Snæfell vann í tvíframlengdum leik | Öruggt hjá KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2014 21:25 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Daníel Snæfell vann mikilvæg tvö stig er liðið lagði ÍR að velli, 98-95, í tvíframlengdum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leiktíma þurfti að tvíframlengja leikinn þar sem heimamenn reyndust með sterkari taugar og unnu nauman sigur. Snæfellingar leiddu af og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38-34. ÍR-ingum óx þó ásmegin eftir því sem leið á þriðja leikhlutann og náðu að minnka muninn í eitt stig. ÍR-ingar virtust svo ætla að sigla fram úr í fjórða leikhluta en Snæfellingar neituðu að játa sig sigraða og komust yfir, 70-68, með 9-0 spretti þegar lítið var eftir. Gestirnir náðu svo aftur undirtökunum undir lok leiksins og voru þremur stigum eftir, 77-74, þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snæfell fór á vítalínuna þegar tvær sekúndur voru eftir og leikurinn virtist úti. Austin Bracey setti niður fyrra vítið en klikkaði á því síðara. Christopher Woods náði frákastinu, náði að jafna metin og knýja leikinn þar með í framlengingu. Aftur fékk ÍR tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en Breiðhyltingar klikkuðu í síðustu tveimur sóknum sínum. Woods jafnaði metin á vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Enn var allt í járnum í upphafi síðari framlengingarinnar en Snæfell komst fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir. ÍR minnkaði muninn í tvö og fékk boltann þegar sex sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin. Snæfellingar héldu út og fögnuðum góðum sigri. Woods skoraði 35 stig fyrir Snæfell auk þess sem hann tók 23 fráköst. Austin Bracey kom næstur með 30 stig en stigahæstur hjá ÍR var Trey Hampton með 38 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði svo 27 stig fyrir ÍR-inga. Topplið KR vann svo enn einn sigurinn í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi, 113-82. KR-ingar stungu af í öðrum leikhluta en Pavel Ermolinskij átti stórleik í kvöld með 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar. Stjarnan hafði svo betur gegn Þór Þorlákshöfn og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru með tíu stig en nánar má lesa um leikinn hér. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki en Tindastóll er í öðru sæti með tólf stig og á leik til góða.Úrslit kvöldsins:Snæfell-ÍR 98-95 (23-19, 15-15, 15-18, 24-25, 10-10, 11-8)Snæfell: Christopher Woods 35/23 fráköst, Austin Magnus Bracey 30, Stefán Karel Torfason 14/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.ÍR: Trey Hampton 38/16 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Christopher Gardingo 5, Ragnar Örn Bragason 3/6 fráköst.Skallagrímur-KR 82-113 (26-27, 11-37, 25-23, 20-26)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Högni Fjalarsson 2.Stjarnan - Þór Þ. 85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Snæfell vann mikilvæg tvö stig er liðið lagði ÍR að velli, 98-95, í tvíframlengdum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leiktíma þurfti að tvíframlengja leikinn þar sem heimamenn reyndust með sterkari taugar og unnu nauman sigur. Snæfellingar leiddu af og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38-34. ÍR-ingum óx þó ásmegin eftir því sem leið á þriðja leikhlutann og náðu að minnka muninn í eitt stig. ÍR-ingar virtust svo ætla að sigla fram úr í fjórða leikhluta en Snæfellingar neituðu að játa sig sigraða og komust yfir, 70-68, með 9-0 spretti þegar lítið var eftir. Gestirnir náðu svo aftur undirtökunum undir lok leiksins og voru þremur stigum eftir, 77-74, þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snæfell fór á vítalínuna þegar tvær sekúndur voru eftir og leikurinn virtist úti. Austin Bracey setti niður fyrra vítið en klikkaði á því síðara. Christopher Woods náði frákastinu, náði að jafna metin og knýja leikinn þar með í framlengingu. Aftur fékk ÍR tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en Breiðhyltingar klikkuðu í síðustu tveimur sóknum sínum. Woods jafnaði metin á vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Enn var allt í járnum í upphafi síðari framlengingarinnar en Snæfell komst fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir. ÍR minnkaði muninn í tvö og fékk boltann þegar sex sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin. Snæfellingar héldu út og fögnuðum góðum sigri. Woods skoraði 35 stig fyrir Snæfell auk þess sem hann tók 23 fráköst. Austin Bracey kom næstur með 30 stig en stigahæstur hjá ÍR var Trey Hampton með 38 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði svo 27 stig fyrir ÍR-inga. Topplið KR vann svo enn einn sigurinn í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi, 113-82. KR-ingar stungu af í öðrum leikhluta en Pavel Ermolinskij átti stórleik í kvöld með 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar. Stjarnan hafði svo betur gegn Þór Þorlákshöfn og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru með tíu stig en nánar má lesa um leikinn hér. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki en Tindastóll er í öðru sæti með tólf stig og á leik til góða.Úrslit kvöldsins:Snæfell-ÍR 98-95 (23-19, 15-15, 15-18, 24-25, 10-10, 11-8)Snæfell: Christopher Woods 35/23 fráköst, Austin Magnus Bracey 30, Stefán Karel Torfason 14/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.ÍR: Trey Hampton 38/16 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Christopher Gardingo 5, Ragnar Örn Bragason 3/6 fráköst.Skallagrímur-KR 82-113 (26-27, 11-37, 25-23, 20-26)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Högni Fjalarsson 2.Stjarnan - Þór Þ. 85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum