Opið bréf til Reykjavíkurborgar vegna RIFF Stjórn RIFF skrifar 13. janúar 2014 07:00 Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Stjórnin skorar jafnframt á ráðið að endurskoða þá ákvörðun sína að veita styrkinn til nýrra aðila sem ekki hafa sambærilega reynslu viðreksturslíkrar hátíðar og geta seint talist „óháðir“hagsmunaaðilum greinarinnar, en slíkt sjálfstæði er grunnur allra virtra kvikmyndahátíða í heiminum. RIFF hefur uppfyllt öll þau ákvæði í samningi við Reykjavíkurborg sem kveðið var á um. Menningar-og ferðamálaráð hefur lagt mikinn þunga ásamstarf við Heimili kvikmyndanna -Bíó Paradís. Stjórn RIFF leggur áherslu á að hún hefur haft áhuga á samstarfi við Heimili kvikmyndanna –Bíó Paradís, bæði í orði og á borði. Stjórnarmenn RIFF hafa rætt viðfulltrúa Bíó Paradísar um langtímasamninga og Giorgio Gossetti aðaldagskrárstjóri RIFF ritað Hilmari Sigurðssyni, formanni Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna og formanni Heimilis kvikmyndanna -Bíó Paradísar, bréf þess efnis þann 15. október 2013. Ítrekað hefur verið óskað eftir samráðsfundi meðfulltrúum Bíó Paradísar um samstarf. Á fundi með Hilmari Sigurðssyni og fulltrúum stjórnar RIFF 29. nóvember s.l. var einnig ákveðið að efna sem fyrst til samráðs og vinnufundar meðhelstu hagsmunaaðilum kvikmyndaiðnaðarins, Bíó Paradís og RIFF til að útfæra nánara samstarf næstu hátíða. Stjórn Bíó Paradísar hefur því miður ekki enn séð sér fært að ákvarða dagsetningu þess fundar. Fjöldi fyrirtækja, sjóða og stofnana hér heima og erlendis hafa efnt til samstarfs við RIFF og fjárfest í kynningu og uppbyggingu þessa vörumerkis í áratug. Mörg þessara fyrirtækja hafa átt í farsælu samstarfi við RIFF frá upphafi. Reykjavíkurborg hefur oft og ítrekað notað vörumerkið RIFF í alþjóðlegu kynningarefni um borgina þar sem farið er lofsorðum um hátíðina og hún sögð einn af helstu menningaratburðum borgarinnar á hverju ári. Höfuðborgarstofa gaf t.d. út bækling í fyrra, „Reykjavik Festival City” þar sem m.a. stendur að orðspor RIFF hafi aukist verulega og sífellt fleiri sæki hátíðina erlendis frá. Um sé að ræða meiri háttar kvikmyndaviðburð sem lífgi upp á íslenska kvikmyndamenningu meðframsæknum kvikmyndum og ungu kvikmyndagerðarfólki alls staðar að. RIFF sé á meðal best geymdu leyndarmála á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti. Undanfarin ár hefur myndast viðamikið net sterkra og þekktra alþjóðlegra aðila í kvikmyndagerð og -menningu sem bæði eru velviljaðir RIFF og hafa unnið fyrir hátíðina. Orðspor hátíðarinnar er afar gott, hún nýtur virðingar erlendra kvikmyndagerðarmanna og ferðamanna sem sumir hverjir sækja hátíðina árlega. RIFF hefur hlotið afgerandi viðurkenningar erlendis,m.a. frá MEDIA-áætlun Evrópusambandsins sem lagt hefur fjármagn í hátíðina undanfarin ár. Þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður tókst að halda glæsilega hátíð2013 sem jafnframt var tíu ára afmælishátíð RIFF. Auk hátt í þrjátíu þúsund gesta sóttu tugir erlendra blaðamanna hátíðina og hafa farið afar lofsamlegum orðum um RIFF, framkvæmd hátíðarinnar og umgjörð alla. Stjórn RIFF þykir því miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ meðákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram.Virðingarfyllst,Stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík –RIFFBaltasar KormákurElísabet RonaldsdóttirHrönn MarinósdóttirMax DagerSkúli Valberg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Stjórnin skorar jafnframt á ráðið að endurskoða þá ákvörðun sína að veita styrkinn til nýrra aðila sem ekki hafa sambærilega reynslu viðreksturslíkrar hátíðar og geta seint talist „óháðir“hagsmunaaðilum greinarinnar, en slíkt sjálfstæði er grunnur allra virtra kvikmyndahátíða í heiminum. RIFF hefur uppfyllt öll þau ákvæði í samningi við Reykjavíkurborg sem kveðið var á um. Menningar-og ferðamálaráð hefur lagt mikinn þunga ásamstarf við Heimili kvikmyndanna -Bíó Paradís. Stjórn RIFF leggur áherslu á að hún hefur haft áhuga á samstarfi við Heimili kvikmyndanna –Bíó Paradís, bæði í orði og á borði. Stjórnarmenn RIFF hafa rætt viðfulltrúa Bíó Paradísar um langtímasamninga og Giorgio Gossetti aðaldagskrárstjóri RIFF ritað Hilmari Sigurðssyni, formanni Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna og formanni Heimilis kvikmyndanna -Bíó Paradísar, bréf þess efnis þann 15. október 2013. Ítrekað hefur verið óskað eftir samráðsfundi meðfulltrúum Bíó Paradísar um samstarf. Á fundi með Hilmari Sigurðssyni og fulltrúum stjórnar RIFF 29. nóvember s.l. var einnig ákveðið að efna sem fyrst til samráðs og vinnufundar meðhelstu hagsmunaaðilum kvikmyndaiðnaðarins, Bíó Paradís og RIFF til að útfæra nánara samstarf næstu hátíða. Stjórn Bíó Paradísar hefur því miður ekki enn séð sér fært að ákvarða dagsetningu þess fundar. Fjöldi fyrirtækja, sjóða og stofnana hér heima og erlendis hafa efnt til samstarfs við RIFF og fjárfest í kynningu og uppbyggingu þessa vörumerkis í áratug. Mörg þessara fyrirtækja hafa átt í farsælu samstarfi við RIFF frá upphafi. Reykjavíkurborg hefur oft og ítrekað notað vörumerkið RIFF í alþjóðlegu kynningarefni um borgina þar sem farið er lofsorðum um hátíðina og hún sögð einn af helstu menningaratburðum borgarinnar á hverju ári. Höfuðborgarstofa gaf t.d. út bækling í fyrra, „Reykjavik Festival City” þar sem m.a. stendur að orðspor RIFF hafi aukist verulega og sífellt fleiri sæki hátíðina erlendis frá. Um sé að ræða meiri háttar kvikmyndaviðburð sem lífgi upp á íslenska kvikmyndamenningu meðframsæknum kvikmyndum og ungu kvikmyndagerðarfólki alls staðar að. RIFF sé á meðal best geymdu leyndarmála á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti. Undanfarin ár hefur myndast viðamikið net sterkra og þekktra alþjóðlegra aðila í kvikmyndagerð og -menningu sem bæði eru velviljaðir RIFF og hafa unnið fyrir hátíðina. Orðspor hátíðarinnar er afar gott, hún nýtur virðingar erlendra kvikmyndagerðarmanna og ferðamanna sem sumir hverjir sækja hátíðina árlega. RIFF hefur hlotið afgerandi viðurkenningar erlendis,m.a. frá MEDIA-áætlun Evrópusambandsins sem lagt hefur fjármagn í hátíðina undanfarin ár. Þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður tókst að halda glæsilega hátíð2013 sem jafnframt var tíu ára afmælishátíð RIFF. Auk hátt í þrjátíu þúsund gesta sóttu tugir erlendra blaðamanna hátíðina og hafa farið afar lofsamlegum orðum um RIFF, framkvæmd hátíðarinnar og umgjörð alla. Stjórn RIFF þykir því miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ meðákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram.Virðingarfyllst,Stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík –RIFFBaltasar KormákurElísabet RonaldsdóttirHrönn MarinósdóttirMax DagerSkúli Valberg
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar