Handbolti

Sverre hafnaði Lemgo

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sverre verður áfram hjá Akureyri.
Sverre verður áfram hjá Akureyri. vísir/stefán
Sverre Jakobsson, landsliðsmaður í handbolta, hafnaði tilboði þýska 1. deildar liðsins Lemgo sem sóttist eftir því að fá hann í sínar raðir.

Þetta kemur fram á mbl.is, en þar segir Sverre: „Ég er skuldbundinn Akureyri bæði í vinnu, sem ég er byrjaður í, og hjá Akureyri handboltafélagi auk þess það hefði mikið rask í för með sér fyrir fjölskylduna ef ég færi út til Þýskalands til þess að leika með Lemgo fram undir mitt næsta ár.“

Hann segist enn fremur ekki geta tekið þessu tilboði en viðurkennir það hafi togað í hann að fara aftur út í atvinnumennsku.

Lemgo sárvantar mannskap til að hjálpa sér í fallbaráttu þýsku 1. deildarinnar, en liðið er í neðsta sæti deildarinnar eftir fimmtán umferðir.

Sverre segir að Lemgo hafi sent honum ítrekuð tilboð og launaliðurinn hækkað með hverju skeyti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×