Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 34-28 | Stórleikur Esterar dugði ekki til Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2014 00:01 Ragnheiður Júlíusdóttir, skytta Fram. vísir/daníel Fram tryggði sér sæti í úrslitum Flugfélags Íslands bikarinn sem fram fer í Strandgötu í Hafnarfirði milli jóla og nýárs. Fram vann fremur ungt lið ÍBV í undanúrslitunum, 34-28. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en síðan fór að skilja á milli. Framstúlkur keyrðu mikið í bakið á ÍBV sem náði þó að halda í við Fram þegar þær náðu að stilla sér upp í varnarleikinn. Mikið skorað og staðan í hálfleik 19-15. Ester Óskarsdóttir var í miklu stuði og byrjaði með hálfgerða skotsýningu. Hún skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum ÍBV og var að skjóta vel. Þegar ÍBV náði að stilla upp í vörnina sína þá var hún afar sterk. Ester spilaði fyrir framan í vörninni og var að stela boltum hvað eftir annað og Framliðið var í vandræðum. Þegar hins vegar Fram náði að keyra hröðu upphlaupin í bakið á ÍBV þá skildi á milli. Staðan fór úr því að vera 10-10 eftir tuttugu mínútna leik í því að vera 15-12 þremur mínútum síðar. Mikill hraði var í leiknum og margir tapaðir boltar. Staðan 19-15 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Framstúlkur héldu svo forystunni allan síðari hálfleikinn. Þær héldu áfram að keyra hratt fram þegar ÍBV glutraði boltanum og það var aðal ástæðan fyrir muninum sem hélst í gegnum síðari hálfleikinn. Bæði lið róteruðu liðunum sínum vel enda um deildarbikar að ræða. Eyjastúlkur gáfust þó aldrei upp. Þær voru ólseigar og gáfu Framstúlkum flottan leik. Liðið er vel skipulagt og spilar flottan varnarleik. Sóknarleikurinn hefði getað verið betri. Bæði lið gerðu aragrúa af mistökum og höfðu liðin líklega verið í fríi yfir hátíðirnar. Fram vann að lokum sex marka sigur, lokatölur 34-28. Ásta Birna Gunnarsdóttir og Hulda Dagsdóttir voru markahæstar með sex mörk. Alls komust tólf leikmenn á blað hjá Fram eða allir útileikmennirnir. Ester Óskarsdóttir bar sóknarleik ÍBV uppi og skoraði að lokum tólf mörk. Fleiri hefðu mátt taka af skarið í sóknarleik ÍBV svo þær hefðu getað haldið betur í við Framstúlkum.Sigurbjörg: Þurfum að sýna meiri yfirvegun og fókus „Ég er bara mjög sátt með okkar leik. Þetta byrjaði hægt eins og við mátti búast. Liðin búin að vera í pásu og svona," sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram, í samtali við Vísi í leikslok. „Við erum ekki búin að vera að æfa á fullu núna yfir jólin og það tók smá tíma að fá takt í þetta. Mér fannst við klára þetta þó nokkuð sannfærandi. Fín frammistaða í heildina." „Leikurinn bar dálítið keiminn að því að liðin voru búin að vera í fríi. Það voru mikið af mistökum, en það er líklega eitthvað sem við munum ekki komast upp með á morgun. Við þurfum að sýna meiri yfirvegun og fókus á morgun." „Við náðum að refsa mjög vel og náðum stuttum köflum þar sem við náðum að auka forskotið sem við græddum vel á. Það er eitthvað sem við munum reyna halda áfram að vinna með," sem segir stefnan sé klárlega sett á titilinn á morgun. „Að sjálfsögðu. Það er stefnan," sagði Sigurbjörg að lokum.Jón Gunnlaugur: Ekki ósáttur við leikinn þrátt fyrir tap „Það fór kannski ekkert úrskeiðis. Við vorum með fjórar stelpur í byrjunarliðinu sem hafa ekkert verið með okkur í einn og hálfan mánuð. Þær eru að koma fyrst núna til baka," voru fyrstu viðbrögð þjálfara ÍBV, Jóns Gunnlaugs Viggósonar, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var jákvætt þrátt fyrir tap og við munum bara byrja æfa vel núna. Ef það er eina sem skilur á milli liðanna þá er það bara frábært." „Það voru mikið af mistökum. Við fórum yfir það fyrir leikinn að það myndu verða mikið af mistökum, en við töluðum um það að við mættum ekki láta refsa okkur í hröðum sóknum. Þær gerðu það þó, en heilt yfir var Fram betri." Fram fékk mikið af auðveldum mörkum og var Jón Gunnlaugur, eða Gulli eins og hann er oftast kallaður, sammála blaðamanni að það hafi verið sem skar á milli liðanna. „Annað tempóið hjá þeim og hraðaupphlaupin voru að fara illa með okkur. Þær tóku svo kerfið okkar nokkrum sinnum þar sem hornamaður gefur á línuna, en þær voru bara betri heilt yfir. Ég er þó ekki ósáttur við leikinn þrátt fyrir tap," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi í leikslok. Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira
Fram tryggði sér sæti í úrslitum Flugfélags Íslands bikarinn sem fram fer í Strandgötu í Hafnarfirði milli jóla og nýárs. Fram vann fremur ungt lið ÍBV í undanúrslitunum, 34-28. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en síðan fór að skilja á milli. Framstúlkur keyrðu mikið í bakið á ÍBV sem náði þó að halda í við Fram þegar þær náðu að stilla sér upp í varnarleikinn. Mikið skorað og staðan í hálfleik 19-15. Ester Óskarsdóttir var í miklu stuði og byrjaði með hálfgerða skotsýningu. Hún skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum ÍBV og var að skjóta vel. Þegar ÍBV náði að stilla upp í vörnina sína þá var hún afar sterk. Ester spilaði fyrir framan í vörninni og var að stela boltum hvað eftir annað og Framliðið var í vandræðum. Þegar hins vegar Fram náði að keyra hröðu upphlaupin í bakið á ÍBV þá skildi á milli. Staðan fór úr því að vera 10-10 eftir tuttugu mínútna leik í því að vera 15-12 þremur mínútum síðar. Mikill hraði var í leiknum og margir tapaðir boltar. Staðan 19-15 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Framstúlkur héldu svo forystunni allan síðari hálfleikinn. Þær héldu áfram að keyra hratt fram þegar ÍBV glutraði boltanum og það var aðal ástæðan fyrir muninum sem hélst í gegnum síðari hálfleikinn. Bæði lið róteruðu liðunum sínum vel enda um deildarbikar að ræða. Eyjastúlkur gáfust þó aldrei upp. Þær voru ólseigar og gáfu Framstúlkum flottan leik. Liðið er vel skipulagt og spilar flottan varnarleik. Sóknarleikurinn hefði getað verið betri. Bæði lið gerðu aragrúa af mistökum og höfðu liðin líklega verið í fríi yfir hátíðirnar. Fram vann að lokum sex marka sigur, lokatölur 34-28. Ásta Birna Gunnarsdóttir og Hulda Dagsdóttir voru markahæstar með sex mörk. Alls komust tólf leikmenn á blað hjá Fram eða allir útileikmennirnir. Ester Óskarsdóttir bar sóknarleik ÍBV uppi og skoraði að lokum tólf mörk. Fleiri hefðu mátt taka af skarið í sóknarleik ÍBV svo þær hefðu getað haldið betur í við Framstúlkum.Sigurbjörg: Þurfum að sýna meiri yfirvegun og fókus „Ég er bara mjög sátt með okkar leik. Þetta byrjaði hægt eins og við mátti búast. Liðin búin að vera í pásu og svona," sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram, í samtali við Vísi í leikslok. „Við erum ekki búin að vera að æfa á fullu núna yfir jólin og það tók smá tíma að fá takt í þetta. Mér fannst við klára þetta þó nokkuð sannfærandi. Fín frammistaða í heildina." „Leikurinn bar dálítið keiminn að því að liðin voru búin að vera í fríi. Það voru mikið af mistökum, en það er líklega eitthvað sem við munum ekki komast upp með á morgun. Við þurfum að sýna meiri yfirvegun og fókus á morgun." „Við náðum að refsa mjög vel og náðum stuttum köflum þar sem við náðum að auka forskotið sem við græddum vel á. Það er eitthvað sem við munum reyna halda áfram að vinna með," sem segir stefnan sé klárlega sett á titilinn á morgun. „Að sjálfsögðu. Það er stefnan," sagði Sigurbjörg að lokum.Jón Gunnlaugur: Ekki ósáttur við leikinn þrátt fyrir tap „Það fór kannski ekkert úrskeiðis. Við vorum með fjórar stelpur í byrjunarliðinu sem hafa ekkert verið með okkur í einn og hálfan mánuð. Þær eru að koma fyrst núna til baka," voru fyrstu viðbrögð þjálfara ÍBV, Jóns Gunnlaugs Viggósonar, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var jákvætt þrátt fyrir tap og við munum bara byrja æfa vel núna. Ef það er eina sem skilur á milli liðanna þá er það bara frábært." „Það voru mikið af mistökum. Við fórum yfir það fyrir leikinn að það myndu verða mikið af mistökum, en við töluðum um það að við mættum ekki láta refsa okkur í hröðum sóknum. Þær gerðu það þó, en heilt yfir var Fram betri." Fram fékk mikið af auðveldum mörkum og var Jón Gunnlaugur, eða Gulli eins og hann er oftast kallaður, sammála blaðamanni að það hafi verið sem skar á milli liðanna. „Annað tempóið hjá þeim og hraðaupphlaupin voru að fara illa með okkur. Þær tóku svo kerfið okkar nokkrum sinnum þar sem hornamaður gefur á línuna, en þær voru bara betri heilt yfir. Ég er þó ekki ósáttur við leikinn þrátt fyrir tap," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi í leikslok.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira