Einkunnir strákanna: Aron bestur en Elmar slakastur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2014 22:05 Tékkar höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/AFP Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður karlalandsliðs Íslands í 2-1 tapinu gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins 2016 ytra í kvöld. Einkunnir leikmannanna má sjá hér að neðan. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 9. mínútu en Tékkarnir sneru við blaðinu með marki hvoru megin við hálfleikinn. Síðara markið var sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem var sérstaklega slysalegt. Mörkin úr leiknum má sjá hér.Hannes Þór Halldórsson 4Gat lítið gert í marki Tékka í síðari hálfleik sem braut loksins ísinn í íslenska markinu. Hannes fékk svo afar klaufalegt sjálfsmark á sig í þeim síðari. Átti svo slæmt úthlaup er Kári bjargaði á línu.Theodór Elmar Bjarnason 2Tékkar herjuðu á hægri bakvarðastöðuna hjá Íslandi og Elmar var oft í miklum vandræðum. Gleymdi sér í marki Tékkanna og kom íslenska liðinu oft í stórhættu. Rétt áður en það átti að taka hann af velli bjuggu Tékkar til mark á vinstri vængnum.Kári Árnason 5 Fékk dæmda á sig aukaspyrnuna sem bjó til mark Tékka, þó það hafi verið fyrir afar litlar sakir. Byrjaði ágætlega en varð mistækur eftir því sem leið á leikinn. Bjargaði þó á línu skömmu eftir sjálfsmarkið.Ragnar Sigurðsson 6Skoraði frábært mark sem kom Íslandi yfir. Reyndu eins og aðrir í íslensku vörninni að halda skipulagi en það gekk oft illa gegn spræku tékknesku liði. Ari Freyr Skúlason 6 Ari komst ágætlega frá sínu í þessum leik. Lokaði sínu svæði vel og átti stóran þátt í að búa til dauðafærið fyrir Kolbein sem var næstum búið að koma Íslandi í 2-0 forystu. Birkir Bjarnason 5 Gerði vel í að skapa færið fyrir Kolbein en það kom annars lítið úr Birki, enda var miðjuspili Íslands oft haldið niðri. Gylfi Þór Sigurðsson 5 Erfiður fyrri hálfleikur þar sem Gylfi var í mikilli varnarvinnu og náði sjaldan að skapa usla á vallarhelmingi heimamanna. Negldi boltanum í stöng um miðjan síðari hálfleik en hafði þess fyrir utan því miður hægt um sig. Aron Einar Gunnarsson 7 Loksins sáum við Aron Einar taka langt innkast í landsleik á ný og það skilaði marki í fyrstu tilraun og stangarskoti Gylfa í því síðara. Fyrirliðinn var gríðarlega duglegur eins og ávallt og komst ágætlega frá gífurlega krefjandi hlutverki á miðjunni. Emil Hallfreðsson 4 Það lá mikið á hægri varnarvæng íslenska liðsins og Emil hafði nóg að gera. Kom því lítið sem ekkert úr sóknarleiknum hægra megin. Jón Daði Böðvarsson 4 Virtist gleyma sér í marki Tékkanna undir lok fyrri hálfleiks og skoraði svo bagalegt sjálfsmark. Þetta var erfiður dagur fyrir sóknarmanninn unga. Kolbeinn Sigþórsson 6 Styrkleiki Kolbeins í loftinu nýttist liðinu vel í fyrri hálfleik. Átti stóran þátt í marki Ragnars og var vinnusamur þess fyrir utan. Varamenn: Rúrik Gíslason (62. fyrir Emil) 5 Náði því miður að bæta litlu við sóknarleik Íslands eftir að hafa komið inn á. Birkir Már Sævarsson (62. fyrir Theodór Elmar) 5 Gerði sitt vel eftir að hann kom inn á, tók engar áhættur og lokaði svæðinu ágætlega. Jóhann Berg Guðmundsson (77. fyrir Birki Bjarnason) Var afar nálægt því að skora eftir hornspyrnu seint í leiknum en Petr Cech varði frá honum af stuttu færi. Spilaði of stutt til að fá einkunn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjóðin svekkt en stolt af strákunum Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi. 16. nóvember 2014 21:49 Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni. 16. nóvember 2014 20:52 Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars Okkar maður lýsir leiknum beint á Bylgjunni. 16. nóvember 2014 20:19 Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd Jón Daði Böðvarsson skoraði slysalegt sjálfsmark sem tryggði Tékkum sigur gegn Ísland. 16. nóvember 2014 21:41 Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 14:12 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður karlalandsliðs Íslands í 2-1 tapinu gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins 2016 ytra í kvöld. Einkunnir leikmannanna má sjá hér að neðan. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 9. mínútu en Tékkarnir sneru við blaðinu með marki hvoru megin við hálfleikinn. Síðara markið var sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem var sérstaklega slysalegt. Mörkin úr leiknum má sjá hér.Hannes Þór Halldórsson 4Gat lítið gert í marki Tékka í síðari hálfleik sem braut loksins ísinn í íslenska markinu. Hannes fékk svo afar klaufalegt sjálfsmark á sig í þeim síðari. Átti svo slæmt úthlaup er Kári bjargaði á línu.Theodór Elmar Bjarnason 2Tékkar herjuðu á hægri bakvarðastöðuna hjá Íslandi og Elmar var oft í miklum vandræðum. Gleymdi sér í marki Tékkanna og kom íslenska liðinu oft í stórhættu. Rétt áður en það átti að taka hann af velli bjuggu Tékkar til mark á vinstri vængnum.Kári Árnason 5 Fékk dæmda á sig aukaspyrnuna sem bjó til mark Tékka, þó það hafi verið fyrir afar litlar sakir. Byrjaði ágætlega en varð mistækur eftir því sem leið á leikinn. Bjargaði þó á línu skömmu eftir sjálfsmarkið.Ragnar Sigurðsson 6Skoraði frábært mark sem kom Íslandi yfir. Reyndu eins og aðrir í íslensku vörninni að halda skipulagi en það gekk oft illa gegn spræku tékknesku liði. Ari Freyr Skúlason 6 Ari komst ágætlega frá sínu í þessum leik. Lokaði sínu svæði vel og átti stóran þátt í að búa til dauðafærið fyrir Kolbein sem var næstum búið að koma Íslandi í 2-0 forystu. Birkir Bjarnason 5 Gerði vel í að skapa færið fyrir Kolbein en það kom annars lítið úr Birki, enda var miðjuspili Íslands oft haldið niðri. Gylfi Þór Sigurðsson 5 Erfiður fyrri hálfleikur þar sem Gylfi var í mikilli varnarvinnu og náði sjaldan að skapa usla á vallarhelmingi heimamanna. Negldi boltanum í stöng um miðjan síðari hálfleik en hafði þess fyrir utan því miður hægt um sig. Aron Einar Gunnarsson 7 Loksins sáum við Aron Einar taka langt innkast í landsleik á ný og það skilaði marki í fyrstu tilraun og stangarskoti Gylfa í því síðara. Fyrirliðinn var gríðarlega duglegur eins og ávallt og komst ágætlega frá gífurlega krefjandi hlutverki á miðjunni. Emil Hallfreðsson 4 Það lá mikið á hægri varnarvæng íslenska liðsins og Emil hafði nóg að gera. Kom því lítið sem ekkert úr sóknarleiknum hægra megin. Jón Daði Böðvarsson 4 Virtist gleyma sér í marki Tékkanna undir lok fyrri hálfleiks og skoraði svo bagalegt sjálfsmark. Þetta var erfiður dagur fyrir sóknarmanninn unga. Kolbeinn Sigþórsson 6 Styrkleiki Kolbeins í loftinu nýttist liðinu vel í fyrri hálfleik. Átti stóran þátt í marki Ragnars og var vinnusamur þess fyrir utan. Varamenn: Rúrik Gíslason (62. fyrir Emil) 5 Náði því miður að bæta litlu við sóknarleik Íslands eftir að hafa komið inn á. Birkir Már Sævarsson (62. fyrir Theodór Elmar) 5 Gerði sitt vel eftir að hann kom inn á, tók engar áhættur og lokaði svæðinu ágætlega. Jóhann Berg Guðmundsson (77. fyrir Birki Bjarnason) Var afar nálægt því að skora eftir hornspyrnu seint í leiknum en Petr Cech varði frá honum af stuttu færi. Spilaði of stutt til að fá einkunn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjóðin svekkt en stolt af strákunum Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi. 16. nóvember 2014 21:49 Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni. 16. nóvember 2014 20:52 Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars Okkar maður lýsir leiknum beint á Bylgjunni. 16. nóvember 2014 20:19 Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd Jón Daði Böðvarsson skoraði slysalegt sjálfsmark sem tryggði Tékkum sigur gegn Ísland. 16. nóvember 2014 21:41 Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 14:12 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Þjóðin svekkt en stolt af strákunum Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi. 16. nóvember 2014 21:49
Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni. 16. nóvember 2014 20:52
Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars Okkar maður lýsir leiknum beint á Bylgjunni. 16. nóvember 2014 20:19
Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd Jón Daði Böðvarsson skoraði slysalegt sjálfsmark sem tryggði Tékkum sigur gegn Ísland. 16. nóvember 2014 21:41
Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 14:12