Að renna blóðið til skyldunnar Stjórnarmaðurinn skrifar 10. desember 2014 09:00 Slitastjórn Glitnis fagnaði nýverið sex ára afmæli sínu. Slitastjórnirnar áttu aðeins að vera starfandi til skamms tíma; nógu lengi til að ráðrúm næðist til að ná nauðungasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna. Sex ár eru meira en flestir óskuðu sér. Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Glitnis eru 653 milljarðar af 961 milljarðs eignum félagsins peningar eða skammtímafjármunir. Með öðrum orðum, 70% af eignasafni bankans hefur verið komið í verð. Líklegt má teljast að bestu bitarnir séu farnir og að langan tíma muni taka að klára þau 30% sem eftir standa. Skortur á gagnsæi um eignasafn og framtíðaráform bankans rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin sé á lokasprettinum. Stjórnarmaðurinn hefur áður kvartað yfir sjálfskipuðu hlutverki slitastjórnanna sem langtímafjárfesta og fagnar því tilraunum Heiðars Más Guðjónssonar til að reynt sé flýta ferlinu með beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Glitni í síðustu viku. Heiðari er farið að leiðast þófið og vill að bankinn verði gerður upp í eitt skipti fyrir öll. Þar með yrði stigið skref í átt að eðlilegra rekstrar- og viðskiptaumhverfis á Íslandi. Heiðari virðist renna blóðið til skyldunnar. Heiðar Már er útsjónarsamur fjárfestir með ýmis járn í eldinum hérlendis. Hvort gjaldþrotaskiptabeiðnin sé eingöngu sett fram til að flýta uppgjöri Glitnis, eða hvort um upphafsleik í lengri skák sé að ræða, er ekki auðvelt að segja. Óljóst er hvort hagsmunir Heiðars séu í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Aftur á móti er ljóst að hagsmunir þjóðarinnar stangast á við hagsmuni slitastjórnanna með beinum hætti. Slitastjórnirnar, stjórnendur þeirra, starfsfólk og fjöldi ráðgjafa eru í áskrift að háum þóknunum og hafa því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga uppgjörin á langinn. Slitastjórnunum er ekki treystandi til að slátra eigin mjólkurkúm. Fyrir þeim sem eru virkir í efasemdum gæti fléttan horft aðeins öðruvísi við. Krafa Heiðars hljóðar upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Óhætt er að fullyrða að Heiðar hafi ekki greitt fullt verð fyrir kröfuna og áætlar Stjórnarmaðurinn að hún hafi ekki kostað meira en 1,5 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefur Heiðar fengið umtalsverða umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og rennt frekari stoðum undir þá staðalímynd að Heiðar Már sé einmitt útsjónarsamur fjárfestir. Tvær flugur í einu höggi. Ekki amaleg viðskipti það.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Slitastjórn Glitnis fagnaði nýverið sex ára afmæli sínu. Slitastjórnirnar áttu aðeins að vera starfandi til skamms tíma; nógu lengi til að ráðrúm næðist til að ná nauðungasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna. Sex ár eru meira en flestir óskuðu sér. Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Glitnis eru 653 milljarðar af 961 milljarðs eignum félagsins peningar eða skammtímafjármunir. Með öðrum orðum, 70% af eignasafni bankans hefur verið komið í verð. Líklegt má teljast að bestu bitarnir séu farnir og að langan tíma muni taka að klára þau 30% sem eftir standa. Skortur á gagnsæi um eignasafn og framtíðaráform bankans rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin sé á lokasprettinum. Stjórnarmaðurinn hefur áður kvartað yfir sjálfskipuðu hlutverki slitastjórnanna sem langtímafjárfesta og fagnar því tilraunum Heiðars Más Guðjónssonar til að reynt sé flýta ferlinu með beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Glitni í síðustu viku. Heiðari er farið að leiðast þófið og vill að bankinn verði gerður upp í eitt skipti fyrir öll. Þar með yrði stigið skref í átt að eðlilegra rekstrar- og viðskiptaumhverfis á Íslandi. Heiðari virðist renna blóðið til skyldunnar. Heiðar Már er útsjónarsamur fjárfestir með ýmis járn í eldinum hérlendis. Hvort gjaldþrotaskiptabeiðnin sé eingöngu sett fram til að flýta uppgjöri Glitnis, eða hvort um upphafsleik í lengri skák sé að ræða, er ekki auðvelt að segja. Óljóst er hvort hagsmunir Heiðars séu í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Aftur á móti er ljóst að hagsmunir þjóðarinnar stangast á við hagsmuni slitastjórnanna með beinum hætti. Slitastjórnirnar, stjórnendur þeirra, starfsfólk og fjöldi ráðgjafa eru í áskrift að háum þóknunum og hafa því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga uppgjörin á langinn. Slitastjórnunum er ekki treystandi til að slátra eigin mjólkurkúm. Fyrir þeim sem eru virkir í efasemdum gæti fléttan horft aðeins öðruvísi við. Krafa Heiðars hljóðar upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Óhætt er að fullyrða að Heiðar hafi ekki greitt fullt verð fyrir kröfuna og áætlar Stjórnarmaðurinn að hún hafi ekki kostað meira en 1,5 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefur Heiðar fengið umtalsverða umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og rennt frekari stoðum undir þá staðalímynd að Heiðar Már sé einmitt útsjónarsamur fjárfestir. Tvær flugur í einu höggi. Ekki amaleg viðskipti það.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira