Bernharð bóndi tjáir sig ekki Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2014 12:31 Nágrannarnir í Hörgárdalnum, þeir Bernharð bóndi og þeir Oddur Andri og Siggi. Vísir greindi í gær frá nágrannaerjum í Hörgárdal en fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Skiki sem fylgir húsinu er á jörð bóndans Bernharðs Arnarsonar Auðbrekku 1. Siggi og Oddur Andri halda því fram að Bernharð bóndi og hans fólk ofsæki sig. Ekki er ofsagt að fréttin hafi vakið mikla athygli. Vísir talaði við Bernharð sem vísaði á Ólaf Rúnar Ólafsson lögmann sinn. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og eðlilegt er að fá fram hina hlið málsins, ekki bara Sigga og Odds Andra. Ekki náðist í Ólaf Rúnar í gær en í samtali við Vísi nú fyrir skömmu var hann alveg gallharður á því að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum, þrátt fyrir mikil viðbrögð. Það sé línan sem tekin verði en Ólafur Rúnar segir það vinnureglu sína, sín mál vill hann og ætlar að reka á réttum vettvangi. „Ég hef ekki leyfi til að tjá mig um einstaka atriði. Og hef ráðlagt mínum umbjóðendum að tjá sig ekki um þau mál á vettvangi fjölmiðla.“ Og þar við situr. Siggi, eða Sigurður Hrafn Sigurðsson, velti upp þeim möguleika, í samtali við Vísi, að tillitsleysi Bernharðs mætti rekja til hugsanlegra fordóma gegn samkynhneigðum. Og, margir gera sér mat úr þeim möguleika í athugasemdum við fréttina í gær: Bubbi Morthens segir: „Það er hræðilegt þegar sómakærir bændur vakna upp við það að hommar eru farnir að ofsækja þá með brosum og hótunum um faðmlag.“ Jón Kristinsson: „Er ekki sagt að þeir sem haldnir eru hommaandúð séu ekki öruggir um sína eigin kynhneigð?“ Og, Sigrun Haraldsdottir: „Er einhver hommahrædsla ì Hørgàrdalnum? Er folk ekki komid à 21. øldina enn.“ Bernharð er því miður ekki til að svara þeim ásökunum en á það má benda, sem tengist þessu þá ekki nema með óbeinum hætti, að félagslífið í Hörgárdal virðist með miklum ágætum og það má ef til vill vera til marks um frjálslyndi í sveitinni að bændur þar settu upp djarfa og fræga sýningu 2011, Full Monty, sem vakti heimsathygli en bændurnir dreifðu myndum af sér nöktum til að auglýsa sýninguna. Þeim virðist líða vel í sínu skinni og óttast ekki það að vera í hópi berrassaðra bænda kynbræðra sinna. Í þeim glaða hópi var Bernharð.Leiksýning bænda í Hörgárdalnum árið 2011 vakti heimsathygli á sínum tíma. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Vísir greindi í gær frá nágrannaerjum í Hörgárdal en fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Skiki sem fylgir húsinu er á jörð bóndans Bernharðs Arnarsonar Auðbrekku 1. Siggi og Oddur Andri halda því fram að Bernharð bóndi og hans fólk ofsæki sig. Ekki er ofsagt að fréttin hafi vakið mikla athygli. Vísir talaði við Bernharð sem vísaði á Ólaf Rúnar Ólafsson lögmann sinn. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og eðlilegt er að fá fram hina hlið málsins, ekki bara Sigga og Odds Andra. Ekki náðist í Ólaf Rúnar í gær en í samtali við Vísi nú fyrir skömmu var hann alveg gallharður á því að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum, þrátt fyrir mikil viðbrögð. Það sé línan sem tekin verði en Ólafur Rúnar segir það vinnureglu sína, sín mál vill hann og ætlar að reka á réttum vettvangi. „Ég hef ekki leyfi til að tjá mig um einstaka atriði. Og hef ráðlagt mínum umbjóðendum að tjá sig ekki um þau mál á vettvangi fjölmiðla.“ Og þar við situr. Siggi, eða Sigurður Hrafn Sigurðsson, velti upp þeim möguleika, í samtali við Vísi, að tillitsleysi Bernharðs mætti rekja til hugsanlegra fordóma gegn samkynhneigðum. Og, margir gera sér mat úr þeim möguleika í athugasemdum við fréttina í gær: Bubbi Morthens segir: „Það er hræðilegt þegar sómakærir bændur vakna upp við það að hommar eru farnir að ofsækja þá með brosum og hótunum um faðmlag.“ Jón Kristinsson: „Er ekki sagt að þeir sem haldnir eru hommaandúð séu ekki öruggir um sína eigin kynhneigð?“ Og, Sigrun Haraldsdottir: „Er einhver hommahrædsla ì Hørgàrdalnum? Er folk ekki komid à 21. øldina enn.“ Bernharð er því miður ekki til að svara þeim ásökunum en á það má benda, sem tengist þessu þá ekki nema með óbeinum hætti, að félagslífið í Hörgárdal virðist með miklum ágætum og það má ef til vill vera til marks um frjálslyndi í sveitinni að bændur þar settu upp djarfa og fræga sýningu 2011, Full Monty, sem vakti heimsathygli en bændurnir dreifðu myndum af sér nöktum til að auglýsa sýninguna. Þeim virðist líða vel í sínu skinni og óttast ekki það að vera í hópi berrassaðra bænda kynbræðra sinna. Í þeim glaða hópi var Bernharð.Leiksýning bænda í Hörgárdalnum árið 2011 vakti heimsathygli á sínum tíma.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira