Borgunarmálið: Um hvað snýst deilan? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2014 14:15 Bjarni, fjármála- og efnahagsráðherra, Steinþór, bankastjóri Landsbankans, Guðrún, fer fyrir stærsta einstaka eiganda eignarhaldsfélagsins sem keypti Borgun, og Einar, föðurbróðir Bjarna og einn af nýju eigendum Borgunar. Vísir / Auðunn / Valli / GVA Landsbankinn seldi í síðasta mánuði stóran hlut í greiðslufyrirtækinu Borgun sem bankinn átti á móti Íslandsbanka. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem ekki var farið í opin söluferli. Vísir tók saman feril málsins. Magnús Magnússon, forsvarsmaður Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, setti sig í samband við Landsbanka Íslands og sýndi áhuga á kaupum á hlut Landsbankans. Landsbankinn ákvað í kjölfarið að selja 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun til félagsins fyrir tæpa 2,2 milljarða króna án þess að auglýsa hlutinn til sölu og gefa þannig öðrum færi á að gera tilboð.Bankinn á einnig hlut í Valitor sem hann hyggst selja.Vísir / GVA25. nóvember tilkynnti Landsbankinn um söluna á heimasíðu sinni. Þar sagði Steinþór Pálsson bankastjóri að Landsbankinn hafi undanfarið verið „áhrifalaus minnihlutaeigandi í Borgun en Íslandsbanki hefur átt meirihluta hlutafjár“. Kjarninn greinir frá því að stærsti einstaki aðilinn í hluthafahópnum eru Stálskip ehf. sem á rúm 23 prósent af heildarhlutafé félagsins, en hlutfjárflokkarnir eru þrír. Sjálfseignarfélagið Orbis Borgunar slf. er næststærsti einstaki hluthafinn með rúmlega 20 prósenta hlut. Það félag á bæði A og C hlutabréf en þeim fylgir mismunandi ábyrgð. Stálskip á B hlutabréf. Annar stór aðili sem stendur á bak við kaupin eru tengdur Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, fjölskylduböndum. Það eru feðgarnir Einar Sveinsson og Benedikt Einarsson sem eiga 15,6 prósent ef heildarhlutafé eignarhaldsfélagsins í gegnum félagið P126 ehf. sem er í eigu Charamino Holdings Limited, félag þeirra í Lúxemborg. Einar er föðurbróðir Bjarna.Árni Páll hefur verið gagnrýninn á söluna.Vísir / DaníelBæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar gagnrýndu sölu Landsbankans en bankinn er að nær fullu í eigu ríkisins og hlutur Borgunar því í raun í eigu ríkisins. Eðlilegt þykir að selja eignir ríkisins í opnu og gagnsæu söluferli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að málið lyktaði af klíkuskap. Bankinn svarar fyrir söluna með nýrri yfirlýsingu þar sem segir bankinn hafi ákveðið „að ekki væri rétt að selja hluta bankans í opnu söluferli“. Ástæðurnar sem taldar voru til voru einkum eftirfarandi:Landsbankinn hafði ekki aðstöðu til að afla upplýsinga um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi í fyrirtækinu.Landsbankinn hefur haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008.Ríkar skyldur hvíla á bankanum við sölu eigna að veita sem bestar upplýsingar. Bankarnir voru harðlega gagnrýndir fyrir laka upplýsingagjöf við sölu á bréfum í Decode um síðustu aldamót.Bankinn fékk gott verð fyrir hlutinn í Borgun að mati Steinþórs. Forsvarsmenn Landsbankans, Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignahlut ríkisins í Landsbankanum, og Fjármálaeftirlitsins voru kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar vegna sölunnar. Óljóst er hvað nákvæmlega fór fram á þeim fundi en tilgangurinn var að fræðast um söluferlið. Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. 7. desember 2014 13:40 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Landsbankinn seldi í síðasta mánuði stóran hlut í greiðslufyrirtækinu Borgun sem bankinn átti á móti Íslandsbanka. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem ekki var farið í opin söluferli. Vísir tók saman feril málsins. Magnús Magnússon, forsvarsmaður Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, setti sig í samband við Landsbanka Íslands og sýndi áhuga á kaupum á hlut Landsbankans. Landsbankinn ákvað í kjölfarið að selja 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun til félagsins fyrir tæpa 2,2 milljarða króna án þess að auglýsa hlutinn til sölu og gefa þannig öðrum færi á að gera tilboð.Bankinn á einnig hlut í Valitor sem hann hyggst selja.Vísir / GVA25. nóvember tilkynnti Landsbankinn um söluna á heimasíðu sinni. Þar sagði Steinþór Pálsson bankastjóri að Landsbankinn hafi undanfarið verið „áhrifalaus minnihlutaeigandi í Borgun en Íslandsbanki hefur átt meirihluta hlutafjár“. Kjarninn greinir frá því að stærsti einstaki aðilinn í hluthafahópnum eru Stálskip ehf. sem á rúm 23 prósent af heildarhlutafé félagsins, en hlutfjárflokkarnir eru þrír. Sjálfseignarfélagið Orbis Borgunar slf. er næststærsti einstaki hluthafinn með rúmlega 20 prósenta hlut. Það félag á bæði A og C hlutabréf en þeim fylgir mismunandi ábyrgð. Stálskip á B hlutabréf. Annar stór aðili sem stendur á bak við kaupin eru tengdur Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, fjölskylduböndum. Það eru feðgarnir Einar Sveinsson og Benedikt Einarsson sem eiga 15,6 prósent ef heildarhlutafé eignarhaldsfélagsins í gegnum félagið P126 ehf. sem er í eigu Charamino Holdings Limited, félag þeirra í Lúxemborg. Einar er föðurbróðir Bjarna.Árni Páll hefur verið gagnrýninn á söluna.Vísir / DaníelBæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar gagnrýndu sölu Landsbankans en bankinn er að nær fullu í eigu ríkisins og hlutur Borgunar því í raun í eigu ríkisins. Eðlilegt þykir að selja eignir ríkisins í opnu og gagnsæu söluferli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að málið lyktaði af klíkuskap. Bankinn svarar fyrir söluna með nýrri yfirlýsingu þar sem segir bankinn hafi ákveðið „að ekki væri rétt að selja hluta bankans í opnu söluferli“. Ástæðurnar sem taldar voru til voru einkum eftirfarandi:Landsbankinn hafði ekki aðstöðu til að afla upplýsinga um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi í fyrirtækinu.Landsbankinn hefur haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008.Ríkar skyldur hvíla á bankanum við sölu eigna að veita sem bestar upplýsingar. Bankarnir voru harðlega gagnrýndir fyrir laka upplýsingagjöf við sölu á bréfum í Decode um síðustu aldamót.Bankinn fékk gott verð fyrir hlutinn í Borgun að mati Steinþórs. Forsvarsmenn Landsbankans, Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignahlut ríkisins í Landsbankanum, og Fjármálaeftirlitsins voru kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar vegna sölunnar. Óljóst er hvað nákvæmlega fór fram á þeim fundi en tilgangurinn var að fræðast um söluferlið.
Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. 7. desember 2014 13:40 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19
Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30
Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. 7. desember 2014 13:40
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33