Handbolti

Þórey fór með landsliðinu til Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórey Ásgeirdóttir og Gunnur Sveinsdóttir, móðir hennar.
Þórey Ásgeirdóttir og Gunnur Sveinsdóttir, móðir hennar. Vísir/Valli
Þórey Ásgeirdóttir, 19 ára hornamaður hjá norska félaginu Kongsvinger, er í sextán manna landsliðshópi Ágústs Þórs Jóhannssonar, sem lagði af stað til Ítalíu í morgun en íslenska kvennalandsliðið í handbolta er þar að fara spila leik í forkeppni HM 2015.

Þórey er eini nýliðinn í hópnum í þessum leik en hún er á sínu öðru ári í Noregi eftir að hafa stigið sín fyrstu skref með FH í úrvalsdeild kvenna.

Framarinn Ásta Birna Gunnarsdóttir er líka komin aftur inn í hópinn á ný eftir meiðsli en hún sleit krossband á síðasta tímabili.

Lið flaug til Kaupmannahafnar í morgun og æfir þar og gistir í eina nótt en heldur síðan til Ítalíu á þriðjudaginn.  Liðið mun mæta Ítölum í Chieti í forkeppni HM í handbolta fimmtudaginn 27. nóvember kl  16.30.

Íslenski hópurinn:

Markmenn:

Florentina Stanciu, Stjarnan

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir

Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof

Brynja Magnúsdóttir, Flint Tönsberg

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hildur Þorgeirsdóttir, Koblenz

Karen Knútsdóttir, Nice

Ramune Pekarskyte, LE Havre

Rut Jónsdóttir, Randers

Steinunn Björndóttir, Fram

Sunna Jónsdóttir, BK Heid

Unnur Ómarsdóttir, Skrim

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers

Þórey Ásgeirsdóttir, Kongsvinger




Fleiri fréttir

Sjá meira


×