Greinin sem er sífellt verið að skrifa Bjartur Steingrímsson skrifar 28. nóvember 2014 15:17 Á vef Vísis síðastliðinn fimmtudag birtist pistill sem var titlaður „Greinin sem má ekki skrifa." Þar reifar maður af mikilli kurteisi um það ok sem hann telur sig sjá á þjóðfélagsumræðunni, fantatak ákveðinna aðila sem hann segir tilheyra söfnuði "pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar". Telur höfundur þá aðila koma með bíræfni í veg fyrir að tiltekin sjónarmið eigi jafna vegferð í umræðunni. En hver eru þau sjónarmið? Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. Síðan vindur hann sér út í málefni innflytjenda, þar sem hann telur engan grundvöll vera fyrir því að ræða þau vandamál sem fylgja fólki af ólíkum menningarbakgrunni. Greinarhöfundur harmar svo að það sé ekki lengur neinn hljómgrunnur fyrir heilbrigt, íslenskt þjóðarstolt og furðar sig yfir samfélagi þar sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra sætir gagnrýni fyrir að flagga íslenskum fána á skrifstofu sinni. Hann endar svo hugleiðingar sinnar á dæmisögu um miður æskilega hegðun og þankagang manns af erlendu bergi brotnu sem honum var af einskærri manngæsku skylt að siða aðeins til. Allt í allt virðist ljóst að þessi ágæti maður, sem starfar sem lögregluþjónn, sér í þessari pólitísku rétttrúnarkirkju sinni ákveðna þöggun sem er að hans mati að tröllríða samfélaginu. Þöggun sem er e.t.v. ekki undarlegt að sé þessum lögregluþjóni ofarlega í huga (en ekki t.d. sú þöggun sem á sér stað í skammarlegri meðferð kynferðisafbrotamála í réttarkerfinu) því hún er nefnilega þöggun á sjónarmiðum meirihlutans. Íslendingar eru enn sem komið er í yfirgnæfandi meirihluta kristnir, fæddir hér á landi, hvítir á hörund og tilheyra þar af leiðandi þeirri þjóðmenningu sem greinarhöfundi er svo umhugað um. Þetta er hinn “þögli” forréttindameirihluti sem honum er umhugað um að bjarga og sem hvítur, miðaldra karl í fastri vinnu gæti hann sennilega ekki passað betur inn í þann hóp. Við búum nefnilega í samfélagi sem tekur örum breytingum, samfélagi þar sem ólíkar raddir geta með hjálp ört vaxandi samskiptaleiða og samfélagsmiðla rökrætt og gagnrýnt viðtekin og stöðluð sjónarmið og gildi og fengið fyrir það hljómgrunn. Í því felst nefnilega fyrst og fremst sú árás og þöggun sem greinarhöfundur sér ljóslifandi fyrir sér, það er nefnilega árás á forréttindi þess karllæga, hvíta og einsleita samfélags sem hann stendur í forsvari fyrir. Það hlýtur því að teljast kaldhæðnislegt, eða kannski eitursnjallt, að þær gagnrýnisraddir sem beita sér gegn því séu nú titlaðar fulltrúar "pólitískar rétthugsunar". En eins og greinarhöfundur er duglegur að benda á þá er fólk í grunninn einfaldlega æðislegt og því ætla ég að leyfa honum að njóta vafans. Ég ætla að gefa mér að með greinarskrifum sínum meini hann í raun og veru vel og sé ekki óforskammað að standa vörð um þá karlrembu, kynþáttafordóma og einsleitni sem fyrrnefnd sjónarmið bera svo oft ábyrgð á. En það er þó ekki alfarið rétt hjá honum, að sú grein sem hann skrifaði var sú "sem mátti ekki skrifa." Hún er aftur á móti skrifuð reglulega, og verður skrifuð aftur og aftur og aftur – því við skrifum hana nefnilega á hverjum degi þegar við horfumst ekki í augu við forréttindi okkar. Ég ætla aftur á móti að fagna því að við búum í samfélagi þar sem henni getur verið andmælt. Ég ætla að fagna þeirri frjálsu umræðu sem er með rökræðum og gagnrýni kleift að grafa undan fordómum og kreddum og ryðja til rúms breyttum viðhorfum og breyttum tímum. Ég ætla mér allavega ekki að vorkenna hvítu, miðaldra, karlkyns löggunni fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Á vef Vísis síðastliðinn fimmtudag birtist pistill sem var titlaður „Greinin sem má ekki skrifa." Þar reifar maður af mikilli kurteisi um það ok sem hann telur sig sjá á þjóðfélagsumræðunni, fantatak ákveðinna aðila sem hann segir tilheyra söfnuði "pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar". Telur höfundur þá aðila koma með bíræfni í veg fyrir að tiltekin sjónarmið eigi jafna vegferð í umræðunni. En hver eru þau sjónarmið? Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. Síðan vindur hann sér út í málefni innflytjenda, þar sem hann telur engan grundvöll vera fyrir því að ræða þau vandamál sem fylgja fólki af ólíkum menningarbakgrunni. Greinarhöfundur harmar svo að það sé ekki lengur neinn hljómgrunnur fyrir heilbrigt, íslenskt þjóðarstolt og furðar sig yfir samfélagi þar sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra sætir gagnrýni fyrir að flagga íslenskum fána á skrifstofu sinni. Hann endar svo hugleiðingar sinnar á dæmisögu um miður æskilega hegðun og þankagang manns af erlendu bergi brotnu sem honum var af einskærri manngæsku skylt að siða aðeins til. Allt í allt virðist ljóst að þessi ágæti maður, sem starfar sem lögregluþjónn, sér í þessari pólitísku rétttrúnarkirkju sinni ákveðna þöggun sem er að hans mati að tröllríða samfélaginu. Þöggun sem er e.t.v. ekki undarlegt að sé þessum lögregluþjóni ofarlega í huga (en ekki t.d. sú þöggun sem á sér stað í skammarlegri meðferð kynferðisafbrotamála í réttarkerfinu) því hún er nefnilega þöggun á sjónarmiðum meirihlutans. Íslendingar eru enn sem komið er í yfirgnæfandi meirihluta kristnir, fæddir hér á landi, hvítir á hörund og tilheyra þar af leiðandi þeirri þjóðmenningu sem greinarhöfundi er svo umhugað um. Þetta er hinn “þögli” forréttindameirihluti sem honum er umhugað um að bjarga og sem hvítur, miðaldra karl í fastri vinnu gæti hann sennilega ekki passað betur inn í þann hóp. Við búum nefnilega í samfélagi sem tekur örum breytingum, samfélagi þar sem ólíkar raddir geta með hjálp ört vaxandi samskiptaleiða og samfélagsmiðla rökrætt og gagnrýnt viðtekin og stöðluð sjónarmið og gildi og fengið fyrir það hljómgrunn. Í því felst nefnilega fyrst og fremst sú árás og þöggun sem greinarhöfundur sér ljóslifandi fyrir sér, það er nefnilega árás á forréttindi þess karllæga, hvíta og einsleita samfélags sem hann stendur í forsvari fyrir. Það hlýtur því að teljast kaldhæðnislegt, eða kannski eitursnjallt, að þær gagnrýnisraddir sem beita sér gegn því séu nú titlaðar fulltrúar "pólitískar rétthugsunar". En eins og greinarhöfundur er duglegur að benda á þá er fólk í grunninn einfaldlega æðislegt og því ætla ég að leyfa honum að njóta vafans. Ég ætla að gefa mér að með greinarskrifum sínum meini hann í raun og veru vel og sé ekki óforskammað að standa vörð um þá karlrembu, kynþáttafordóma og einsleitni sem fyrrnefnd sjónarmið bera svo oft ábyrgð á. En það er þó ekki alfarið rétt hjá honum, að sú grein sem hann skrifaði var sú "sem mátti ekki skrifa." Hún er aftur á móti skrifuð reglulega, og verður skrifuð aftur og aftur og aftur – því við skrifum hana nefnilega á hverjum degi þegar við horfumst ekki í augu við forréttindi okkar. Ég ætla aftur á móti að fagna því að við búum í samfélagi þar sem henni getur verið andmælt. Ég ætla að fagna þeirri frjálsu umræðu sem er með rökræðum og gagnrýni kleift að grafa undan fordómum og kreddum og ryðja til rúms breyttum viðhorfum og breyttum tímum. Ég ætla mér allavega ekki að vorkenna hvítu, miðaldra, karlkyns löggunni fyrir það.
Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun