Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2014 21:09 Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change, voru kynntar á fundi í Kaupmannahöfn í morgun. Skýrlsan er mikilvægasta skjal sem nokkurn tíma hefur verið sett saman um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á jörðina. Niðurstaðan er afrakstur rannsóknarvinnu þúsunda vísindamanna vítt og breitt um heiminn en ályktunarorð skýrslunnar voru samin eftir samráð við ríkisstjórnir allra ríkja sem eiga aðild að SÞ.Alvarleg, langvarandi, og óafturkræf áhrif Í skýrslunni kemur fram að heimurinn standi frammi fyrir „alvarlegum, langvarandi og óafturkræfum,“ áhrifum á loftslag án skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis með notkun jarðefnaeldsneytis. Aukin hlýnun jarðar auki líkurnar á alvarlegum, langvarandi, og óafturkræfum áhrifum, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Þá hafi áhrifin af loftslagsbreytingum sem birtast í hitabylgjum, þurrkum, flóðum, hvirfilbyljum og skógareldum afhjúpað varnarleysi vistkerfa og mannfólks gagnvart loftslagsbreytingum. Stór hluti dýrategunda á landi og í ferskvatni standi frammi fyrir aukinni útrýmingarhættu vegna áætlaðra loftslagsbreytinga á 21. öldinni. „Það vill svo til að ráðrúm til aðgerða minnkar mjög hratt svo við höfum mjög skamman tíma. Ef við lítum á heildarkolefnisáætlunina til að tryggja að hitastigið hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir lok aldarinnar þá höfum við þegar notað stóran hluta þess. Það sem eftir er er aðeins 275 gígatonn af kolefni. Þetta sýnir greinilega að við höfum mjög takmarkað tækifæri og ég held að aljóðasamfélagið verði að horfa á þessar tölur og sýna staðfestu svo við getum breytt þessu,“ sagði Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í morgun. Það er niðurstaða höfunda skýrslunnar að notkun jarðefnaeldsneytis án geymslu og bindingu kolefnis verði að líða alfarið undir lok um næstu aldamót í síðasta lagi.Við skulum skoða nokkur atriði úr skýrslunni:Hlýnun jarðar og þáttur mannsins í loftslagsbreytingum er staðreynd.Áhrif breytinganna birtast m.a. í súrnun sjávar, bráðnun íshellunnar á Norðurskautinu og uppskerubresti.Magn kolefnis í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 800 þúsund ár.Tímabilið 1983-2014 var heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár.Ef ekki verður dregið kerfisbundið úr kolefnisútblæstri mun hitastig á jörðinni halda áfram að hækka. Meira þessu tengt: Viðtal við Christiönu Figueres yfirmann loftslagsmála hjá SÞ sem tekið var á Arctic Circle í Hörpu í dag þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við niðurstöðum skýrslunnar. Loftslagsmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change, voru kynntar á fundi í Kaupmannahöfn í morgun. Skýrlsan er mikilvægasta skjal sem nokkurn tíma hefur verið sett saman um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á jörðina. Niðurstaðan er afrakstur rannsóknarvinnu þúsunda vísindamanna vítt og breitt um heiminn en ályktunarorð skýrslunnar voru samin eftir samráð við ríkisstjórnir allra ríkja sem eiga aðild að SÞ.Alvarleg, langvarandi, og óafturkræf áhrif Í skýrslunni kemur fram að heimurinn standi frammi fyrir „alvarlegum, langvarandi og óafturkræfum,“ áhrifum á loftslag án skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis með notkun jarðefnaeldsneytis. Aukin hlýnun jarðar auki líkurnar á alvarlegum, langvarandi, og óafturkræfum áhrifum, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Þá hafi áhrifin af loftslagsbreytingum sem birtast í hitabylgjum, þurrkum, flóðum, hvirfilbyljum og skógareldum afhjúpað varnarleysi vistkerfa og mannfólks gagnvart loftslagsbreytingum. Stór hluti dýrategunda á landi og í ferskvatni standi frammi fyrir aukinni útrýmingarhættu vegna áætlaðra loftslagsbreytinga á 21. öldinni. „Það vill svo til að ráðrúm til aðgerða minnkar mjög hratt svo við höfum mjög skamman tíma. Ef við lítum á heildarkolefnisáætlunina til að tryggja að hitastigið hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir lok aldarinnar þá höfum við þegar notað stóran hluta þess. Það sem eftir er er aðeins 275 gígatonn af kolefni. Þetta sýnir greinilega að við höfum mjög takmarkað tækifæri og ég held að aljóðasamfélagið verði að horfa á þessar tölur og sýna staðfestu svo við getum breytt þessu,“ sagði Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í morgun. Það er niðurstaða höfunda skýrslunnar að notkun jarðefnaeldsneytis án geymslu og bindingu kolefnis verði að líða alfarið undir lok um næstu aldamót í síðasta lagi.Við skulum skoða nokkur atriði úr skýrslunni:Hlýnun jarðar og þáttur mannsins í loftslagsbreytingum er staðreynd.Áhrif breytinganna birtast m.a. í súrnun sjávar, bráðnun íshellunnar á Norðurskautinu og uppskerubresti.Magn kolefnis í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 800 þúsund ár.Tímabilið 1983-2014 var heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár.Ef ekki verður dregið kerfisbundið úr kolefnisútblæstri mun hitastig á jörðinni halda áfram að hækka. Meira þessu tengt: Viðtal við Christiönu Figueres yfirmann loftslagsmála hjá SÞ sem tekið var á Arctic Circle í Hörpu í dag þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við niðurstöðum skýrslunnar.
Loftslagsmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira