Innanlandsflug liggur niðri og ekki er útlit fyrir að það breytist á næstu klukkutímum samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands.
Búið er að aflýsa flugi til og frá Ísafirði en ekki er búið að útiloka að flogið verði á Egilstaði og Akureyri síðar í dag. Það verður næst skoðað klukkan 11.15. Þangað til liggur allt innanlandsflug niðri.
Samgöngur eru afar slæmar víða um land en ófært er yfir Hellisheiði og Þrengsli auk þess sem lokað er undir Hafnarfjalli. Mjög slæmt skyggni er á Reykjanesbraut og hefur fólk verið beðið um að aka mjög varlega og að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.
Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs
Aðalsteinn Kjartansson skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent

Órói mældist við Torfajökul
Innlent
