Vildu ekki að teflt væri á tvær hættur fyrir sjúklinga í sjúkraflugi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2014 07:30 Björn Gunnarsson læknir lýsti áhyggjum sem uppi voru af glannaskap Mýflugsmanna á sjúkraflugvél í Fréttablaðinu á þriðjudag. Björn starfar nú í Noregi. Heilbrigðisráðuneytið gerði að sinni þá túlkun Flugmálastjórnar að flugstjórar sjúkraflugvéla mættu fara út fyrir mörk öryggisreglna í neyð.Björn Gunnarsson, sem var læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, sendi heilbrigðisráðuneytinu í október 2006 bréf með alvarlegum athugasemdum við framkvæmd Mýflugs á sjúkrafluginu. Mýflug tók við sjúkrafluginu frá 1. janúar það ár. Læknar og sjúkraflutningamenn höfðu áhyggjur af eigin öryggi um borð. „Á þeim fáu mánuðum sem félagið hefir sinnt þessu hafa komið upp fjölmörg atvik þar sem svo virðist sem viðhaldi og öryggismálum sé ábótavant,“ skrifar Björn heilbrigðisráðuneytinu. Vitnaði Björn til fundar á Sjúkrahúsi Akureyrar með Þorkeli Jónssyni, þjálfunarstjóra Mýflugs, 21. september 2006. „Í máli hans kom fram að flugmenn Mýflugs hafa endurtekið vísvitandi brotið ákvæði í reglugerðum um flugöryggi. Þetta hefði tíðkast hér áður fyrr, sérstaklega ef ástand sjúklings væri alvarlegt!“ útskýrði Björn.Hljóta að taka mið af ástandi sjúklinga Þá vísar Björn til að forveri hans í starfi hafi ítrekað undirstrikað við Leif Hallgrímsson, framkvæmdastjóra Mýflugs, að í sjúkraflugi giltu alltaf sömu öryggisreglur og í öðru flugi og að ástand sjúklings væri flugmönnum óviðkomandi þegar ákvörðun væri tekin um það hvort flogið væri eða ekki. Heilbrigðisráðneytið framsendi bréf Björns til Flugmálastjórnar sem sagði að í sjúkraflugi kynni „að vera um einstaka neyðarflug“ að ræða ef flugstjóri teldi ríka hagsmuni í að fara út fyrir gildandi mörk um flugrekstur, til dæmis varðandi ákvæði um hliðarvind og hvíldartíma. „Slíkar ákvarðanir eru þá á ábyrgð viðkomandi flugstjóra og hljóta að taka mið af upplýsingum um ástand sjúklinga og hvort um hugsanlega lífshættu sé að ræða,“ sagði í svari frá flugöryggissviði FMS.Ekki ásættanleg sagði læknirinn „Það er óásættanlegt fyrir mig að flugöryggissvið Flugmálastjórnar geti upp á sitt eindæmi með þessum hætti gefið flugrekanda heimild til að fara út fyrir leyfileg mörk,“ svaraði þá Björn í nýju bréfi til ráðuneytisins. Flugmálastjórn svaraði þá að flugstjóri ætti að hafa svigrúm til að meta aðstæður til flugs ef hann stæði frammi fyrir hjálparþurfi manni í lífsháska eða í hættu á að verða fyrir stórfelldu líkamstjóni. „Í þessu felst þó engin heimild frá Flugmálastjórn,“ ítrekaði stofnunin sem lýsti sig ósammála þeirri fullyrðingu Björns að ákvarðanir flugstjóra um flug ættu ekki að mótast af ástandi sjúklings. Vísaði Flugmálastjórn meðal annars í 221. grein hegningarlaga: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði annarra í háska þá varðar fangelsi allt að tveimur árum eða sektum.“ Heilbrigðisráðuneytið gerði svar Flugmálastjórnar að sínu og sendi sem svar til Björns í lok febrúar 2007. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gerði að sinni þá túlkun Flugmálastjórnar að flugstjórar sjúkraflugvéla mættu fara út fyrir mörk öryggisreglna í neyð.Björn Gunnarsson, sem var læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, sendi heilbrigðisráðuneytinu í október 2006 bréf með alvarlegum athugasemdum við framkvæmd Mýflugs á sjúkrafluginu. Mýflug tók við sjúkrafluginu frá 1. janúar það ár. Læknar og sjúkraflutningamenn höfðu áhyggjur af eigin öryggi um borð. „Á þeim fáu mánuðum sem félagið hefir sinnt þessu hafa komið upp fjölmörg atvik þar sem svo virðist sem viðhaldi og öryggismálum sé ábótavant,“ skrifar Björn heilbrigðisráðuneytinu. Vitnaði Björn til fundar á Sjúkrahúsi Akureyrar með Þorkeli Jónssyni, þjálfunarstjóra Mýflugs, 21. september 2006. „Í máli hans kom fram að flugmenn Mýflugs hafa endurtekið vísvitandi brotið ákvæði í reglugerðum um flugöryggi. Þetta hefði tíðkast hér áður fyrr, sérstaklega ef ástand sjúklings væri alvarlegt!“ útskýrði Björn.Hljóta að taka mið af ástandi sjúklinga Þá vísar Björn til að forveri hans í starfi hafi ítrekað undirstrikað við Leif Hallgrímsson, framkvæmdastjóra Mýflugs, að í sjúkraflugi giltu alltaf sömu öryggisreglur og í öðru flugi og að ástand sjúklings væri flugmönnum óviðkomandi þegar ákvörðun væri tekin um það hvort flogið væri eða ekki. Heilbrigðisráðneytið framsendi bréf Björns til Flugmálastjórnar sem sagði að í sjúkraflugi kynni „að vera um einstaka neyðarflug“ að ræða ef flugstjóri teldi ríka hagsmuni í að fara út fyrir gildandi mörk um flugrekstur, til dæmis varðandi ákvæði um hliðarvind og hvíldartíma. „Slíkar ákvarðanir eru þá á ábyrgð viðkomandi flugstjóra og hljóta að taka mið af upplýsingum um ástand sjúklinga og hvort um hugsanlega lífshættu sé að ræða,“ sagði í svari frá flugöryggissviði FMS.Ekki ásættanleg sagði læknirinn „Það er óásættanlegt fyrir mig að flugöryggissvið Flugmálastjórnar geti upp á sitt eindæmi með þessum hætti gefið flugrekanda heimild til að fara út fyrir leyfileg mörk,“ svaraði þá Björn í nýju bréfi til ráðuneytisins. Flugmálastjórn svaraði þá að flugstjóri ætti að hafa svigrúm til að meta aðstæður til flugs ef hann stæði frammi fyrir hjálparþurfi manni í lífsháska eða í hættu á að verða fyrir stórfelldu líkamstjóni. „Í þessu felst þó engin heimild frá Flugmálastjórn,“ ítrekaði stofnunin sem lýsti sig ósammála þeirri fullyrðingu Björns að ákvarðanir flugstjóra um flug ættu ekki að mótast af ástandi sjúklings. Vísaði Flugmálastjórn meðal annars í 221. grein hegningarlaga: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði annarra í háska þá varðar fangelsi allt að tveimur árum eða sektum.“ Heilbrigðisráðuneytið gerði svar Flugmálastjórnar að sínu og sendi sem svar til Björns í lok febrúar 2007.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira