Handbolti

Aron gerir þrjár breytingar á hópnum

Ernir Hrafn fer ekki með til Svartfjallalands.
Ernir Hrafn fer ekki með til Svartfjallalands. vísir/valli
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið hópinn sem spilar gegn Svartfjallalandi ytra á sunnudag.

Aron gerir þrjár breytingar á hópnum frá því í leiknum gegn Ísrael í gær.

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björgvin Hólmgeirsson og Kári Kristján Kristjánsson koma inn í hópinn á kostnað Arnórs Þórs Gunnarssonar, Ernis Hrafns Arnarsonar og Gunnars Steins Jónssonar.

Leikurinn fer fram klukkan 17.00 á sunnudag en þetta er annar leikur Íslands í undankeppni EM.

Hópurinn:

Markverðir:

Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen

Arnór Atlason, St. Raphael

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR

Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona

Kári Kristján Kristjánsson, Valur

Róbert Gunnarsson, PSG

Sigurbergur Sveinsson, HC Erlangen

Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS

Þórir Ólafsson, Stjarnan


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×