Lyftistangir hlutabréfamarkaðar Stjórnarmaðurinn skrifar 19. nóvember 2014 09:00 Íslenskur hlutabréfamarkaður má muna sinn fífil fegri. Meðalmánaðarvelta nemur 23 milljörðum króna það sem af er ári. Hærri velta en á sama tíma í fyrra, en fölleit í samanburði við miðbik síðasta áratugar þegar ekki var óalgengt að sjá slíkar veltutölur yfir einstaka daga, ekki mánuði. Hvað veldur samdrættinum? Nokkrir þættir hafa þar mest áhrif: a) Félögum hefur fækkað um meira en helming frá því er mest var. b) 43% af skráðum hlutabréfum eru í beinni eða óbeinni eigu lífeyrissjóðanna og skipta því sjaldnar um hendur. c) Umsvif annarra fjárfesta á markaðnum, annarra fyrirtækja, en ekki síður einstaklinga, hafa dregist verulega saman. Forsvarsmenn Kauphallarinnar vita vel af þessum vanda. Í síðustu viku stóðu þeir, ásamt markaðsaðilum, að útgáfu skýrslu sem meðal annars inniheldur tíu tillögur að aukinni virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. Vert er að staldra sérstaklega við tvær tillögur. Lagt er til að setja upp sérstakan sjóð sem styður við rannsóknir á sviði verðbréfamarkaðar. Nú, átta árum eftir hrun, leggja greiningardeildir bankanna megináherslu á greiningu og spár um þróun hagvísa. Óhætt er því að fullyrða að lítið er um hágæðagreiningu á rekstri skráðra fyrirtækja. Stjórnarmaðurinn fagnar því að leggja eigi áherslu á að mennta markaðinn en furðar sig jafnframt á því að enginn af bönkunum eða öðrum markaðsaðilum sjái sér hag í því að vera með slíka útgáfu. Í skýrslunni er einnig sett fram tillaga þess efnis að veita einstaklingum skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Stjórnarmanninum þykir þessi tillaga sérstaklega varhugaverð. Meginástæða lystarleysis einstaklinga á hlutabréfamarkaði er sú að traust þeirra á markaðnum er í sögulegu lágmarki. Ekki verður að því hlaupið að auka þetta traust, þó betra og tímanlegra upplýsingaflæði frá fyrirtækjum, innleiðing bestu starfshátta, almennt gagnsæi og aukin umræða og greining á fjárfestingarkostum séu allt liðir í því. Skattaafsláttur myndi vafalítið auka þátttöku á markaðnum svo einhverju næmi: Sérstaklega þó í formi spákaupmennsku, enda erfitt að stunda vel ígrunduð verðbréfaviðskipti án fyrrnefndra skilyrða. Varhugavert er að hvetja almenning til viðskipta við slíkar aðstæður, einkum með fjárhagslegum hvata. Væri þá betur heima setið en af stað farið.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Íslenskur hlutabréfamarkaður má muna sinn fífil fegri. Meðalmánaðarvelta nemur 23 milljörðum króna það sem af er ári. Hærri velta en á sama tíma í fyrra, en fölleit í samanburði við miðbik síðasta áratugar þegar ekki var óalgengt að sjá slíkar veltutölur yfir einstaka daga, ekki mánuði. Hvað veldur samdrættinum? Nokkrir þættir hafa þar mest áhrif: a) Félögum hefur fækkað um meira en helming frá því er mest var. b) 43% af skráðum hlutabréfum eru í beinni eða óbeinni eigu lífeyrissjóðanna og skipta því sjaldnar um hendur. c) Umsvif annarra fjárfesta á markaðnum, annarra fyrirtækja, en ekki síður einstaklinga, hafa dregist verulega saman. Forsvarsmenn Kauphallarinnar vita vel af þessum vanda. Í síðustu viku stóðu þeir, ásamt markaðsaðilum, að útgáfu skýrslu sem meðal annars inniheldur tíu tillögur að aukinni virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. Vert er að staldra sérstaklega við tvær tillögur. Lagt er til að setja upp sérstakan sjóð sem styður við rannsóknir á sviði verðbréfamarkaðar. Nú, átta árum eftir hrun, leggja greiningardeildir bankanna megináherslu á greiningu og spár um þróun hagvísa. Óhætt er því að fullyrða að lítið er um hágæðagreiningu á rekstri skráðra fyrirtækja. Stjórnarmaðurinn fagnar því að leggja eigi áherslu á að mennta markaðinn en furðar sig jafnframt á því að enginn af bönkunum eða öðrum markaðsaðilum sjái sér hag í því að vera með slíka útgáfu. Í skýrslunni er einnig sett fram tillaga þess efnis að veita einstaklingum skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Stjórnarmanninum þykir þessi tillaga sérstaklega varhugaverð. Meginástæða lystarleysis einstaklinga á hlutabréfamarkaði er sú að traust þeirra á markaðnum er í sögulegu lágmarki. Ekki verður að því hlaupið að auka þetta traust, þó betra og tímanlegra upplýsingaflæði frá fyrirtækjum, innleiðing bestu starfshátta, almennt gagnsæi og aukin umræða og greining á fjárfestingarkostum séu allt liðir í því. Skattaafsláttur myndi vafalítið auka þátttöku á markaðnum svo einhverju næmi: Sérstaklega þó í formi spákaupmennsku, enda erfitt að stunda vel ígrunduð verðbréfaviðskipti án fyrrnefndra skilyrða. Varhugavert er að hvetja almenning til viðskipta við slíkar aðstæður, einkum með fjárhagslegum hvata. Væri þá betur heima setið en af stað farið.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00