Handbolti

Guðjón Valur: Okkur að kenna að komast ekki á HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið sjóðheitur með Barcelona að undanförnu.
Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið sjóðheitur með Barcelona að undanförnu. vísir/getty
Íslenska landsliðið í handbolta þarf að hrista af sér vonbrigði sumarsins fljótt og örugglega þegar það kemur saman í næstu viku.

Strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar Ísrael kemur í heimsókn, en stefnan er nú sett á Evrópumótið eftir að liðinu tókst ekki að komast á HM.

Vefsíða evrópska handknattleikssambandsins fjallar um næstu verkefni íslenska liðsins þar sem aðalfréttin er meiðsli AronsPálmarssonar.

Leikstjórnandinn magnaði meiddist í leik með Kiel á dögunum og verður ekki með gegn Ísrael og Svartfjallalandi sem er augljóslega mikið áfall fyrir okkar menn.

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands, er í stuttu spjalli á vefnum þar sem hann er spurður út í ákvörðun IHF að senda Þýskaland á HM í stað Íslands eftir að keppnisleyfi Ástralíu var afturkallað.

„Það má ekki breyta reglunum á meðan leik stendur,“ segir Guðjón Valur, sem hefur áður lýst yfir óánægju sinni með ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins.

„Það er samt sem áður okkur að kenna að við komumst ekki á HM í gegnum umspilsleikina við Bosníu og Hersegóvínu. Núna viljum við sýna styrk okkar í næstu tveimur leikjum í undankeppni EM,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×