Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 25-20 | Fram deildabikarmeistari Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 28. desember 2014 11:25 vísir/vilhelm Fram varð Flugfélags-Íslands meistari í handbolta í dag þegar Framstúlkur unnu ríkjandi meistara í Stjörnunni í úrslitaleik. Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik, en þegar Fram náði forystunni í fyrri hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Góður kafli um miðbik fyrri hálfleik gerði það að verkum að Stjarnan leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 14-9. Ásta Birna Gunnarsdóttir lék á alls oddi sem og Nadia Bordon í marki Fram. Ásta Birna var eftir leikinn kosinn besti leikmaður úrslitaleiksinsins. Stjarnan byrjaði af miklum krafti og virkuðu öflugar í upphafi leiks. Þær komust meðal annars í 3-1 eftir tvær mínútur, en þá kom gjörsamlega afleitur kafli. Þær komust ekki lönd né strönd gegn sterkri vörn Framara og Fram breyttu stöðunni úr 3-1 í 8-3 sér í vil. Stjarnan skoraði ekki í tólf mínútur, frá þeirri annari til fjórtándu, en þá skoraði Sólveig Lára Kjærnested úr hraðaupphlaupi. Næsta mark úr opnum leik frá annari mínútu kom ekki fyrr en á nítjándu mínútu! Sem betur fer fyrir Stjörnuna spiluðu þær fínan varnarleik og munurinn í fyrri hálfleik varð aldrei meiri en fimm mörk. Staðan svo þegar liðin gengu til búningsherbergja var 14-9, en Ásta Birna Gunnarsdóttir hafði leikið á alls oddi í fyrri hálfleik. Hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Fram og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Í síðari hálfleik var sama uppá teningnum. Fram leiddi með fjórum til sex mörkum og Stjarnan náði aldrei almennilega að ógna þeim. Þær sigldu svo sigrinum nokkuð þæginlega heim, en varnarleikurinn og markvarslan hjá Fram var til fyrirmyndar. Lukkan fylgdi þeim oft á tíðum í sóknarleiknum, en inn á milli komu frábærar sóknir. Lokatölur urðu svo 25-20 og Fram er því FÍ-meistarar árið 2014. Ásta Birna og Elísabet Gunnarsdætur spiluðu stóra rullu í sigrinum, en þær skoruðu báðar sjö mörk. Þórhildur Gunnarsdóttir var í sérflokki í liði Stjörnunnar, en hún skoraði sjö mörk. Næst kom Sólveig Lára með þrjú mörk.Ásta Birna: Aldrei leiðinlegt að vinna titla „Hörkuvörn var lykillinn að þessum sigri. Það gaf okkur öryggi inn í sóknarleikinn og það markvarslan var góð með frábærri vörn. Það var lykilatriði hér í dag," sagði hornamaðurinn og maður leiksins „Þetta var hörku erfiður leikur allan tímann, en við héldum haus og spiluðum sem góð liðsheild. Það voru allir að gefa frá sér, bæði í vörn og sókn." Varnarleikurinn og markvarsla var afar góð hjá Fram í dag og það lagði grunninn að sigrinum. Nadia Bordon var að verja vel í markinu og 6-0 varnarleikurinn gekk nánast fullkomnlega upp. „Ég myndi segja það. Það er oftast lykillinn og það gekk vel í dag. Við náðum einnig að keyra vel í bakið á þeim og með góðri vörn þá náum við því og það gekk vel í dag." „Það verður aldrei leiðinlegt að vinna titla," sagði hornamaðurinn kát í leikslok.Ragnar: Vantaði baráttu og sigurvilja „Okkar lið var bara frekar slakt í dag. Sóknarleikurinn var hræðilegur og við vorum að sækja inná þeirra sterkustu pósta," sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við vorum ekki að gera mikið af tæknifeilum, en þeir sem við gerðum voru dýrir. Einnig vorum við að skjóta mikið í blokkina hjá þeim og mér fannst vanta hjá okkur að við tókum engin fráköst og þær fengu alltaf annan séns." „Mér fannst heppnast vel að breyta um afbrigði, en þá ná þær að troða eitthverjum klafsboltum inn á línuna sem við eigum alveg sömu möguleika að vinna boltann. Mér fannst Fram-liðið bara langa meira í þetta. Það vantaði bara 10% uppá." „Við byrjum leikinn flott og maður hefði haldið að það myndi koma eitthverju í gang. Þær eru vel rútíneraðar og keyra vel sinn leik. Mér fannst þær vera betur skipulagðar en við og leikstjórnandi þeirra halda betur utan um liðið sitt heldur en við gerðum." „Það voru þrír slæmir kaflar hjá okkur í dag. Úr 3-1 í 8-4 og svo undir lok fyrir hálfleiks og svo um miðbik síðari hálfleiks þar sem mér fannst við kasta inn handklæðinu." „Ég var ánægður með leikinn í gær og ánægður í dag með að síðast fengum við 37 mörk á móti okkur á móti Fram, en bara 25 núna. Við erum með tólf mörk úr hraðaupphlaupum úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju í dag. Ég er mjög ánægður með það, en það vantaði baráttu og sigurvilja," sagði Ragnar í leikslok. Íslenski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Fram varð Flugfélags-Íslands meistari í handbolta í dag þegar Framstúlkur unnu ríkjandi meistara í Stjörnunni í úrslitaleik. Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik, en þegar Fram náði forystunni í fyrri hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Góður kafli um miðbik fyrri hálfleik gerði það að verkum að Stjarnan leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 14-9. Ásta Birna Gunnarsdóttir lék á alls oddi sem og Nadia Bordon í marki Fram. Ásta Birna var eftir leikinn kosinn besti leikmaður úrslitaleiksinsins. Stjarnan byrjaði af miklum krafti og virkuðu öflugar í upphafi leiks. Þær komust meðal annars í 3-1 eftir tvær mínútur, en þá kom gjörsamlega afleitur kafli. Þær komust ekki lönd né strönd gegn sterkri vörn Framara og Fram breyttu stöðunni úr 3-1 í 8-3 sér í vil. Stjarnan skoraði ekki í tólf mínútur, frá þeirri annari til fjórtándu, en þá skoraði Sólveig Lára Kjærnested úr hraðaupphlaupi. Næsta mark úr opnum leik frá annari mínútu kom ekki fyrr en á nítjándu mínútu! Sem betur fer fyrir Stjörnuna spiluðu þær fínan varnarleik og munurinn í fyrri hálfleik varð aldrei meiri en fimm mörk. Staðan svo þegar liðin gengu til búningsherbergja var 14-9, en Ásta Birna Gunnarsdóttir hafði leikið á alls oddi í fyrri hálfleik. Hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Fram og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Í síðari hálfleik var sama uppá teningnum. Fram leiddi með fjórum til sex mörkum og Stjarnan náði aldrei almennilega að ógna þeim. Þær sigldu svo sigrinum nokkuð þæginlega heim, en varnarleikurinn og markvarslan hjá Fram var til fyrirmyndar. Lukkan fylgdi þeim oft á tíðum í sóknarleiknum, en inn á milli komu frábærar sóknir. Lokatölur urðu svo 25-20 og Fram er því FÍ-meistarar árið 2014. Ásta Birna og Elísabet Gunnarsdætur spiluðu stóra rullu í sigrinum, en þær skoruðu báðar sjö mörk. Þórhildur Gunnarsdóttir var í sérflokki í liði Stjörnunnar, en hún skoraði sjö mörk. Næst kom Sólveig Lára með þrjú mörk.Ásta Birna: Aldrei leiðinlegt að vinna titla „Hörkuvörn var lykillinn að þessum sigri. Það gaf okkur öryggi inn í sóknarleikinn og það markvarslan var góð með frábærri vörn. Það var lykilatriði hér í dag," sagði hornamaðurinn og maður leiksins „Þetta var hörku erfiður leikur allan tímann, en við héldum haus og spiluðum sem góð liðsheild. Það voru allir að gefa frá sér, bæði í vörn og sókn." Varnarleikurinn og markvarsla var afar góð hjá Fram í dag og það lagði grunninn að sigrinum. Nadia Bordon var að verja vel í markinu og 6-0 varnarleikurinn gekk nánast fullkomnlega upp. „Ég myndi segja það. Það er oftast lykillinn og það gekk vel í dag. Við náðum einnig að keyra vel í bakið á þeim og með góðri vörn þá náum við því og það gekk vel í dag." „Það verður aldrei leiðinlegt að vinna titla," sagði hornamaðurinn kát í leikslok.Ragnar: Vantaði baráttu og sigurvilja „Okkar lið var bara frekar slakt í dag. Sóknarleikurinn var hræðilegur og við vorum að sækja inná þeirra sterkustu pósta," sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við vorum ekki að gera mikið af tæknifeilum, en þeir sem við gerðum voru dýrir. Einnig vorum við að skjóta mikið í blokkina hjá þeim og mér fannst vanta hjá okkur að við tókum engin fráköst og þær fengu alltaf annan séns." „Mér fannst heppnast vel að breyta um afbrigði, en þá ná þær að troða eitthverjum klafsboltum inn á línuna sem við eigum alveg sömu möguleika að vinna boltann. Mér fannst Fram-liðið bara langa meira í þetta. Það vantaði bara 10% uppá." „Við byrjum leikinn flott og maður hefði haldið að það myndi koma eitthverju í gang. Þær eru vel rútíneraðar og keyra vel sinn leik. Mér fannst þær vera betur skipulagðar en við og leikstjórnandi þeirra halda betur utan um liðið sitt heldur en við gerðum." „Það voru þrír slæmir kaflar hjá okkur í dag. Úr 3-1 í 8-4 og svo undir lok fyrir hálfleiks og svo um miðbik síðari hálfleiks þar sem mér fannst við kasta inn handklæðinu." „Ég var ánægður með leikinn í gær og ánægður í dag með að síðast fengum við 37 mörk á móti okkur á móti Fram, en bara 25 núna. Við erum með tólf mörk úr hraðaupphlaupum úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju í dag. Ég er mjög ánægður með það, en það vantaði baráttu og sigurvilja," sagði Ragnar í leikslok.
Íslenski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira