Stöð 2 í samstarf við HBO Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 15:40 Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla og Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO. ,,Við erum himinlifandi með þennan samning enda býður HBO upp á efni í hæsta gæðaflokki,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Fram kemur í tilkynningu Stöðvar 2 að samningurinn tryggi Stöð 2 viðamil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon. Í tilkynningunni frá Stöð 2 segir orðrétt:„Auk réttinda á efni fyrir línulega dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása felur samningurinn einnig í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix.“ „Við sjáum einnig mikil tækifæri í að tryggja okkur réttindi, bæði fyrir línulega dagskrá og Stöð 2 Maraþon þar sem við vitum að áskrifendur okkar vilja hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er,“ bætir Sævar Freyr við. Jennifer Bown, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO segir ánægjulegt að nú megi kalla Stöð 2 „Heimili HBO“ (sem á ensku er kallað Home of HBO). „Með því að skilgreina Stöð 2 sem Heimili HBO skapast tækifæri til að nýta nýtt efni sem og viðamikið safn til að skapa HBO ríkari sess í íslensku sjónvarpsframboði. 365 miðlar hafa verið „valued partners“ undanfarin ár og við erum glöð að stíga næsta skref í okkar samstarfi“ segir Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.“ Í tilkyningu Stöðvar 2 er farið yfir starfsemi HBO og hvaða þætti fyrirtækið framleiðir:„HBO státar af mörgum af flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO undanfarin ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt þætti eins og Newsroom, Banshee, Girls, Boardwalk Empire, The Knick og síðast en ekki síst Game of Thrones. Með nýjum samningi mun Stöð 2 hafa einkarétt á að frumsýna efni HBO út árið 2019 þar með talið sjónvarpsserúr, mini-seríur, kvikmyndir, boxviðburði sem og heimildamyndir og annað efni. Meðal þess sem framundan er á nýju ári eru nýjar seríur af Game of Thrones, True Detective, Girls og Looking. Þá mun Stöð 2 hefja sýningar á umtöluðum spjallþáttum John Oliver, Last Week Tonight, í febrúar 2015 og auka til muna sýningu á öðru gæðaefni HBO.“ Game of Thrones Golden Globes Netflix Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
,,Við erum himinlifandi með þennan samning enda býður HBO upp á efni í hæsta gæðaflokki,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Fram kemur í tilkynningu Stöðvar 2 að samningurinn tryggi Stöð 2 viðamil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon. Í tilkynningunni frá Stöð 2 segir orðrétt:„Auk réttinda á efni fyrir línulega dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása felur samningurinn einnig í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix.“ „Við sjáum einnig mikil tækifæri í að tryggja okkur réttindi, bæði fyrir línulega dagskrá og Stöð 2 Maraþon þar sem við vitum að áskrifendur okkar vilja hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er,“ bætir Sævar Freyr við. Jennifer Bown, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO segir ánægjulegt að nú megi kalla Stöð 2 „Heimili HBO“ (sem á ensku er kallað Home of HBO). „Með því að skilgreina Stöð 2 sem Heimili HBO skapast tækifæri til að nýta nýtt efni sem og viðamikið safn til að skapa HBO ríkari sess í íslensku sjónvarpsframboði. 365 miðlar hafa verið „valued partners“ undanfarin ár og við erum glöð að stíga næsta skref í okkar samstarfi“ segir Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.“ Í tilkyningu Stöðvar 2 er farið yfir starfsemi HBO og hvaða þætti fyrirtækið framleiðir:„HBO státar af mörgum af flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO undanfarin ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt þætti eins og Newsroom, Banshee, Girls, Boardwalk Empire, The Knick og síðast en ekki síst Game of Thrones. Með nýjum samningi mun Stöð 2 hafa einkarétt á að frumsýna efni HBO út árið 2019 þar með talið sjónvarpsserúr, mini-seríur, kvikmyndir, boxviðburði sem og heimildamyndir og annað efni. Meðal þess sem framundan er á nýju ári eru nýjar seríur af Game of Thrones, True Detective, Girls og Looking. Þá mun Stöð 2 hefja sýningar á umtöluðum spjallþáttum John Oliver, Last Week Tonight, í febrúar 2015 og auka til muna sýningu á öðru gæðaefni HBO.“
Game of Thrones Golden Globes Netflix Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira