Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2014 20:45 Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra, jafnvel þótt þar búi ekki nokkur maður. Þegar kíkt er í dótakassa Kvígfirðinga vaknar sú spurning hvort brunabíllinn sé ekki síður hugsaður sem leikfang fyrir stóru strákana. Þegar horft er yfir karlahópinn í Kvígindisfirði og því velt upp hvernig leikföng þá dreymdi um þegar þeir voru litlir strákar þá voru það kannski traktor og vörubíll, skurðgrafa, - suma dreymdi eflaust um spíttbát eða forláta seglbát, - og örugglega dreymdi marga um brunabíl. Allar þessar græjur má nú sjá í Kvígindisfirði.Rætt við stóru strákana í Kvígindisfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Gunnar Guðmundsson, einn bræðranna frá Kvígindisfirði, segir þetta hafa safnast saman á löngum tíma en tækin séu þó alltaf að stækka. Fyrst hafi þetta bara verið Ferguson, gamli gráni, en nú sé þetta komið upp í svolítið stærra.Slökkvibyssan öfluga á toppnum munduð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við freistumst til að álykta að brunabíllinn sé bara enn eitt leikfangið í dótakassa stóru strákanna, með bláum blikkljósum og stórri sprautubyssu á toppnum. „Bunan, hún nær yfir 50 metra, þannig að það er hægt að sprauta ansi langt út fyrir, þaðan sem hann stendur,“ segir Gunnar. Þeir segja raunar að full þörf sé á slökkvibíl í Kvígindisfirði enda er langt í næsta slökkvibíl á Reykhólum. „Fólk er svolítið hrætt um, ef það kviknar hérna í sinu, þá getur þetta farið úr böndum. Það er það mikið af húsum hérna og mikil verðmæti þannig að vildum gera eitthvað,“ segir Gunnar. Fjallað var um Kvígindisfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra, jafnvel þótt þar búi ekki nokkur maður. Þegar kíkt er í dótakassa Kvígfirðinga vaknar sú spurning hvort brunabíllinn sé ekki síður hugsaður sem leikfang fyrir stóru strákana. Þegar horft er yfir karlahópinn í Kvígindisfirði og því velt upp hvernig leikföng þá dreymdi um þegar þeir voru litlir strákar þá voru það kannski traktor og vörubíll, skurðgrafa, - suma dreymdi eflaust um spíttbát eða forláta seglbát, - og örugglega dreymdi marga um brunabíl. Allar þessar græjur má nú sjá í Kvígindisfirði.Rætt við stóru strákana í Kvígindisfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Gunnar Guðmundsson, einn bræðranna frá Kvígindisfirði, segir þetta hafa safnast saman á löngum tíma en tækin séu þó alltaf að stækka. Fyrst hafi þetta bara verið Ferguson, gamli gráni, en nú sé þetta komið upp í svolítið stærra.Slökkvibyssan öfluga á toppnum munduð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við freistumst til að álykta að brunabíllinn sé bara enn eitt leikfangið í dótakassa stóru strákanna, með bláum blikkljósum og stórri sprautubyssu á toppnum. „Bunan, hún nær yfir 50 metra, þannig að það er hægt að sprauta ansi langt út fyrir, þaðan sem hann stendur,“ segir Gunnar. Þeir segja raunar að full þörf sé á slökkvibíl í Kvígindisfirði enda er langt í næsta slökkvibíl á Reykhólum. „Fólk er svolítið hrætt um, ef það kviknar hérna í sinu, þá getur þetta farið úr böndum. Það er það mikið af húsum hérna og mikil verðmæti þannig að vildum gera eitthvað,“ segir Gunnar. Fjallað var um Kvígindisfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00