Græða þarf upp yfir milljón hektara lands Svavar Hávarðsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Myndin er tekin í austurafrétti í Mývatnssveit, en það er Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar, sem hér rennir sér fótskriðu niður barðið sem er skólabókardæmi um stöðuna víða um land. Mynd/Landgræðslan „Umræðan um að stöðva jarðvegseyðinguna og að græða upp örfoka land hvarf í virkjanadeilurnar, sem yfirskyggðu þetta dapra ástand landsins. Það er reyndar staðan enn í dag,“ segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, spurður hverju það sæti að eitt stærsta umhverfismál þjóðarinnar hefur nær alveg fallið út úr þjóðfélagsumræðunni. Hann staðfestir að á síðasta áratug hafi tekist að halda í horfinu – en það sé frekar hagstæðum veðurskilyrðum að þakka en mannanna verkum. „Landsmenn skulda íslenskri náttúru að stöðva jarðvegseyðinguna og endurheimta horfna landkosti. Við höfum líka undirritað ótal alþjóðlega samninga á þessu sviði og verðum að standa við þá.”Milljón hektarar Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu. Núgildandi lög voru staðfest í apríl 1965, og því löngu tímabært að endurskoða þau. Miðað er við að frumvarp til nýrra laga verði lagt fyrir næsta haustþing. Eins og landgræðslustjóri bendir á er það löngu tímabært. Sveinn segir, þrátt fyrir að gróðurfar á láglendi hafi styrkst með betri tíð, að ekki verði litið framhjá því að heildarúttekt Landgræðslunnar á gróðurfari landsins, svokallaðar héraðsáætlanir, sýni að græða þyrfti upp rúma milljón hektara lands [10.000 ferkílómetra] neðan 500 metra hæðarlínunnar, en almennt er ekki hugsað um landgræðslu ofan þeirrar línu. „Af þessari milljón er mjög brýnt að ráðast í að græða 500.000 hektara, en árlega höfum við Íslendingar verið að vinna í landgræðslu á um 12.500 hekturum lands, og er þá allt talið. Þetta er grófa staðan í dag, og hvort það er jöfnuður í því sem grætt er upp og eyðist árlega vitum við hreinlega ekki. En við höfum sagt að í þessu góða tíðarfari þá séum við með vinninginn á móti eyðingaröflunum. Það þarf hins vegar ekki að kólna mikið aftur til þess að sú staða snúist við, og því verðum við að vinna hraðar og vinna okkur í haginn,“ segir Sveinn og bætir við að ef aðstæður eins og voru á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar endurtaki sig þá „færum við verulega hallloka í þeirri baráttu. Við verðum því að leggjast mun þyngra á árarnar ef við eigum að vinna upp það sem glatast hefur á síðustu öldum.“Niðurskurður og markmið Sveinn bindur miklar vonir við yfirlýst áform ráðherra, sem í frumvarpi til fjárlaga fékk fjármagn til að hefja aðgerðir í loftslagsmálum; draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda kolefni með landgræðslu og skógrækt. Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að Ísland hafi sérstöðu í umhverfismálum í krafti ósnortinnar náttúru og sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra auðlinda. Sú ímynd sé auðlind í sjálfri sér og „unnið verður að því að styrkja þá ímynd og grundvöll hennar, að vernda íslenska náttúru og efla landgræðslu og skógrækt þar sem það á við“. Sveinn segir að sterkt sé til orða tekið í stjórnarsáttmálanum og hann verði var við að ráðherra vilji standa við þau orð, og hafi hljómgrunn til þess. Engu að síður, og þvert á þetta yfirlýsta markmið, er það staðreynd að framlög til Landgræðslunnar eru skert í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisfjármálum. Frumvarpsvinnan sem framundan er byggist m.a. á vinnu nefndar sem starfaði á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og skilaði greinargerð í júní 2012; Tillögur að inntaki nýrra laga um landgræðslu. Í greinagerðinni er m.a. lagt til að tilgangur laganna skuli vera „að vernda, endurheimta og auka þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í jarðvegi og gróðri landsins og stuðla að sjálfbærri vernd og nýtingu þeirra. Jafnframt að vistkerfi landsins geti veitt samfélaginu fjölbreytta þjónustu.“ Við lestur greinargerðarinnar kemur í ljós hversu risavaxið verkefnið er. Þar er vitnað til heildarúttektar á jarðvegsrofi á Íslandi sem lauk árið 1997. Niðurstöður hennar sýndu umtalsvert eða alvarlegt jarðvegsrof á 40% landsins, eða 52% landsins þegar hæstu fjöll, jöklar, ár og vötn eru undanskilin. Sveinn segir að þessi staða sé óbreytt frá þeim tíma, en í greinargerðinni segir einnig að líklegt sé að um helmingur þeirrar gróðurhulu sem hér var um landnám hafi glatast. „Samsetning þess gróðurs sem eftir stendur einkennist mjög af landhnignun, með mikilli útbreiðslu tegunda sem verjast vel búfjárbeit eða einkenna röskuð svæði,“ segir þar Samkvæmt gögnum Nytjalands, gagnagrunns Landbúnaðarháskóla Íslands, má áætla að umfang þessarar landhnignunar gæti verið meiri en 30.000 ferkílómetrar, sem þýðir að um 30% landsins eru fokin á haf út. Allt frá landnámi hefur búfjárbeit, í samspili við veðurfarssveiflur og tíð eldgos, verið megináhrifavaldur um ástand vistkerfa hér á landi. Loftslagsmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
„Umræðan um að stöðva jarðvegseyðinguna og að græða upp örfoka land hvarf í virkjanadeilurnar, sem yfirskyggðu þetta dapra ástand landsins. Það er reyndar staðan enn í dag,“ segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, spurður hverju það sæti að eitt stærsta umhverfismál þjóðarinnar hefur nær alveg fallið út úr þjóðfélagsumræðunni. Hann staðfestir að á síðasta áratug hafi tekist að halda í horfinu – en það sé frekar hagstæðum veðurskilyrðum að þakka en mannanna verkum. „Landsmenn skulda íslenskri náttúru að stöðva jarðvegseyðinguna og endurheimta horfna landkosti. Við höfum líka undirritað ótal alþjóðlega samninga á þessu sviði og verðum að standa við þá.”Milljón hektarar Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu. Núgildandi lög voru staðfest í apríl 1965, og því löngu tímabært að endurskoða þau. Miðað er við að frumvarp til nýrra laga verði lagt fyrir næsta haustþing. Eins og landgræðslustjóri bendir á er það löngu tímabært. Sveinn segir, þrátt fyrir að gróðurfar á láglendi hafi styrkst með betri tíð, að ekki verði litið framhjá því að heildarúttekt Landgræðslunnar á gróðurfari landsins, svokallaðar héraðsáætlanir, sýni að græða þyrfti upp rúma milljón hektara lands [10.000 ferkílómetra] neðan 500 metra hæðarlínunnar, en almennt er ekki hugsað um landgræðslu ofan þeirrar línu. „Af þessari milljón er mjög brýnt að ráðast í að græða 500.000 hektara, en árlega höfum við Íslendingar verið að vinna í landgræðslu á um 12.500 hekturum lands, og er þá allt talið. Þetta er grófa staðan í dag, og hvort það er jöfnuður í því sem grætt er upp og eyðist árlega vitum við hreinlega ekki. En við höfum sagt að í þessu góða tíðarfari þá séum við með vinninginn á móti eyðingaröflunum. Það þarf hins vegar ekki að kólna mikið aftur til þess að sú staða snúist við, og því verðum við að vinna hraðar og vinna okkur í haginn,“ segir Sveinn og bætir við að ef aðstæður eins og voru á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar endurtaki sig þá „færum við verulega hallloka í þeirri baráttu. Við verðum því að leggjast mun þyngra á árarnar ef við eigum að vinna upp það sem glatast hefur á síðustu öldum.“Niðurskurður og markmið Sveinn bindur miklar vonir við yfirlýst áform ráðherra, sem í frumvarpi til fjárlaga fékk fjármagn til að hefja aðgerðir í loftslagsmálum; draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda kolefni með landgræðslu og skógrækt. Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að Ísland hafi sérstöðu í umhverfismálum í krafti ósnortinnar náttúru og sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra auðlinda. Sú ímynd sé auðlind í sjálfri sér og „unnið verður að því að styrkja þá ímynd og grundvöll hennar, að vernda íslenska náttúru og efla landgræðslu og skógrækt þar sem það á við“. Sveinn segir að sterkt sé til orða tekið í stjórnarsáttmálanum og hann verði var við að ráðherra vilji standa við þau orð, og hafi hljómgrunn til þess. Engu að síður, og þvert á þetta yfirlýsta markmið, er það staðreynd að framlög til Landgræðslunnar eru skert í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisfjármálum. Frumvarpsvinnan sem framundan er byggist m.a. á vinnu nefndar sem starfaði á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og skilaði greinargerð í júní 2012; Tillögur að inntaki nýrra laga um landgræðslu. Í greinagerðinni er m.a. lagt til að tilgangur laganna skuli vera „að vernda, endurheimta og auka þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í jarðvegi og gróðri landsins og stuðla að sjálfbærri vernd og nýtingu þeirra. Jafnframt að vistkerfi landsins geti veitt samfélaginu fjölbreytta þjónustu.“ Við lestur greinargerðarinnar kemur í ljós hversu risavaxið verkefnið er. Þar er vitnað til heildarúttektar á jarðvegsrofi á Íslandi sem lauk árið 1997. Niðurstöður hennar sýndu umtalsvert eða alvarlegt jarðvegsrof á 40% landsins, eða 52% landsins þegar hæstu fjöll, jöklar, ár og vötn eru undanskilin. Sveinn segir að þessi staða sé óbreytt frá þeim tíma, en í greinargerðinni segir einnig að líklegt sé að um helmingur þeirrar gróðurhulu sem hér var um landnám hafi glatast. „Samsetning þess gróðurs sem eftir stendur einkennist mjög af landhnignun, með mikilli útbreiðslu tegunda sem verjast vel búfjárbeit eða einkenna röskuð svæði,“ segir þar Samkvæmt gögnum Nytjalands, gagnagrunns Landbúnaðarháskóla Íslands, má áætla að umfang þessarar landhnignunar gæti verið meiri en 30.000 ferkílómetrar, sem þýðir að um 30% landsins eru fokin á haf út. Allt frá landnámi hefur búfjárbeit, í samspili við veðurfarssveiflur og tíð eldgos, verið megináhrifavaldur um ástand vistkerfa hér á landi.
Loftslagsmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira