Van Persie á krísufundi með Hiddink eftir tapið gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2014 11:08 Van Persie gengur af velli eftir tapið gegn Íslandi. Vísir/Valli Robin van Persie hefur greint frá því að hann hafi fengið heimsókn frá Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands, og þeir fundað vegna slæms gengis hollenska liðsins í undankeppni EM 2016. Holland byrjaði undankeppnina á því að tapa gegn Tékklandi á útivelli en liðið vann svo sigur á Kasakstan á heimavelli eftir að hafa lent undir í leiknum. Svo kom 2-0 tapið á Laugardalsvellinum. „Þetta var gott, opið og heiðarlegt samtal. Þetta var samtal sem við þurftum að eiga. Mér skilst að Hiddink muni ræða við hina strákana líka,“ sagði Van Persie við Algemeen Dagblad í Hollandi. „Allir í landsliðinu eru sannfærðir um að þetta þurfi að vera allt öðruvísi og betra hjá okkur. Þjálfarinn sýndi mér hverju hann vildi breyta - hann var beittur og stundum harður, líka við mig. En þannig á það að vera.“ „Ég hef góða tilfinningu eftir samtalið. Þetta var alvarlegt mál en ég fann fyrir miklu trausti.“ Van Persie náði sér engan veginn á strik gegn Íslandi og hefur skorað eitt mark í undankeppninni til þessa. Hann reifst við Klaas-Jan Huntelaaar, samherja sinn, í leiknum gegn Kasakstan en segir að því máli sé nú lokið. „Við fórum vel yfir málið. Við erum báðir sigurvegarar og berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 Van Persie stendur með Hiddink Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda. 14. október 2014 08:29 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Pínlegt og til skammar Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær. 14. október 2014 11:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Robin van Persie hefur greint frá því að hann hafi fengið heimsókn frá Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands, og þeir fundað vegna slæms gengis hollenska liðsins í undankeppni EM 2016. Holland byrjaði undankeppnina á því að tapa gegn Tékklandi á útivelli en liðið vann svo sigur á Kasakstan á heimavelli eftir að hafa lent undir í leiknum. Svo kom 2-0 tapið á Laugardalsvellinum. „Þetta var gott, opið og heiðarlegt samtal. Þetta var samtal sem við þurftum að eiga. Mér skilst að Hiddink muni ræða við hina strákana líka,“ sagði Van Persie við Algemeen Dagblad í Hollandi. „Allir í landsliðinu eru sannfærðir um að þetta þurfi að vera allt öðruvísi og betra hjá okkur. Þjálfarinn sýndi mér hverju hann vildi breyta - hann var beittur og stundum harður, líka við mig. En þannig á það að vera.“ „Ég hef góða tilfinningu eftir samtalið. Þetta var alvarlegt mál en ég fann fyrir miklu trausti.“ Van Persie náði sér engan veginn á strik gegn Íslandi og hefur skorað eitt mark í undankeppninni til þessa. Hann reifst við Klaas-Jan Huntelaaar, samherja sinn, í leiknum gegn Kasakstan en segir að því máli sé nú lokið. „Við fórum vel yfir málið. Við erum báðir sigurvegarar og berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 Van Persie stendur með Hiddink Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda. 14. október 2014 08:29 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Pínlegt og til skammar Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær. 14. október 2014 11:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46
Van Persie stendur með Hiddink Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda. 14. október 2014 08:29
Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15
Pínlegt og til skammar Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær. 14. október 2014 11:00