnir farnir að skipta mönnum inn á. 98-73 er staðan.33. mínúta: Ekkert sem bendir til að Grindavík sé að fara að fá eitthvað úr þessum leik. Búið að reka Ólaf Ólafsson úr húsi fyrir óíþróttamannslega framkomu og Stjarnan leiðir með 24 stigum, 89-65.3. leikhluta lokið: Mótlætið og dómgæslan er að fara mikið í taugarnar á Grindvíkingum. Munurinn er 26 stig og Grindavík þarf að gera miklu betur ætli liðið sér að fá tvö stig hér í kvöld. 83-58 er staðan!28. mínúta: Villuvandræði hjá Grindvíkingum. Jóhann Árni og Ólafur með þrjár villur og Ómar með fjórar villur. Útlitið er ekki gott hjá Grindvíkingum. 76-52 fyrir Stjörnuna.26. mínúta: Allt að ganga upp hjá Stjörnunni, 71-52 er staðan. Vörn Stjörnumanna að batna og hraðar sóknir að skila auðveldum stigum.23. mínúta: Stjarnan byrjar feykilega vel og er komið með 11 stiga forskot, 61-50.21. mínúta: Þriðji leikhluti er hafinn. Þetta verður eitthvað!2. leikhluta lokið: Stjarnan leiðir í hálfleik, 53-48. Mikil skemmtun hér í Ásgarði og mikið skorað. Stjörnumenn berjast eins og ljón fyrir sínum fyrsta sigri en Grindvíkingar leggja sömuleiðis allt í sölurnar. Jarrid Frye er stigahæstur í liði heimamanna með 15 stig en hjá gestunum er Oddur Rúnar Kristjánsson stigahæstur, sömuleiðis með 15 stig.17. mínúta: Grindvíkingar eiga erfitt með að sætta sig við sumar ákvarðanir dómaranna og lái þeim hver sem vill. En það þýðir lítið að deila við dómarann. Grindavík tekur leikhlé í stöðunni 45-43.14. mínúta: Jóhann Ólafsson Grindvíkingur fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir ansi litlar sakir. Ætlaði að rétta dómaranum boltann í þann mund sem dómarinn leit undan. Dómarinn fékk boltann í mjöðmina og taldi að Jóhann hafi hent boltanum í sig. 43-38.13. mínúta: Allt í járnum ennþá, 37-35. Leikurinn einkennist af fínum sóknarleik beggja liða.1. leikhluta lokið: Stjarnan leiðir, 31-29. Mikið skorað og leikmenn ætla greinilega að selja sig dýrt. Barist um hvern einasta bolta og leikmenn að bjóða upp á skemmtilegan leik. Stjarnan byrjaði þennan leik betur en Grindvíkingar eru með gott lið og voru aldrei langt undan. Stefnir í spennandi leik.9. mínúta: Þrælskemmtilegur leikur í gangi og flott tilþrif hjá báðum liðum. Stigin að dreifast vel í báðum liðum. 27-22 er staðan.7. mínúta: Grindavík með hver glæsitilþrifin á fætur öðrum. Fyrst átti Magnús ótrúlegt skot c.a. 3 metra fyrir utan þriggja stiga línuna sem rataði ofan í og síðan tók Ólafur Ólafsson tröllatroðslu! 16-13, Stjörnunni í vil.4. mínúta: Stjarnan byrjar þennan leik vel. Jarrid Frye skoraði 6 fyrstu stig Stjörnunnar sem leiðir 12-6.1. mínúta: Leikurinn er hafinn.Fyrir leik: Dómarar leiksins eru Leifur Garðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Jón Guðmundsson.Fyrir leik: Korter í að leikur hefjist. Áhorfendur er farnir að týnast inn. Silfurskeiðin studdi dyggilega við bakið á fótboltaliði Stjörnunnar í sumar. Spurning hvort hún mæti á þennan leik eða hvort hún séu enn að jafna sig eftir sumarið.Fyrir leik: Justin Shouse er hvergi sjáanlegur og það munar um minna. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri. Hjá Grindavík er spurning hvort Magnús Gunnarsson heldur uppteknum hætti en hann er með 20 stig að meðaltali eftir tvo fyrstu leiki liðsins.Fyrir leik: Það er von á hörkuleik hér í Ásgarði í Garðabæ. Leikmenn eru byrjaðir að hita og plötusnúðurinn að hitna sömuleiðis.
Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum