Róbert maður ársins hjá Frjálsri verslun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2014 10:48 Í álitinu segir að markmið Róberts sé að Siglufjörður verði með þá breidd í atvinnulífi, menntun, þekkingu og bæjarlífi sem geri kaupstaðinn eftirsóknarverðari fyrir aðra til að hefja þar starfsemi sem krefst þekkingar og menntunar – og dragi þannig til sín menntaða einstaklinga í auknum mæli. Vísir/Arnþór Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frjálsri verslun. Róbert hefur fjárfest fyrir á fjórða milljarð í heimabyggð sinni á Siglufirði í líftækni og ferðaþjónustu, að mestu fyrir eigið fé sem hann hefur flutt til landsins og er afrakstur af erlendri starfsemi hans í sjávarútvegi og fiskeldi. Hann fær viðurkenninguna í veglegu hófi sem Frjáls verslun heldur honum til heiðurs í dag á Radisson Blu Hótel Sögu. „Í mati sínu lagði dómnefndin til grundvallar stórhug og framsæknar fjárfestingar hans í siglfirsku samfélagi sem tengjast fjárfestingarstefnu um sameiginleg verðmæti og samfélagslega ábyrgð til góðs fyrir íslenskt samfélag, þekkingu og menningu. Róbert fjárfestir bæði í innviðum siglfirsks samfélags samhliða einkafjárfestingum sínum – og styðja þær fjárfestingar vel við hvor aðra. Það er fjárfestingarstefna sem kennd hefur verið við sameiginleg verðmæti í stjórnun,“ segir í tilkynningunni. Markmið hans sé að Siglufjörður verði með þá breidd í atvinnulífi, menntun, þekkingu og bæjarlífi sem geri kaupstaðinn eftirsóknarverðari fyrir aðra til að hefja þar starfsemi sem krefst þekkingar og menntunar – og dragi þannig til sín menntaða einstaklinga í auknum mæli. „Hann hefur fjárfest í líftækni; byggir nýja líftækniverksmiðju, auk þess sem hann hefur keypt gömlu SR-mjöls verksmiðjurnar á Siglufirði undir þá starfsemi. Hann opnar nýtt hótel á komandi sumri við smábátahöfnina. Hann rekur þegar tvo veitingastaði við hafnarbakkann í gömlum húsum sem hann gerði upp af myndarskap. Þá hefur hann lagt fé í byggingu nýs golfvallar og skíðasvæði bæjarins. Auk þess að snyrta til í kringum smábátahöfnina og gert þar svæði, sem áður var moldarsvað, að blakvelli og minigolfvelli.“ Þetta er í 27 sinn sem Frjáls verslun útnefnir mann ársins í atvinnulífinu og eru þetta elstu viðskiptaverðlaun á Íslandi. Tilgangur verðlaunanna er sagður að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnulífi á Íslandi og hvetja með þeim hætti til aukins framtaks í viðskiptum og athafnasemi á meðal landsmanna. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, tók hús á Róberti í þættinum „Um land allt“ síðastliðið vor. Innslög úr þáttunum má sjá hér að ofan. Fjallabyggð Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir Maðurinn sem umbreytir Siglufirði segist ekki ætla að tapa þeim peningum sem hann leggur til bæjarins. 9. apríl 2014 11:45 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frjálsri verslun. Róbert hefur fjárfest fyrir á fjórða milljarð í heimabyggð sinni á Siglufirði í líftækni og ferðaþjónustu, að mestu fyrir eigið fé sem hann hefur flutt til landsins og er afrakstur af erlendri starfsemi hans í sjávarútvegi og fiskeldi. Hann fær viðurkenninguna í veglegu hófi sem Frjáls verslun heldur honum til heiðurs í dag á Radisson Blu Hótel Sögu. „Í mati sínu lagði dómnefndin til grundvallar stórhug og framsæknar fjárfestingar hans í siglfirsku samfélagi sem tengjast fjárfestingarstefnu um sameiginleg verðmæti og samfélagslega ábyrgð til góðs fyrir íslenskt samfélag, þekkingu og menningu. Róbert fjárfestir bæði í innviðum siglfirsks samfélags samhliða einkafjárfestingum sínum – og styðja þær fjárfestingar vel við hvor aðra. Það er fjárfestingarstefna sem kennd hefur verið við sameiginleg verðmæti í stjórnun,“ segir í tilkynningunni. Markmið hans sé að Siglufjörður verði með þá breidd í atvinnulífi, menntun, þekkingu og bæjarlífi sem geri kaupstaðinn eftirsóknarverðari fyrir aðra til að hefja þar starfsemi sem krefst þekkingar og menntunar – og dragi þannig til sín menntaða einstaklinga í auknum mæli. „Hann hefur fjárfest í líftækni; byggir nýja líftækniverksmiðju, auk þess sem hann hefur keypt gömlu SR-mjöls verksmiðjurnar á Siglufirði undir þá starfsemi. Hann opnar nýtt hótel á komandi sumri við smábátahöfnina. Hann rekur þegar tvo veitingastaði við hafnarbakkann í gömlum húsum sem hann gerði upp af myndarskap. Þá hefur hann lagt fé í byggingu nýs golfvallar og skíðasvæði bæjarins. Auk þess að snyrta til í kringum smábátahöfnina og gert þar svæði, sem áður var moldarsvað, að blakvelli og minigolfvelli.“ Þetta er í 27 sinn sem Frjáls verslun útnefnir mann ársins í atvinnulífinu og eru þetta elstu viðskiptaverðlaun á Íslandi. Tilgangur verðlaunanna er sagður að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnulífi á Íslandi og hvetja með þeim hætti til aukins framtaks í viðskiptum og athafnasemi á meðal landsmanna. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, tók hús á Róberti í þættinum „Um land allt“ síðastliðið vor. Innslög úr þáttunum má sjá hér að ofan.
Fjallabyggð Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir Maðurinn sem umbreytir Siglufirði segist ekki ætla að tapa þeim peningum sem hann leggur til bæjarins. 9. apríl 2014 11:45 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00
Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir Maðurinn sem umbreytir Siglufirði segist ekki ætla að tapa þeim peningum sem hann leggur til bæjarins. 9. apríl 2014 11:45
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00