Hún sagðist ekki búast við því að taka aftur við dómsmálunum og sagði að sér þætti skringilegt af stjórnarandstöðunni að tala ítrekað um að hún segi af sér.
„Ég sagði auðvitað af mér verkefnum sem lutu að þessum verkefnum og ég veit ekki alveg hversu oft þau vilja að ég segi af mér. [...] En ég held líka, á svona mjög persónulegum nótum, að svona risastórar ákvarðanir um framtíðina séu kannski ekki best teknar þegar maður er nýbúinn að fá fréttir sem komu mér algjörlega í opna skjöldu.“
Viðtalið við Hönnu Birnu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.