Vertu á verði Elín Hirst skrifar 13. janúar 2014 09:28 Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til stefnu til að vinda ofan af þessari þróun. Undirbúningur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er þegar hafin og niðurstaðan á að liggja fyrir 22. janúar. Það er líka gott að sjá að menn ætla alls ekki að gefast upp og láta verðbólguna taka völdin enn einu sinni. Aðildarfélög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem landsmenn eru að verða fyrir barðinu á um þessar mundir, vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón að sjá þegar maður skoðar þessa síðu hversu margir hafa þegar stokkið á verðhækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Vilja menn virkilega fórna þeim tækifærum sem við höfum til að auka stöðugleikann í landinu. Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér og afturkalli verðhækkanir. Emmessís dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun fyrir nokkrum dögum sem var til fyrirmyndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama. Neytendur ættu líka að láta sig það miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru sem ætla ekki að taka þátt í þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur af verðhækkunum og þar með verðbólgunni í landinu, sem er okkar helsti óvinur. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet fólk til að nota þetta góða framtak til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til stefnu til að vinda ofan af þessari þróun. Undirbúningur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er þegar hafin og niðurstaðan á að liggja fyrir 22. janúar. Það er líka gott að sjá að menn ætla alls ekki að gefast upp og láta verðbólguna taka völdin enn einu sinni. Aðildarfélög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem landsmenn eru að verða fyrir barðinu á um þessar mundir, vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón að sjá þegar maður skoðar þessa síðu hversu margir hafa þegar stokkið á verðhækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Vilja menn virkilega fórna þeim tækifærum sem við höfum til að auka stöðugleikann í landinu. Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér og afturkalli verðhækkanir. Emmessís dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun fyrir nokkrum dögum sem var til fyrirmyndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama. Neytendur ættu líka að láta sig það miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru sem ætla ekki að taka þátt í þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur af verðhækkunum og þar með verðbólgunni í landinu, sem er okkar helsti óvinur. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet fólk til að nota þetta góða framtak til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar