Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 25-26 | Dramatískur sigur Stjörnunnar Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2014 00:01 Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar. vísir/daníel Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 25-26, í fyrri undanúrslitaleik deildarbikars HSÍ í dag. Stjarnan mætir annað hvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum á morgun. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. Hún varði fjögur fyrstu skot Stjörnunnar í leiknum og þar með var tóninn gefinn. Alls varði Íris 17 skot í fyrri hálfleik, eða 65% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Íris lagði grunninn að fjögurra marka forskoti Gróttu í leikhléi, 13-9, en munurinn hefði svo auðveldlega getað verið meiri. Gróttustúlkur fóru t.a.m. illa að ráði sínu þegar þær voru einni fleiri í tvígang undir lok fyrri hálfleiks og það vantaði herslumuninn til að slíta sig frá Stjörnustúlkum. Garðbæingar gátu helst þakkað Florentinu Stanciu að munurinn var ekki meiri í leikhléi, en hún fór í gang seinni hluta fyrri hálfleiks eftir rólega byrjun. Landsliðsmarkvörðurinn varði sérstaklega vel þegar Stjarnan var einni færri. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði sex af fyrstu átta mörkum hans. Hanna G. Stefánsdóttir jafnaði metin í 15-15 eftir hraðaupphlaup, en þau reyndust Garðbæingum dýrmæt í dag. Helena Rut Örvarsdóttir kom Stjörnustúlkum skömmu síðar yfir í fyrsta sinn, eftir hraðaupphlaup, 16-17. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna og skoruðu á víxl. Og að vild, en varnir beggja liða voru ekki til staðar á lokakafla leiksins. Það voru Stjörnustúlkur sem reyndust sterkari á svellinu undir lokin en þær skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og unnu eins marks sigur, 25-26. Helena reyndist hetja Stjörnustúlkna en hún skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Helena skoraði sex mörk, en Sólveig Lára Kjærnested var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk. Florentina var frábær í markinu með 22 skot varin. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Gróttu með 10 mörk. Íris varði sem áður sagði frábærlega í marki Seltirninga, alls 27 skot.Esther: Þessi var virkilega sætur Esther Viktoría Ragnarsdóttir, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vonum kát eftir eins marks sigur, 25-26, á Gróttu í undanúrslitum deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands. "Þessi var virkilega sætur, þar sem þetta var mjög kaflaskiptur leikur. "Forystan flakkaði svolítið milli liðanna, en við komum mjög sterkar til leiks í seinni hálfleik og keyrðum eiginlega yfir þær. Mér fannst við eiga meira inni," sagði Esther og bætti við: "Flora var alveg frábær í seinni hálfleik og hún gaf okkur mikinn kraft sem við þurftum á að halda. "Hún varði skot á mikilvægum augnablikum og á stóran þátt í þessum sigri," sagði Esther en Stjörnustúlkur mæta annað hvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 13:00 á morgun. "Nú er það bara að hvíla sig og borða vel og vonandi mætum við enn sprækari til leiks á morgun," sagði Esther að lokum.Kári: Markvarslan hjá Írisi var á heimsmælikvarða Kára Garðarssyni, þjálfara Gróttu, þótti súrt í broti að tapa fyrir Stjörnunni í deildarbikar HSÍ í dag, en Seltjarnesliðið var yfir lengst af í leiknum. "Þetta var hundfúlt og sérstaklega hvernig þetta þróaðist á lokamínútunum. Við leiddum leikinn og vorum klaufar að klára þetta ekki. Þetta féll ekki okkar megin. "Við hefðum mátt róa okkur aðeins undir lokin þar sem við gerðum full mikið af mistökum," sagði Kári og bætti við: "Var fannst við eiga sigurinn skilið. Við vorum örugglega yfir í 50-55 mínútur og getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki unnið," sagði Kári en hvað getur hann tekið jákvætt út úr þessum leik? "Það er heilmargt. Vörnin var þokkaleg og markvarslan hjá Írisi var á heimsmælikvarða. "Við erum svolítið stirðar sóknarlega og erum að spila á fáum leikmönnum. Við erum með leikmenn í meiðslum sem eiga eftir að koma til baka. "Svo má ekki gleyma því að við erum að koma úr mánaðarfríi og þess vegna má búast við að þetta sé svolítið ryðgað," sagði Kári að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 25-26, í fyrri undanúrslitaleik deildarbikars HSÍ í dag. Stjarnan mætir annað hvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum á morgun. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. Hún varði fjögur fyrstu skot Stjörnunnar í leiknum og þar með var tóninn gefinn. Alls varði Íris 17 skot í fyrri hálfleik, eða 65% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Íris lagði grunninn að fjögurra marka forskoti Gróttu í leikhléi, 13-9, en munurinn hefði svo auðveldlega getað verið meiri. Gróttustúlkur fóru t.a.m. illa að ráði sínu þegar þær voru einni fleiri í tvígang undir lok fyrri hálfleiks og það vantaði herslumuninn til að slíta sig frá Stjörnustúlkum. Garðbæingar gátu helst þakkað Florentinu Stanciu að munurinn var ekki meiri í leikhléi, en hún fór í gang seinni hluta fyrri hálfleiks eftir rólega byrjun. Landsliðsmarkvörðurinn varði sérstaklega vel þegar Stjarnan var einni færri. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði sex af fyrstu átta mörkum hans. Hanna G. Stefánsdóttir jafnaði metin í 15-15 eftir hraðaupphlaup, en þau reyndust Garðbæingum dýrmæt í dag. Helena Rut Örvarsdóttir kom Stjörnustúlkum skömmu síðar yfir í fyrsta sinn, eftir hraðaupphlaup, 16-17. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna og skoruðu á víxl. Og að vild, en varnir beggja liða voru ekki til staðar á lokakafla leiksins. Það voru Stjörnustúlkur sem reyndust sterkari á svellinu undir lokin en þær skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og unnu eins marks sigur, 25-26. Helena reyndist hetja Stjörnustúlkna en hún skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Helena skoraði sex mörk, en Sólveig Lára Kjærnested var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk. Florentina var frábær í markinu með 22 skot varin. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Gróttu með 10 mörk. Íris varði sem áður sagði frábærlega í marki Seltirninga, alls 27 skot.Esther: Þessi var virkilega sætur Esther Viktoría Ragnarsdóttir, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vonum kát eftir eins marks sigur, 25-26, á Gróttu í undanúrslitum deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands. "Þessi var virkilega sætur, þar sem þetta var mjög kaflaskiptur leikur. "Forystan flakkaði svolítið milli liðanna, en við komum mjög sterkar til leiks í seinni hálfleik og keyrðum eiginlega yfir þær. Mér fannst við eiga meira inni," sagði Esther og bætti við: "Flora var alveg frábær í seinni hálfleik og hún gaf okkur mikinn kraft sem við þurftum á að halda. "Hún varði skot á mikilvægum augnablikum og á stóran þátt í þessum sigri," sagði Esther en Stjörnustúlkur mæta annað hvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 13:00 á morgun. "Nú er það bara að hvíla sig og borða vel og vonandi mætum við enn sprækari til leiks á morgun," sagði Esther að lokum.Kári: Markvarslan hjá Írisi var á heimsmælikvarða Kára Garðarssyni, þjálfara Gróttu, þótti súrt í broti að tapa fyrir Stjörnunni í deildarbikar HSÍ í dag, en Seltjarnesliðið var yfir lengst af í leiknum. "Þetta var hundfúlt og sérstaklega hvernig þetta þróaðist á lokamínútunum. Við leiddum leikinn og vorum klaufar að klára þetta ekki. Þetta féll ekki okkar megin. "Við hefðum mátt róa okkur aðeins undir lokin þar sem við gerðum full mikið af mistökum," sagði Kári og bætti við: "Var fannst við eiga sigurinn skilið. Við vorum örugglega yfir í 50-55 mínútur og getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki unnið," sagði Kári en hvað getur hann tekið jákvætt út úr þessum leik? "Það er heilmargt. Vörnin var þokkaleg og markvarslan hjá Írisi var á heimsmælikvarða. "Við erum svolítið stirðar sóknarlega og erum að spila á fáum leikmönnum. Við erum með leikmenn í meiðslum sem eiga eftir að koma til baka. "Svo má ekki gleyma því að við erum að koma úr mánaðarfríi og þess vegna má búast við að þetta sé svolítið ryðgað," sagði Kári að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira