Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Tindastóll 95-89 | Meistaranir rétt mörðu nýliðana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í DHL-höllinni skrifar 23. október 2014 14:48 KR er enn ósigrað í Dominos-deild karla eftir sigur á Tindastóli í háspennuleik í DHL-höllinni. Gestirnir, sem einnig voru ósigraðir fyrir leikinn í kvöld, fengu þó tækifæri til að klára leikinn í venjulegum leiktíma en fóru illa að ráði sínu. Bæði lið misstu menn út af með fimm villur undir lok fjórða leikhluta og KR-ingar nýttu sér breiddina í leikmannahópi sínum til að klára leikinn í framlengingu, þar sem Helgi Már Magnússon skoraði fyrstu sjö stigin fyrir vesturbæjarliðið. Þrír leikmenn KR skoruðu meira en 20 stig í leiknum en Darrel Lewis skoraði 24 stig fyrir Tindastól og Ingvi Rafn Ingvarsson 20. Þrátt fyrir að KR hafi byrjað með því að skora fyrstu tíu stigin í leiknum voru gestirnir að norðan fljótir að jafna sig og koma sér inn í leikinn. Svo virtist sem að heimamenn væru einfaldlega slegnir af laginu eftir áhlaup Stólanna því alls töpuðu þeir boltanum alls tíu sinnum strax í fyrsta leikhluta. Þegar KR-ingar komu skikki á sinn leik virtust þeir líklegir til að sigla fram úr en góðu kaflarnir hjá heimamönnum voru aldrei nógu langir til þess. Stólarnir börðust af miklum krafti og virtust ætla að ná sigrinum þegar þeir komust átta stigum eftir um miðjan fjórða leikhluta. Tindastóll var í góðri stöðu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Gestirnir voru með átta stiga forystu og sóknarleikur KR gekk út á að skjóta að utan sem skilaði takmörkuðum árangri. En þegar KR-ingar byrjuðu að sækja inn að körfunni fóru stigin að skila sér og KR náði að saxa á forystuna. Gestirnir fengu þó upplagt tækifæri til að klára leikinn með lokasókn venjulegs leiktíma en köstuðu boltanum frá sér í innkasti. KR tryggði sér framlengingu þar sem þeir voru ávallt sterkari aðilinn. Niðurstaðan veit þó á gott fyrir Tindastól sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Gestirnir voru hársbreidd frá sigri í kvöld og ungu mennirnir í liðinu, með þá Ingva Rafn og Pétur Rúnar Birgisson í fararbroddi, lofa sérstaklega góðu. KR á eftir að spila betri leiki en liðið gerði í kvöld, sérstaklega eftir að það endurheimtir Pavel Ermolinskij úr meiðslum. Liðið gerði óvenjumörg einföld mistök en komst engu að síður frá leiknu með tvö stig - sem hlýtur að vera góðs viti í vesturbænum.KR-Tindastóll 95-89 (15-14, 27-22, 21-26, 15-16, 17-11)KR: Brynjar Þór Björnsson 28/8 fráköst, Helgi Már Magnússon 22/9 fráköst, Michael Craion 21/8 fráköst, Darri Hilmarsson 10/9 fráköst, Högni Fjalarsson 6, Finnur Atli Magnússon 4/5 fráköst, Björn Kristjánsson 2, Hörður Helgi Hreiðarsson 2/6 fráköst.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 24/11 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 20/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 18, Myron Dempsey 12/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Darrell Flake 5, Helgi Rafn Viggósson 3/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 1.Helgi Már: Vandræðaleg tölfræði fyrir mig Helgi Már Magnússon reyndist KR-ingum drjúgur í naumum sigri liðsins á nýliðum Tindastóls í DHL-höllinni í kvöld. „Við hittum úr vítunum hér í lokin á meðan þeir klikkuðu á sínum. Það hafði mikið að segja,“ sagði Helgi Már eftir leikinn en hann kom sínum mönnum af stað í framlengingunni. „En þeir voru svakalega erfiðir og nálægt því að vinna leikinn.“ KR-ingar voru talsvert frá sínu besta í kvöld en liðið tapaði boltanum alls 25 sinnum í leiknum - þar af Helgi Már níu sinnum. „Það er bara vandræðalegt fyrir mig. Ég átti örugglega 3-4 skipti bara í fyrsta leikhluta þar sem ég kastaði boltanum frá mér án þess að vera með neinn í mér. Við vorum eitthvað rangt stilltir í upphafi leiksins.“ „En ég verð að hrósa Stólunum því þeir voru flottir og ungu strákarnir voru okkur erfiðir,“ sagði Helgi Már sem gladdist þó vitanlega yfir sigrinum. „Það er sagt að það sé styrkleikamerki að vinna leiki þar sem við spilum illa og þetta hafa verið tveir slakir leikir í röð hjá okkur. Þeir mega ekki verða mikið fleiri.“ Hann reiknar með að bæði liðin verði í toppbaráttu í vetur. „Þessi leikur segir manni að deildin verður jöfn og spennandi og að það megi lítið sem ekkert út af bera. Menn hafa verið að tala um að við séum með yfirburðalið í deildinni en við höfum verið í tómu basli í síðustu leikjum.“Finnur Freyr: Vorum skelfilega lélegir „Mér fannst bara erfitt að horfa á þennan leik frá a til ö. Við vorum bara svo skelfilega lélegir og ég bara skil ekki hvernig við fórum að því að vinna þennan leik,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld. Heimamenn byrjuðu þó vel og komust í 10-0 forystu. En Stólarnir jöfnuðu og leikurinn var í járnum eftir það. „Eins og alltaf þegar við komumst 10 stigum yfir förum við bara að bulla eitthvað. Við áttum í raun ekkert skilið úr þessum leik.“ Hann segir að Tindastóll hafi spilað vel og hrósaði nýliðunum. „Ungu mennirnir voru mjög flottir og Helgi Freyr raðaði þristum okkur í fyrri hálfleik. Við réðum svo ekkert við Lewis til að byrja með en einhvern veginn náðum við að hanga á þessu.“ „Það er karakter í okkar mönnum og þeir stigu upp þegar mest á reyndi. Það var þó óðagot í okkur á köflum og við ætluðum okkur að skora of fljótt,“ segir Finnur og bætir við að liðið hafi saknað Pavel Ermolinskij til að stýra flæðinu í sókninni. „Um leið og það kom smá ró á sóknarleikinn hjá okkur náðum við alltaf að spila einhvern frían,“ sagði Finnur og bætti við að hann reiknaði með því að endurheimta Pavel úr meiðslunum fyrir næsta leik.Martin: Smáatriðin skipta öllu máli Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var hamingjusamur eftir leik og ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir naumt tap gegn KR í kvöld. „Við vorum með leikinn í okkar höndum og við börðumst í 40 mínútur. Við byrjuðum illa en mínir menn komu sér betur fer inn í leikinn og byrjuðu að spila þann körfubolta sem við viljum spila,“ sagði Martin eftir leikinn í kvöld. Hann bendir á að það séu smáatriðin sem skipti máli í leikjum sem þessum. KR nýtti 21 af 26 vítaskotum en Tindastóll aðeins 12 af 24. „Þetta eru atriði sem skilja á milli sigurs og taps í svona leikjum. En þrátt fyrir allt sagði ég við leikmennina að ég væri hæstánægður með þá og væri afar hamingjusamur með leikinn.“ Ingvi Rafn Ingvarsson og Pétur Rúnar Birgisson áttu báðir góðan leik fyrir Tindastól en þessi ungu kappar voru algjörlega óhræddir við að þjarma að heimamönnum. „Það er góð blanda í liðinu og ég reyni alltaf að finna þá fimm menn sem geta náð því besta fram gegn viðkomandi andstæðingi. Margir þurfa að fá meiri reynslu af stórum leikjum sem þessum en ég finn að við erum á réttri leið.“ „Ég óska KR til hamingju með sigurinn en ég held að bæði lið muni spila mun betur eftir því sem líður á veturinn. Ég er þó ánægður með byrjunina á tímabilinu hjá okkur og tel að þetta viti á gott.“Textalýsing: Leik lokið | 95-89: KR-ingar klókari í framlengingunni og Helgi Már fór langt með að klára leikinn einn síns liðs. Skotin duttu ekki fyrir Stólana og þeir náðu ekki að hanga í heimamönnum.45. mín | 89-84: Hörður Helgi fer á vítalínuna fyrir KR og nýtir bæði. Ingvi Rafn reynir þrist en klikkar. Stólarnir ná frákastinu og nú er það Pétur sem tekur skot utan línunnar en klikkar líka. Brynjar Þór skorar undir körfunni en Flake minnkar muninn með þristi. Líklega of seint samt. 37 sekúndur eftir.44. mín | 85-81: Helgi Már bætir fyrir mistökin og skorar sitt sjöunda stig í framlengingunni. Stólarnir aftur á vítalínuna og nú er það Flake sem fær tækifærið. Gamla brýnið nýtir bæði og munurinn er enn fjögur stig.43. mín | 83-79: Helgi Már kastar boltanum út af og Tindastóll fer í sókn. Enn að bíða eftir fyrstu stigunum frá gestunum í framlengingunni. Pétur fer á vítalínuna og minnkar muninn í fjögur stig. 2:10 eftir.42. mín | 83-78: Engir Kanar inni á vellinum í framlengingunni. Helgi Már skorar fyrstu fimm stigin í henni og KR nær undirtökunum. Tindastóll að gera ódýr mistök í sínum sóknarleik.Fjórða leikhluta lokið | 78-78: Lewis ber boltann upp og reynir erfitt þriggja stiga skot. Framlengt. Þvílík spenna í DHL-höllinni. 40. mín | 78-78: Lewis nær ekki innkastinu frá Helga Frey og Brynjar Þór kemst í upphlaup. Hittir ekki en KR fær boltann. Brynjar Þór keyrir inn en fær dæmdan á sig ruðning þegar sex sekúndur eru eftir. Stólarnir fá annan séns. Bæði lið búin að missa tvo menn út af með fimm villur - Craion, Finn Orra, Dempsey og Helga Rafn.40. mín | 78-78: Helgi Már klikkar og Darri brýtur af sér. Stólarnir á vítalínuna en Svavar nýtir bara annað. Tveggja stiga munur og 24 sekúndur eftir. Brynjar Þór upp í skot en brotið á honum þegar fjórtán sekúndur eru eftir. Hann jafnar metin og gestirnir fá tækifæri til að vinna leikinn í lokasókninni. Stólarnir taka leikhlé.40. mín | 76-77: Ískaldur Svavar Atli reynir skot sem klikkar en Ingvi Rafn er á tánum og nær í innkast. Hann reynir svo þrist sem klikkar og KR kemst í sókn þegar slétt mínúta er eftir. Brynjar fær frítt skot undir körfunni en klikkar. Lewis setur niður öflugan þrist og spennan er í hámarki. 40 sekúndur eftir.39. mín | 76-75: Pétur keyrir inn að körfunni en tapar boltanum. Brynjar svarar og skorar. Kemur KR yfir þegar 1:24 eru eftir og þá taka gestirnir leikhlé.39. mín | 74-75: Helgi Freyr fær högg í andlitið frá Craion en það er í annað skipti í leiknum sem hann grípur um andlitið eftir baráttu um boltann. Klikkar á báðum vítunum sem gæti reynst dýrt. Hinum megin fer Helgi Már á línuna og minnkar muninn í eitt stig. 1:50 eftir.38. mín | 72-75: Ekki hætta KR-ingar sér inn í teig og Björn klikkar á þristinum. Stólarnir reyna að hægja á leiknum en ná ekki að klára sóknirnar sínar. Helgi Már og Dempsey takast aðeins á - það er hiti í mönnum. Craion sækir svo að körfunni í næstu sókn og nær í körfu og en klikkar af vítalínunni. KR nær þó frákastinu og Craion skorar undir körfunni. Rúmar tvær eftir.37. mín | 68-75: Þristarnir eru ekki að detta fyrir KR-inga en þeir halda áfram að reyna. Finnur Freyr tekur leikhlé og hlýtur að ætla að setja upp almennilegt sóknarkerfi gegn vörn Stólanna.35. mín | 68-75: Ingvi Rafn setur niður þrist og eykur muninn fyrir gestina. Gestirnir hafa verið að spila svæðisvörn síðustu mínuturnar með góðum árangri. KR-ingar þurfa að finna svar en það dugar líka ef Helgi Már setur niður þrista. Hann minnkar muninn fyrir heimamenn. En Ingvi Rafn svarar með enn einum þristinum - drengurinn er sjóðheitur.35. mín | 63-69: KR-ingar eru pirraðir. Stólarnir eru einfaldlega meira á tánum og hafa haft yfirhöndina í baráttunni gegn KR á fyrstu mínútum lokaleikhlutans. KR-ingar hafa þó áður sýnt að þeir geta komið til baka með engum fyrirvara.33. mín | 63-66: Það loftar vel um boltana hér í Frostaskjólinu, slík er nýtingin utan þriggja stiga línunnar hjá heimamönnum. Tindastóll nýtir sér það og er yfir.Þriðja leikhluta lokið | 63-62: Eins stigs munur fyrir lokaleikhlutann. Brynjar Þór er með 20 stig fyrir og Lewis 20 fyrir gestina. KR-ingar virtust með góð tök á leiknum í upphafi síðari hálfleiks en Stólarnir eru ólseigir og öflugur í að koma til baka. Heimamenn eru að vinna frákastabaráttunna en hafa tapað boltanum oftar.28. mín | 60-59: Ingvi Rafn setur þrist fyrir Tindastól og minnkar muninn í eitt. Gestirnir duglegir að frákasta og Lewis hefur verið afar öflugur í leikhlutanum. Við fáum alvöru leik vonandi í lokaleikhlutanum.26. mín | 55-48: Brynjar, Craion og Finnur Atli allir komnir með þrjár villur hjá KR. Stólarnir gera vel í að halda í við heimamenn sem hafa þó enn undirtökin.23. mín | 49-40: Helgi Rafn komst loksins á blað hjá Tindastóll og Lewis hefur byrjað síðari hálfleikinn ágætlega líka. En KR-vélin er að malla vel þessa stundina og virðist líkleg til að gera það áfram.Hálfleikur | 42-36: KR-ingar byrjuðu hálfleikinn mjög vel og enduðu hann líka vel, með 18-2 spretti. Leikmenn beggja liða eru þó að taka slæmar ákvarðanir inn á milli hitta illa í teignum. Þriggja stiga nýtingin er þó fín, sérstaklega hjá heimamönnum sem hafa sett niður sjö af tólf. KR tapaði boltanum þrívegis í öðrum leikhluta sem er mikil framför frá þeim fyrsta. Bæði lið eiga að geta betur í síðari hálfleik.19. mín | 36-36: Darri og Brynjar Þór eru að skjóta KR-inga aftur í gang með nokkrum þristum. Ná að rétta hlut heimamanna. Gestirnir taka leikhlé og skerpa aðeins á sínum leik.16. mín | 24-34: Helgi Freyr Margeirsson er sjóðandi heitur og er kominn með fjóra þrista í öðrum leikhluta og fjórtán stig alls. Ekki amalegt hjá gamla manninum. Agaleysi í sóknarleik KR þessa stundina og Stólarnir eru á tánum og duglegir að nýta sér það.13. mín | 20-23: Tindastóll skoraði fyrstu körfuna í öðrum leikhluta og komust yfir. En það er fín keyrsla á báðum liðunum og góð barátta. Helgi Freyr setur niður tvo þrista í röð fyrir Stóalana sem eru yfir.Fyrsta leikhluta lokið | 15-14: KR-ingar hanga á forystunni en rétt svo. Heimamenn byrjuðu vel en snöggkólnuðu þegar Stólarnir tóku sig saman í andlitinu. KR hefur nýtt eitt af níu 2ja stiga skotum sínum og tapað alls tíu boltum í leiknum til þessa. Stólarnir eiga enn eftir að hitta að utan.7. mín | 13-8: Mun meiri grimmd í gestunum sem eru að ná ágætlega saman í vörn. Nokkrir stolnir boltar og flæðið mun betra í sókninni.5. mín | 12-2: Þá komu fyrstu stigin loksins hjá Tindastóli og það eftir tæpar fimm mínútur. Pétur Rúnar sá um það fyrir gestina sem hafa átt í miklu basli með varnarleik KR.4. mín | 10-0: Helgi setur niður þriðja þristinn hjá KR og Tindastóll biður um leikhlé. Stólarnir þurfa að vakna.4. mín | 7-0: Annar þristur hjá KR, nú Brynjar Þór. Stólarnir ekki enn komnir á blað en Helgi Rafn er kominn með fyrstu villuna. Gestirnir í vandræðum með sóknarleikinn sinn. Craion setur svo niður eitt af vítalínunni.2. mín | 3-0: Tindastóll vinnur uppkastið en spilar frá sér boltann í fyrstu sókninni. Það gerir KR líka og svo koll af kolli. Fyrsta karfan kemur loksins þegar Darri setur niður þrist eftir eina og hálfa mínútu.Fyrir leik: Það eru tveir pollar á hvern leikmann KR. Því margt um manninn í leikmannakynningunni, en skemmtilegt.Fyrir leik: Frábært að sjá hversu vel það er mætt í DHL-höllina. Enn tíu mínútur í leik en það er samt nokkuð vel setið í stúkunni. Mikill og góður körfuboltaáhugi í vesturbænum.Fyrir leik: Myron Dempsey er stigahæstur í liði Tindastóls með 26,5 stig að meðaltali. Darrel Lewis og Helgi Rafn hafa líka verið öflugir og þá eru Stólarnir líka með Darrel Flake í sínu liði. Skemmtilegir tímar á Króknum.Fyrir leik: Michael Craion hefur verið nánast óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjunum. Meðaltalið hans eftir fyrstu tvær umferðirnar eru 31 stig og 16,5 fráköst. Þess ber þó að geta að fimm leikmenn KR eru með meira en tíu stig að meðaltali eftir þessa fyrstu tvo leiki.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij er enn að glíma við ökklameiðsli og verður því ekki með í kvöld, fremur en í fyrstu tveimur umferðunum. Pavel verður saknað en KR er þó afar vel mannað lið.Fyrir leik: Þessi lið mættust í úrslitum Lengjubikarsins í lok síðasta mánaðar og þá hafði KR betur, 83-75. Brynjar Þór Björnsson og Michael Craion skoruðu báðir 23 stig fyrir KR í þeim leik, rétt eins og Darrel Lewis gerði fyrri Tindastól.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en við ætlum að fylgjast með leik KR og Tindastóls í Domino's-deild karla. Eins og kemur fram hér að ofan eru bæði lið með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
KR er enn ósigrað í Dominos-deild karla eftir sigur á Tindastóli í háspennuleik í DHL-höllinni. Gestirnir, sem einnig voru ósigraðir fyrir leikinn í kvöld, fengu þó tækifæri til að klára leikinn í venjulegum leiktíma en fóru illa að ráði sínu. Bæði lið misstu menn út af með fimm villur undir lok fjórða leikhluta og KR-ingar nýttu sér breiddina í leikmannahópi sínum til að klára leikinn í framlengingu, þar sem Helgi Már Magnússon skoraði fyrstu sjö stigin fyrir vesturbæjarliðið. Þrír leikmenn KR skoruðu meira en 20 stig í leiknum en Darrel Lewis skoraði 24 stig fyrir Tindastól og Ingvi Rafn Ingvarsson 20. Þrátt fyrir að KR hafi byrjað með því að skora fyrstu tíu stigin í leiknum voru gestirnir að norðan fljótir að jafna sig og koma sér inn í leikinn. Svo virtist sem að heimamenn væru einfaldlega slegnir af laginu eftir áhlaup Stólanna því alls töpuðu þeir boltanum alls tíu sinnum strax í fyrsta leikhluta. Þegar KR-ingar komu skikki á sinn leik virtust þeir líklegir til að sigla fram úr en góðu kaflarnir hjá heimamönnum voru aldrei nógu langir til þess. Stólarnir börðust af miklum krafti og virtust ætla að ná sigrinum þegar þeir komust átta stigum eftir um miðjan fjórða leikhluta. Tindastóll var í góðri stöðu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Gestirnir voru með átta stiga forystu og sóknarleikur KR gekk út á að skjóta að utan sem skilaði takmörkuðum árangri. En þegar KR-ingar byrjuðu að sækja inn að körfunni fóru stigin að skila sér og KR náði að saxa á forystuna. Gestirnir fengu þó upplagt tækifæri til að klára leikinn með lokasókn venjulegs leiktíma en köstuðu boltanum frá sér í innkasti. KR tryggði sér framlengingu þar sem þeir voru ávallt sterkari aðilinn. Niðurstaðan veit þó á gott fyrir Tindastól sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Gestirnir voru hársbreidd frá sigri í kvöld og ungu mennirnir í liðinu, með þá Ingva Rafn og Pétur Rúnar Birgisson í fararbroddi, lofa sérstaklega góðu. KR á eftir að spila betri leiki en liðið gerði í kvöld, sérstaklega eftir að það endurheimtir Pavel Ermolinskij úr meiðslum. Liðið gerði óvenjumörg einföld mistök en komst engu að síður frá leiknu með tvö stig - sem hlýtur að vera góðs viti í vesturbænum.KR-Tindastóll 95-89 (15-14, 27-22, 21-26, 15-16, 17-11)KR: Brynjar Þór Björnsson 28/8 fráköst, Helgi Már Magnússon 22/9 fráköst, Michael Craion 21/8 fráköst, Darri Hilmarsson 10/9 fráköst, Högni Fjalarsson 6, Finnur Atli Magnússon 4/5 fráköst, Björn Kristjánsson 2, Hörður Helgi Hreiðarsson 2/6 fráköst.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 24/11 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 20/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 18, Myron Dempsey 12/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Darrell Flake 5, Helgi Rafn Viggósson 3/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 1.Helgi Már: Vandræðaleg tölfræði fyrir mig Helgi Már Magnússon reyndist KR-ingum drjúgur í naumum sigri liðsins á nýliðum Tindastóls í DHL-höllinni í kvöld. „Við hittum úr vítunum hér í lokin á meðan þeir klikkuðu á sínum. Það hafði mikið að segja,“ sagði Helgi Már eftir leikinn en hann kom sínum mönnum af stað í framlengingunni. „En þeir voru svakalega erfiðir og nálægt því að vinna leikinn.“ KR-ingar voru talsvert frá sínu besta í kvöld en liðið tapaði boltanum alls 25 sinnum í leiknum - þar af Helgi Már níu sinnum. „Það er bara vandræðalegt fyrir mig. Ég átti örugglega 3-4 skipti bara í fyrsta leikhluta þar sem ég kastaði boltanum frá mér án þess að vera með neinn í mér. Við vorum eitthvað rangt stilltir í upphafi leiksins.“ „En ég verð að hrósa Stólunum því þeir voru flottir og ungu strákarnir voru okkur erfiðir,“ sagði Helgi Már sem gladdist þó vitanlega yfir sigrinum. „Það er sagt að það sé styrkleikamerki að vinna leiki þar sem við spilum illa og þetta hafa verið tveir slakir leikir í röð hjá okkur. Þeir mega ekki verða mikið fleiri.“ Hann reiknar með að bæði liðin verði í toppbaráttu í vetur. „Þessi leikur segir manni að deildin verður jöfn og spennandi og að það megi lítið sem ekkert út af bera. Menn hafa verið að tala um að við séum með yfirburðalið í deildinni en við höfum verið í tómu basli í síðustu leikjum.“Finnur Freyr: Vorum skelfilega lélegir „Mér fannst bara erfitt að horfa á þennan leik frá a til ö. Við vorum bara svo skelfilega lélegir og ég bara skil ekki hvernig við fórum að því að vinna þennan leik,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld. Heimamenn byrjuðu þó vel og komust í 10-0 forystu. En Stólarnir jöfnuðu og leikurinn var í járnum eftir það. „Eins og alltaf þegar við komumst 10 stigum yfir förum við bara að bulla eitthvað. Við áttum í raun ekkert skilið úr þessum leik.“ Hann segir að Tindastóll hafi spilað vel og hrósaði nýliðunum. „Ungu mennirnir voru mjög flottir og Helgi Freyr raðaði þristum okkur í fyrri hálfleik. Við réðum svo ekkert við Lewis til að byrja með en einhvern veginn náðum við að hanga á þessu.“ „Það er karakter í okkar mönnum og þeir stigu upp þegar mest á reyndi. Það var þó óðagot í okkur á köflum og við ætluðum okkur að skora of fljótt,“ segir Finnur og bætir við að liðið hafi saknað Pavel Ermolinskij til að stýra flæðinu í sókninni. „Um leið og það kom smá ró á sóknarleikinn hjá okkur náðum við alltaf að spila einhvern frían,“ sagði Finnur og bætti við að hann reiknaði með því að endurheimta Pavel úr meiðslunum fyrir næsta leik.Martin: Smáatriðin skipta öllu máli Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var hamingjusamur eftir leik og ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir naumt tap gegn KR í kvöld. „Við vorum með leikinn í okkar höndum og við börðumst í 40 mínútur. Við byrjuðum illa en mínir menn komu sér betur fer inn í leikinn og byrjuðu að spila þann körfubolta sem við viljum spila,“ sagði Martin eftir leikinn í kvöld. Hann bendir á að það séu smáatriðin sem skipti máli í leikjum sem þessum. KR nýtti 21 af 26 vítaskotum en Tindastóll aðeins 12 af 24. „Þetta eru atriði sem skilja á milli sigurs og taps í svona leikjum. En þrátt fyrir allt sagði ég við leikmennina að ég væri hæstánægður með þá og væri afar hamingjusamur með leikinn.“ Ingvi Rafn Ingvarsson og Pétur Rúnar Birgisson áttu báðir góðan leik fyrir Tindastól en þessi ungu kappar voru algjörlega óhræddir við að þjarma að heimamönnum. „Það er góð blanda í liðinu og ég reyni alltaf að finna þá fimm menn sem geta náð því besta fram gegn viðkomandi andstæðingi. Margir þurfa að fá meiri reynslu af stórum leikjum sem þessum en ég finn að við erum á réttri leið.“ „Ég óska KR til hamingju með sigurinn en ég held að bæði lið muni spila mun betur eftir því sem líður á veturinn. Ég er þó ánægður með byrjunina á tímabilinu hjá okkur og tel að þetta viti á gott.“Textalýsing: Leik lokið | 95-89: KR-ingar klókari í framlengingunni og Helgi Már fór langt með að klára leikinn einn síns liðs. Skotin duttu ekki fyrir Stólana og þeir náðu ekki að hanga í heimamönnum.45. mín | 89-84: Hörður Helgi fer á vítalínuna fyrir KR og nýtir bæði. Ingvi Rafn reynir þrist en klikkar. Stólarnir ná frákastinu og nú er það Pétur sem tekur skot utan línunnar en klikkar líka. Brynjar Þór skorar undir körfunni en Flake minnkar muninn með þristi. Líklega of seint samt. 37 sekúndur eftir.44. mín | 85-81: Helgi Már bætir fyrir mistökin og skorar sitt sjöunda stig í framlengingunni. Stólarnir aftur á vítalínuna og nú er það Flake sem fær tækifærið. Gamla brýnið nýtir bæði og munurinn er enn fjögur stig.43. mín | 83-79: Helgi Már kastar boltanum út af og Tindastóll fer í sókn. Enn að bíða eftir fyrstu stigunum frá gestunum í framlengingunni. Pétur fer á vítalínuna og minnkar muninn í fjögur stig. 2:10 eftir.42. mín | 83-78: Engir Kanar inni á vellinum í framlengingunni. Helgi Már skorar fyrstu fimm stigin í henni og KR nær undirtökunum. Tindastóll að gera ódýr mistök í sínum sóknarleik.Fjórða leikhluta lokið | 78-78: Lewis ber boltann upp og reynir erfitt þriggja stiga skot. Framlengt. Þvílík spenna í DHL-höllinni. 40. mín | 78-78: Lewis nær ekki innkastinu frá Helga Frey og Brynjar Þór kemst í upphlaup. Hittir ekki en KR fær boltann. Brynjar Þór keyrir inn en fær dæmdan á sig ruðning þegar sex sekúndur eru eftir. Stólarnir fá annan séns. Bæði lið búin að missa tvo menn út af með fimm villur - Craion, Finn Orra, Dempsey og Helga Rafn.40. mín | 78-78: Helgi Már klikkar og Darri brýtur af sér. Stólarnir á vítalínuna en Svavar nýtir bara annað. Tveggja stiga munur og 24 sekúndur eftir. Brynjar Þór upp í skot en brotið á honum þegar fjórtán sekúndur eru eftir. Hann jafnar metin og gestirnir fá tækifæri til að vinna leikinn í lokasókninni. Stólarnir taka leikhlé.40. mín | 76-77: Ískaldur Svavar Atli reynir skot sem klikkar en Ingvi Rafn er á tánum og nær í innkast. Hann reynir svo þrist sem klikkar og KR kemst í sókn þegar slétt mínúta er eftir. Brynjar fær frítt skot undir körfunni en klikkar. Lewis setur niður öflugan þrist og spennan er í hámarki. 40 sekúndur eftir.39. mín | 76-75: Pétur keyrir inn að körfunni en tapar boltanum. Brynjar svarar og skorar. Kemur KR yfir þegar 1:24 eru eftir og þá taka gestirnir leikhlé.39. mín | 74-75: Helgi Freyr fær högg í andlitið frá Craion en það er í annað skipti í leiknum sem hann grípur um andlitið eftir baráttu um boltann. Klikkar á báðum vítunum sem gæti reynst dýrt. Hinum megin fer Helgi Már á línuna og minnkar muninn í eitt stig. 1:50 eftir.38. mín | 72-75: Ekki hætta KR-ingar sér inn í teig og Björn klikkar á þristinum. Stólarnir reyna að hægja á leiknum en ná ekki að klára sóknirnar sínar. Helgi Már og Dempsey takast aðeins á - það er hiti í mönnum. Craion sækir svo að körfunni í næstu sókn og nær í körfu og en klikkar af vítalínunni. KR nær þó frákastinu og Craion skorar undir körfunni. Rúmar tvær eftir.37. mín | 68-75: Þristarnir eru ekki að detta fyrir KR-inga en þeir halda áfram að reyna. Finnur Freyr tekur leikhlé og hlýtur að ætla að setja upp almennilegt sóknarkerfi gegn vörn Stólanna.35. mín | 68-75: Ingvi Rafn setur niður þrist og eykur muninn fyrir gestina. Gestirnir hafa verið að spila svæðisvörn síðustu mínuturnar með góðum árangri. KR-ingar þurfa að finna svar en það dugar líka ef Helgi Már setur niður þrista. Hann minnkar muninn fyrir heimamenn. En Ingvi Rafn svarar með enn einum þristinum - drengurinn er sjóðheitur.35. mín | 63-69: KR-ingar eru pirraðir. Stólarnir eru einfaldlega meira á tánum og hafa haft yfirhöndina í baráttunni gegn KR á fyrstu mínútum lokaleikhlutans. KR-ingar hafa þó áður sýnt að þeir geta komið til baka með engum fyrirvara.33. mín | 63-66: Það loftar vel um boltana hér í Frostaskjólinu, slík er nýtingin utan þriggja stiga línunnar hjá heimamönnum. Tindastóll nýtir sér það og er yfir.Þriðja leikhluta lokið | 63-62: Eins stigs munur fyrir lokaleikhlutann. Brynjar Þór er með 20 stig fyrir og Lewis 20 fyrir gestina. KR-ingar virtust með góð tök á leiknum í upphafi síðari hálfleiks en Stólarnir eru ólseigir og öflugur í að koma til baka. Heimamenn eru að vinna frákastabaráttunna en hafa tapað boltanum oftar.28. mín | 60-59: Ingvi Rafn setur þrist fyrir Tindastól og minnkar muninn í eitt. Gestirnir duglegir að frákasta og Lewis hefur verið afar öflugur í leikhlutanum. Við fáum alvöru leik vonandi í lokaleikhlutanum.26. mín | 55-48: Brynjar, Craion og Finnur Atli allir komnir með þrjár villur hjá KR. Stólarnir gera vel í að halda í við heimamenn sem hafa þó enn undirtökin.23. mín | 49-40: Helgi Rafn komst loksins á blað hjá Tindastóll og Lewis hefur byrjað síðari hálfleikinn ágætlega líka. En KR-vélin er að malla vel þessa stundina og virðist líkleg til að gera það áfram.Hálfleikur | 42-36: KR-ingar byrjuðu hálfleikinn mjög vel og enduðu hann líka vel, með 18-2 spretti. Leikmenn beggja liða eru þó að taka slæmar ákvarðanir inn á milli hitta illa í teignum. Þriggja stiga nýtingin er þó fín, sérstaklega hjá heimamönnum sem hafa sett niður sjö af tólf. KR tapaði boltanum þrívegis í öðrum leikhluta sem er mikil framför frá þeim fyrsta. Bæði lið eiga að geta betur í síðari hálfleik.19. mín | 36-36: Darri og Brynjar Þór eru að skjóta KR-inga aftur í gang með nokkrum þristum. Ná að rétta hlut heimamanna. Gestirnir taka leikhlé og skerpa aðeins á sínum leik.16. mín | 24-34: Helgi Freyr Margeirsson er sjóðandi heitur og er kominn með fjóra þrista í öðrum leikhluta og fjórtán stig alls. Ekki amalegt hjá gamla manninum. Agaleysi í sóknarleik KR þessa stundina og Stólarnir eru á tánum og duglegir að nýta sér það.13. mín | 20-23: Tindastóll skoraði fyrstu körfuna í öðrum leikhluta og komust yfir. En það er fín keyrsla á báðum liðunum og góð barátta. Helgi Freyr setur niður tvo þrista í röð fyrir Stóalana sem eru yfir.Fyrsta leikhluta lokið | 15-14: KR-ingar hanga á forystunni en rétt svo. Heimamenn byrjuðu vel en snöggkólnuðu þegar Stólarnir tóku sig saman í andlitinu. KR hefur nýtt eitt af níu 2ja stiga skotum sínum og tapað alls tíu boltum í leiknum til þessa. Stólarnir eiga enn eftir að hitta að utan.7. mín | 13-8: Mun meiri grimmd í gestunum sem eru að ná ágætlega saman í vörn. Nokkrir stolnir boltar og flæðið mun betra í sókninni.5. mín | 12-2: Þá komu fyrstu stigin loksins hjá Tindastóli og það eftir tæpar fimm mínútur. Pétur Rúnar sá um það fyrir gestina sem hafa átt í miklu basli með varnarleik KR.4. mín | 10-0: Helgi setur niður þriðja þristinn hjá KR og Tindastóll biður um leikhlé. Stólarnir þurfa að vakna.4. mín | 7-0: Annar þristur hjá KR, nú Brynjar Þór. Stólarnir ekki enn komnir á blað en Helgi Rafn er kominn með fyrstu villuna. Gestirnir í vandræðum með sóknarleikinn sinn. Craion setur svo niður eitt af vítalínunni.2. mín | 3-0: Tindastóll vinnur uppkastið en spilar frá sér boltann í fyrstu sókninni. Það gerir KR líka og svo koll af kolli. Fyrsta karfan kemur loksins þegar Darri setur niður þrist eftir eina og hálfa mínútu.Fyrir leik: Það eru tveir pollar á hvern leikmann KR. Því margt um manninn í leikmannakynningunni, en skemmtilegt.Fyrir leik: Frábært að sjá hversu vel það er mætt í DHL-höllina. Enn tíu mínútur í leik en það er samt nokkuð vel setið í stúkunni. Mikill og góður körfuboltaáhugi í vesturbænum.Fyrir leik: Myron Dempsey er stigahæstur í liði Tindastóls með 26,5 stig að meðaltali. Darrel Lewis og Helgi Rafn hafa líka verið öflugir og þá eru Stólarnir líka með Darrel Flake í sínu liði. Skemmtilegir tímar á Króknum.Fyrir leik: Michael Craion hefur verið nánast óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjunum. Meðaltalið hans eftir fyrstu tvær umferðirnar eru 31 stig og 16,5 fráköst. Þess ber þó að geta að fimm leikmenn KR eru með meira en tíu stig að meðaltali eftir þessa fyrstu tvo leiki.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij er enn að glíma við ökklameiðsli og verður því ekki með í kvöld, fremur en í fyrstu tveimur umferðunum. Pavel verður saknað en KR er þó afar vel mannað lið.Fyrir leik: Þessi lið mættust í úrslitum Lengjubikarsins í lok síðasta mánaðar og þá hafði KR betur, 83-75. Brynjar Þór Björnsson og Michael Craion skoruðu báðir 23 stig fyrir KR í þeim leik, rétt eins og Darrel Lewis gerði fyrri Tindastól.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en við ætlum að fylgjast með leik KR og Tindastóls í Domino's-deild karla. Eins og kemur fram hér að ofan eru bæði lið með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum