Drulluhræddur Gauti Skúlason skrifar 22. október 2014 07:00 Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets. Til dæmis bíð ég eiginlega eftir því að Bjarni og Sigmundur komi hlæjandi fram með nýja fjármálafrumvarpið og segi „Djöfull náðum við ykkur þarna HA! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á ykkur!“. Auddi Blö kemur svo hlaupandi með cameru-mann í eftirdragi og segir „Teeeeekin“. Eftir allt það sem hefur á undan gengið finnst mér þetta alls ekki svo fjarstæður möguleiki. Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni. Ef mér hugnast einhvern tímann sá kostur að kaupa mér eigið húsnæði þarf ég að taka stærðarinnar lán. Það er líklegra að ég finni Jimmy Hoffa heldur en ég sé að fara borga það lán upp áður en ég dey (með tilheyrandi kostnaði auðvitað). Ef mér skildi einhvern tímann langa í bíl þá þarf ég að fara aftur í bankann: „Eitt kúlulán takk og já, settu þetta bara á reikninginn“ (sem ég borga aldrei). Það lítur út fyrir að ég þurfi að vera í foreldrahúsum næstu árin, það er svo sem allt í lagi og kannski getum við pabbi bara sameinast um að borga niður húsnæðislánið hans. Þannig að í staðinn fyrir að pabbi myndi klára að borga lánið þegar hann væri orðinn 130 ára þá myndi hann kannski geta gert það fyrir 100 ára afmælið. Ef ég veikist þá er mér troðið inn á stofnun þar sem þegar eru of margir og flest öll tæki og tól eru jafn útrunnin og samband ríkis og þjóðkirkju. Fólk sem er undir allt of miklu vinnuálagi ber ábyrgð á lífi mínu og ég er heppinn að meiðsli mín séu ekki það alvarleg að ég verði fatlaður eða öryrki því þá fyrst er manni virkilega sagt að éta skít. Face-um það, það er allt í fokki hérna og við þurfum á einhverju nýju að halda og mér er slétt sama hvort lausnin heitir ESB, Noregur eða eitthvað annað. Ég hef einfaldlega fengið nóg af því að sitja hérna og horfa þjóðina ýta steininum upp fjallið, líkt og Sisyphus í forngrískri goðafræði, til þess eins að sjá hann rúlla niður aftur. Við getum ekki og höfum aldrei getað skapað efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Hér hefur verið viðloðandi verðbólga í lengri tíma en Bogi Ágústsson hefur lesið fréttir og ólíkt Boga þá eldist verðbólgan hræðilega. Velferðarkerfið okkar, sem okkur ber vissulega að vera þakklát fyrir að sé til staður, er að hruni komið og það lítur ekki út fyrir uppbygging á því hefjist á næstunni. Kallið mig heimtufrekan ef þið viljið en ég vil: Ferska stjórnarfarslega vinda á Íslandi sem koma til með að blása okkur úr skítafarinu. Stjórnmálamenn sem taka ábyrgð (lagalega og siðferðislega). Meira en 745 krónur til að geta lifað af daginn. Að fólk sem er eldra en 25 ára geti farið í menntaskóla. Að afturhaldsseggir séu rassskelltir opinberlega á Austurvelli. Að það sé komið fram við fatlaða og öryrkja á sanngjarnan máta. Að læknar geti snúið heim eftir nám. Sjá uppbyggingu velferðarkerfisins hafna. .....og betra Ísland! (Annars er „no way“ að ég vilji búa á þessu skeri í framtíðinni). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets. Til dæmis bíð ég eiginlega eftir því að Bjarni og Sigmundur komi hlæjandi fram með nýja fjármálafrumvarpið og segi „Djöfull náðum við ykkur þarna HA! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á ykkur!“. Auddi Blö kemur svo hlaupandi með cameru-mann í eftirdragi og segir „Teeeeekin“. Eftir allt það sem hefur á undan gengið finnst mér þetta alls ekki svo fjarstæður möguleiki. Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni. Ef mér hugnast einhvern tímann sá kostur að kaupa mér eigið húsnæði þarf ég að taka stærðarinnar lán. Það er líklegra að ég finni Jimmy Hoffa heldur en ég sé að fara borga það lán upp áður en ég dey (með tilheyrandi kostnaði auðvitað). Ef mér skildi einhvern tímann langa í bíl þá þarf ég að fara aftur í bankann: „Eitt kúlulán takk og já, settu þetta bara á reikninginn“ (sem ég borga aldrei). Það lítur út fyrir að ég þurfi að vera í foreldrahúsum næstu árin, það er svo sem allt í lagi og kannski getum við pabbi bara sameinast um að borga niður húsnæðislánið hans. Þannig að í staðinn fyrir að pabbi myndi klára að borga lánið þegar hann væri orðinn 130 ára þá myndi hann kannski geta gert það fyrir 100 ára afmælið. Ef ég veikist þá er mér troðið inn á stofnun þar sem þegar eru of margir og flest öll tæki og tól eru jafn útrunnin og samband ríkis og þjóðkirkju. Fólk sem er undir allt of miklu vinnuálagi ber ábyrgð á lífi mínu og ég er heppinn að meiðsli mín séu ekki það alvarleg að ég verði fatlaður eða öryrki því þá fyrst er manni virkilega sagt að éta skít. Face-um það, það er allt í fokki hérna og við þurfum á einhverju nýju að halda og mér er slétt sama hvort lausnin heitir ESB, Noregur eða eitthvað annað. Ég hef einfaldlega fengið nóg af því að sitja hérna og horfa þjóðina ýta steininum upp fjallið, líkt og Sisyphus í forngrískri goðafræði, til þess eins að sjá hann rúlla niður aftur. Við getum ekki og höfum aldrei getað skapað efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Hér hefur verið viðloðandi verðbólga í lengri tíma en Bogi Ágústsson hefur lesið fréttir og ólíkt Boga þá eldist verðbólgan hræðilega. Velferðarkerfið okkar, sem okkur ber vissulega að vera þakklát fyrir að sé til staður, er að hruni komið og það lítur ekki út fyrir uppbygging á því hefjist á næstunni. Kallið mig heimtufrekan ef þið viljið en ég vil: Ferska stjórnarfarslega vinda á Íslandi sem koma til með að blása okkur úr skítafarinu. Stjórnmálamenn sem taka ábyrgð (lagalega og siðferðislega). Meira en 745 krónur til að geta lifað af daginn. Að fólk sem er eldra en 25 ára geti farið í menntaskóla. Að afturhaldsseggir séu rassskelltir opinberlega á Austurvelli. Að það sé komið fram við fatlaða og öryrkja á sanngjarnan máta. Að læknar geti snúið heim eftir nám. Sjá uppbyggingu velferðarkerfisins hafna. .....og betra Ísland! (Annars er „no way“ að ég vilji búa á þessu skeri í framtíðinni).
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun