Handbolti

Karen Knútsdóttir meidd

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Makedónía réð ekkert við Karen í Höllinni
Makedónía réð ekkert við Karen í Höllinni vísir/ernir
Karen Knútsdóttir sem farið hefur á kostum með íslenska kvenna landsliðinu í handbolta er tæp fyrir landsleik Íslands og Makedóníu í dag í forkeppni heimsmeistaramótsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum og er öruggt með sæti í umspilinu og hefur Karen farið á kostum í leikjunum og skorað samtals 34 mörk en hún skoraði 14 mörk í sigurleiknum á Makedóníu í vikunni í Laugardalshöllinni.

Karen fékk högg á hægri handlegg í leiknum gegn Makedóníu en vonir standa til að hún nái leiknum.

„Karen fer í skoðun hjá lækni og sjúkraþjálfara á eftir,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Íslands við mbl í morgun.

Ágúst vonast eftir að Karen geti tekið þátt í leiknum sem hefst klukkan 16:45 í Skopje.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×