Harmleikurinn um Ísland Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. janúar 2014 07:00 Ég las nú í aðventumyrkrunum Íslandsklukku Halldórs Laxness sem ég hafði árum saman talið mér trú um að mér líkaði ekki út af stílnum eða þjóðernishyggjunni eða jafnvel upphafssetningunni. Óekkí. Það reyndist öðru nær við lesturinn, stórkostlegt verk; töfrar þess engu líkir. Enn les maður setningarnar aftur og aftur og klökknar yfir orðsnilldinni. Og enn glottir maður með Jóni Hreggviðssyni, sem kannski er eini ógalni maðurinn þarna mitt í öllum þessum hetjuskap, og smjattar á tilsvörum hans og þylur með honum vængjaðar ræðurnar um hið ljósa man – „með gullband um sig miðja þar rauður loginn brann kona góð“. Og enn er maður miður sín yfir sorglegustu ástarsögu Íslandsögunnar; þessum harmleik: sögunni af þeim Árna og Snæfríði, sem var ekki skapað nema að skilja, jafn óskiljanlegt og það er. Og enn horfir maður í öngum sínum á eftir Snæfríði Íslandssól í lokaósigri bókarinnar ríðandi í svörtu út úr verki sínu, hnarreist og buguð, heitbundin þeim næstbesta – sem er verstur. Og enn hugsar maður: Af hverju þarf þetta að vera svona?Þarf þetta að vera svona? Þetta er saga Snæfríðar, allt hverfist um hana, hennar gerðir og hennar örlög, birtan frá henni ríkir yfir verkinu; allir þessir karlmenn í kringum hana eru aukapersónur, þjónar. Hún er Huldan úr Hulduljóðum Jónasar; álfkonan sjálf; draumsýn karlskáldsins um hina íslensku kvenhetju, hina veikbyggðu valkyrju sem kýs mönnum örlög. Hún er hið ljósa man, hún er sólin sjálf. Eins og ýmsar aðrar kvenpersónur sem Halldór skapaði er hún umfram allt birta, holdi klætt ljós jafnvel þó að hún sé alltaf svona jarðbundin í tali – kippi háfleygum karlmönnum í kringum sig snarlega niður á jörðina með svolítið þreytulegum en háðskum athugasemdum sínum. Það er hún sem þeir þjóna, hún sem þeir svíkja. Skáldsögur iða af lífi sem á sér eigin forsendur, séu þær nokkurs verðar. Þær eru vissulega smíðaðar úr margs konar efniviði en við getum samt ekki tekið meintan efnivið og sett saman annan og æðri veruleika úr honum og sagt síðan: Svona var þetta í raun og veru. Við getum heldur ekki horft á persónurnar og sagt: Þessi er þessi og þessi þarna er þessi hér. Þannig virkar skáldskapurinn ekki. Snæfríður Íslandssól er önnur en Þórdís Jónsdóttir, lögmannsdóttirin sem gift var Magnúsi í Bræðratungu og var sökuð af manni sínum um að hafa verið í tygjum við Árna Magnússon. Snæfríður Íslandssól er heldur ekki einskært tákn þjóðarandans eða þjóðarsálarinnar – hvað sem það nú annars er – og hún er ekki algóð heldur eða óskeikul heldur verður henni ýmislegt á í sögunni. En hún er sem sé Íslandssól. Í þessari konu eru samankomnir eiginleikar sem Íslendingar hafa látið sig dreyma um að þeir hafi til að bera, alveg frá því að þessi skrifóða þjóð fór að setja saman bækur um sjálfa sig. Hún er sólin og allir karlmenn sem á vegi hennar verða sverja henni trúnaðareiða – og allir svíkja hana, nema Jón Hreggviðsson.Heldur þann versta… Hvers vegna svíkur Árni hana ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar? Sem sé: Af hverju þarf þetta að fara svona? Hann er hugsjónamaður, svona á sinn hátt, prinsippmaður; kannski eins og Júdas var. Sú stóra meginhugmynd gengur í gegnum allan bálkinn, að Íslendingar séu skapaðir til annars og merkilegra hlutskiptis en að njóta hamingju. Heldur þann versta en þann næst besta. Heldur að þola fátækt og niðurlægingu en að að lifa við góð kjör og mannlega reisn. Heldur að giftast Magnúsi í Bræðratungu en einhverju meðalmenni, fyllibyttunni, sem dregur nafn okkar í svaðið, selur undan okkur jarðirnar, kallar yfir okkur smán með framferði sínu en er þó að minnsta kosti höfðingi og stórbrotin fyllibytta. Meðvirkni Snæfríðar er birtingarmynd á stórlæti – eins og fínasti katólikki speglar hún stolt sitt í þjáningunni og niðurlægingunni. En um leið birtist í þessu sjúka sambandi brotin sjálfsmynd og sjálfsfyrirlitning þeirrar konu sem gafst öðrum manni sextán ára gömul. Sjálfur hefur Arnas náð sér í sinn versta hugsanlega ektamaka, danska kvenskrímslið Mette. Sami hugsunarháttur ræður för þegar Arnas afþakkar landstjóratignina sem Úffelen greifi hefur boðið honum í kjölfar þess að Danakonungur vill selja landið Hamborgarkaupmönnum – heldur þann versta en þann næstbesta – og leggst sjálfur í kjölfarið í nokkurs konar drykkjukör, sjálfur besti maður landsins. Af hverju tekur hann ekki boðinu og giftist Snæfríði og þau setjast svo að á Bessastöðum og sitja þar í sæmd sinni? Af hverju þarf þetta að fara svona? Það hef ég í rauninni aldrei skilið. Tilboð Hamborgarkaupmannsins um að koma fram við Íslendinga eins og menn, af virðingu og sanngirni, finnst Arnasi tortryggilegt. Hann vill heldur að Íslendingar séu undir stjórn manna sem arðræna þá, fyrirlíta þá og koma viðurstyggilega fram við þá – því að slíkur óvinur sé smáþjóð auðveldari viðfangs en hinn sem kemur með gýligjafir á borð við maðkalaust korn til okkar er líklegri til að brjóta undir sig landið og eyða þeirri þjóð sem fyrir í landinu er. En honum skjátlast auðvitað. Og enn frekar á okkar fjölþjóðlegu tímum en þegar Halldór skrifaði bók sína til að vara þjóðina við tröllinu vinalega úr vestri. Hann er á villigötum rétt eins og Snæfríður var þegar hún gekk að eiga Magnús í Bræðratungu – og fór svo aftur til hans eftir allt sem á undan var gengið; já og rétt eins og íslenskir kjósendur þegar þeir sneru í síðustu kosningum aftur til sinnar Bræðratungu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las nú í aðventumyrkrunum Íslandsklukku Halldórs Laxness sem ég hafði árum saman talið mér trú um að mér líkaði ekki út af stílnum eða þjóðernishyggjunni eða jafnvel upphafssetningunni. Óekkí. Það reyndist öðru nær við lesturinn, stórkostlegt verk; töfrar þess engu líkir. Enn les maður setningarnar aftur og aftur og klökknar yfir orðsnilldinni. Og enn glottir maður með Jóni Hreggviðssyni, sem kannski er eini ógalni maðurinn þarna mitt í öllum þessum hetjuskap, og smjattar á tilsvörum hans og þylur með honum vængjaðar ræðurnar um hið ljósa man – „með gullband um sig miðja þar rauður loginn brann kona góð“. Og enn er maður miður sín yfir sorglegustu ástarsögu Íslandsögunnar; þessum harmleik: sögunni af þeim Árna og Snæfríði, sem var ekki skapað nema að skilja, jafn óskiljanlegt og það er. Og enn horfir maður í öngum sínum á eftir Snæfríði Íslandssól í lokaósigri bókarinnar ríðandi í svörtu út úr verki sínu, hnarreist og buguð, heitbundin þeim næstbesta – sem er verstur. Og enn hugsar maður: Af hverju þarf þetta að vera svona?Þarf þetta að vera svona? Þetta er saga Snæfríðar, allt hverfist um hana, hennar gerðir og hennar örlög, birtan frá henni ríkir yfir verkinu; allir þessir karlmenn í kringum hana eru aukapersónur, þjónar. Hún er Huldan úr Hulduljóðum Jónasar; álfkonan sjálf; draumsýn karlskáldsins um hina íslensku kvenhetju, hina veikbyggðu valkyrju sem kýs mönnum örlög. Hún er hið ljósa man, hún er sólin sjálf. Eins og ýmsar aðrar kvenpersónur sem Halldór skapaði er hún umfram allt birta, holdi klætt ljós jafnvel þó að hún sé alltaf svona jarðbundin í tali – kippi háfleygum karlmönnum í kringum sig snarlega niður á jörðina með svolítið þreytulegum en háðskum athugasemdum sínum. Það er hún sem þeir þjóna, hún sem þeir svíkja. Skáldsögur iða af lífi sem á sér eigin forsendur, séu þær nokkurs verðar. Þær eru vissulega smíðaðar úr margs konar efniviði en við getum samt ekki tekið meintan efnivið og sett saman annan og æðri veruleika úr honum og sagt síðan: Svona var þetta í raun og veru. Við getum heldur ekki horft á persónurnar og sagt: Þessi er þessi og þessi þarna er þessi hér. Þannig virkar skáldskapurinn ekki. Snæfríður Íslandssól er önnur en Þórdís Jónsdóttir, lögmannsdóttirin sem gift var Magnúsi í Bræðratungu og var sökuð af manni sínum um að hafa verið í tygjum við Árna Magnússon. Snæfríður Íslandssól er heldur ekki einskært tákn þjóðarandans eða þjóðarsálarinnar – hvað sem það nú annars er – og hún er ekki algóð heldur eða óskeikul heldur verður henni ýmislegt á í sögunni. En hún er sem sé Íslandssól. Í þessari konu eru samankomnir eiginleikar sem Íslendingar hafa látið sig dreyma um að þeir hafi til að bera, alveg frá því að þessi skrifóða þjóð fór að setja saman bækur um sjálfa sig. Hún er sólin og allir karlmenn sem á vegi hennar verða sverja henni trúnaðareiða – og allir svíkja hana, nema Jón Hreggviðsson.Heldur þann versta… Hvers vegna svíkur Árni hana ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar? Sem sé: Af hverju þarf þetta að fara svona? Hann er hugsjónamaður, svona á sinn hátt, prinsippmaður; kannski eins og Júdas var. Sú stóra meginhugmynd gengur í gegnum allan bálkinn, að Íslendingar séu skapaðir til annars og merkilegra hlutskiptis en að njóta hamingju. Heldur þann versta en þann næst besta. Heldur að þola fátækt og niðurlægingu en að að lifa við góð kjör og mannlega reisn. Heldur að giftast Magnúsi í Bræðratungu en einhverju meðalmenni, fyllibyttunni, sem dregur nafn okkar í svaðið, selur undan okkur jarðirnar, kallar yfir okkur smán með framferði sínu en er þó að minnsta kosti höfðingi og stórbrotin fyllibytta. Meðvirkni Snæfríðar er birtingarmynd á stórlæti – eins og fínasti katólikki speglar hún stolt sitt í þjáningunni og niðurlægingunni. En um leið birtist í þessu sjúka sambandi brotin sjálfsmynd og sjálfsfyrirlitning þeirrar konu sem gafst öðrum manni sextán ára gömul. Sjálfur hefur Arnas náð sér í sinn versta hugsanlega ektamaka, danska kvenskrímslið Mette. Sami hugsunarháttur ræður för þegar Arnas afþakkar landstjóratignina sem Úffelen greifi hefur boðið honum í kjölfar þess að Danakonungur vill selja landið Hamborgarkaupmönnum – heldur þann versta en þann næstbesta – og leggst sjálfur í kjölfarið í nokkurs konar drykkjukör, sjálfur besti maður landsins. Af hverju tekur hann ekki boðinu og giftist Snæfríði og þau setjast svo að á Bessastöðum og sitja þar í sæmd sinni? Af hverju þarf þetta að fara svona? Það hef ég í rauninni aldrei skilið. Tilboð Hamborgarkaupmannsins um að koma fram við Íslendinga eins og menn, af virðingu og sanngirni, finnst Arnasi tortryggilegt. Hann vill heldur að Íslendingar séu undir stjórn manna sem arðræna þá, fyrirlíta þá og koma viðurstyggilega fram við þá – því að slíkur óvinur sé smáþjóð auðveldari viðfangs en hinn sem kemur með gýligjafir á borð við maðkalaust korn til okkar er líklegri til að brjóta undir sig landið og eyða þeirri þjóð sem fyrir í landinu er. En honum skjátlast auðvitað. Og enn frekar á okkar fjölþjóðlegu tímum en þegar Halldór skrifaði bók sína til að vara þjóðina við tröllinu vinalega úr vestri. Hann er á villigötum rétt eins og Snæfríður var þegar hún gekk að eiga Magnús í Bræðratungu – og fór svo aftur til hans eftir allt sem á undan var gengið; já og rétt eins og íslenskir kjósendur þegar þeir sneru í síðustu kosningum aftur til sinnar Bræðratungu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun