Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. nóvember 2014 19:17 Meirihluti landsmanna telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Mesti munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. Meirihlutinn vill að ráðherra víki Tæp 50 prósent telur að Hanna Birna eigi að hætta en rúm 30 prósent eru því mótfallin. Fjórtán prósent sögðust óákveðin og 4 prósent vildu ekki svara. Rúmlega 80 prósent tóku hins vegar afstöðu til spurningarinnar og af þeim vilja 60 prósent að ráðherrann víki en 40 prósent vill það ekki. Skiptingin er svipuð innan allra kjördæma sem og á milli kynja. Hjá hópnum 50 ára og eldri skiptast skoðanir til helminga. Mun fleiri innan yngri hóps, 18 til 49 ára telja hins vegar að Hanna Birna eigi að segja af sér. Rúm 70 prósent eru á þeirri skoðun en tæp 30 prósent vilja það ekki. Ekki allir stuðningsmenn jákvæðir Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins var hlynntur afsögn en 75 prósent prósent ekki. Afstaða þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn er hins vegar nokkuð jafnt skipt en meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill afsögn ráherrans. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta sýndi hve veika og erfiða stöðu Hanna Birna hefði. Það vekti upp spurningar um hvort að 75 prósent Sjálfstæðisflokksins teldist breiður og almennur stuðningur eins og þingflokkurinn lýsti yfir í vikunni gagnvart Hönnu Birnu. Einnig vekti athygli munurinn á milli kynslóða. Það benti til að stjórnmálamenning væri að breytast þar sem yngra fólk væri ekki eins umburðarlynt gagnvart ráðamönnum og áður. Könnunin var gerð síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, dagana 12. Og 13.nóvember en á mánudag steig fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu fram og játaði brot sitt um að leka gögnum um hælisleitanda til fjölmiðla og var dæmdur daginn eftir. Úrtakið í könnuninni var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og talað var við 800 manns í réttum hlutföllum eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 64,3 prósent. Alþingi Lekamálið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Meirihluti landsmanna telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Mesti munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. Meirihlutinn vill að ráðherra víki Tæp 50 prósent telur að Hanna Birna eigi að hætta en rúm 30 prósent eru því mótfallin. Fjórtán prósent sögðust óákveðin og 4 prósent vildu ekki svara. Rúmlega 80 prósent tóku hins vegar afstöðu til spurningarinnar og af þeim vilja 60 prósent að ráðherrann víki en 40 prósent vill það ekki. Skiptingin er svipuð innan allra kjördæma sem og á milli kynja. Hjá hópnum 50 ára og eldri skiptast skoðanir til helminga. Mun fleiri innan yngri hóps, 18 til 49 ára telja hins vegar að Hanna Birna eigi að segja af sér. Rúm 70 prósent eru á þeirri skoðun en tæp 30 prósent vilja það ekki. Ekki allir stuðningsmenn jákvæðir Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins var hlynntur afsögn en 75 prósent prósent ekki. Afstaða þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn er hins vegar nokkuð jafnt skipt en meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill afsögn ráherrans. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta sýndi hve veika og erfiða stöðu Hanna Birna hefði. Það vekti upp spurningar um hvort að 75 prósent Sjálfstæðisflokksins teldist breiður og almennur stuðningur eins og þingflokkurinn lýsti yfir í vikunni gagnvart Hönnu Birnu. Einnig vekti athygli munurinn á milli kynslóða. Það benti til að stjórnmálamenning væri að breytast þar sem yngra fólk væri ekki eins umburðarlynt gagnvart ráðamönnum og áður. Könnunin var gerð síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, dagana 12. Og 13.nóvember en á mánudag steig fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu fram og játaði brot sitt um að leka gögnum um hælisleitanda til fjölmiðla og var dæmdur daginn eftir. Úrtakið í könnuninni var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og talað var við 800 manns í réttum hlutföllum eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 64,3 prósent.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira