Handbolti

Björgvin breytti um lífsstíl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Hólmgeirsson var í ítarlegu viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en ÍR-ingurinn hefur verið einn allra besti leikmaður Olísdeildar karla á tímabilinu til þessa.

Björgvin fór í aðgerð 1. apríl vegna meiðsla í þumalfingri en hann ákvað að nýta tækifærið og byrja upp á nýtt.

„Ég breytti matarræðinu og byrjaði að æfa á morgnana. Ég hjólaði svo frá Seltjarnarnesi á æfingar hjá ÍR og svo aftur heim. Þegar manni líður betur þá spilar maður betur. Það hefur gengið ágætlega hingað til en það má ekki stoppa núna - maður er rétt að byrja.“

Björgvin var áður í Haukum og lék sem atvinnumaður með Rheinland í Þýskalandi. „Upphaflega ætlaði ég bara að koma heim í eitt ár en maður hefur ílengst aðeins. Ég horfi að sjálfsögðu út og mér er sama hvað er í boði, maður verður að byrja einhversstaðar. En ég væri til í að prófa eitthvað almennilegt á næsta ári.“

Björgvin var valinn í íslenska landsliðið og skoraði tvö mörk í tapi Íslands í Svartfjallalandi í gær.

„Landsliðið er bara algjör bónus og það er gott að vera loksins kominn aftur. Það er mér mikill heiður og ég vil sýna að ég eigi heima í því.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Aron Kristjáns: Björgvin verður góður jóker

Strákarnir okkar eiga gríðarlega erfiðan leik fyrir höndum í Bar í Svartfjallalandi á morgun. Leikurinn er afar mikilvægur enda mætir liðið andstæðingi sem verður í baráttunni um farseðil á EM. Liðið fór í sérstakt og langt ferðalag út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×