Ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 14. janúar 2014 07:00 Íslenskir handboltaáhugamenn munu seint gleyma því er Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Tíu leikmenn íslenska landsliðsins á EM í Danmörku tóku þátt í þeim leik. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þeirra treyst sér til að horfa á leikinn aftur. Þessu líklega grátlegasta tapi íslenskrar handboltasögu hafa leikmenn ekki gleymt og þeir munu því mæta beittir í leikinn í dag. „Við ætlum að reyna að nýta okkur þann leik á jákvæðan hátt til þess að mótívera okkur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Hann veit sem er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður enda eru Ungverjar sem fyrr með sterkt lið þó svo það vanti þeirra besta mann, Laszlo Nagy. „Ungverjarnir eru með hörkulið. Líkamlega sterkir og klókir leikmenn. Við þurfum að vera klárir og mikilvægt að við höldum hreyfanleikanum í vörninni. Þeir eru með öflugar skyttur sem refsa ef við stöndum ekki rétt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir að það sé blóðugt fyrir Ungverja að missa Nagy. „Það skiptir gríðarlegu máli. Hann er einn besti leikmaður heims,“ segir Guðjón, en bendir á að Ungverjar eigi samt tvo fína menn til að leysa hann af. „Hvorugur þeirra er samt hálfur á við Nagy. Hann er líka frábær varnarmaður og munar því um minna hjá þeim.“ Á meðan öll önnur lið riðilsins æfðu í aðalsalnum í Álaborg í gær mátti íslenska liðið gera sér að góðu að æfa í litla salnum sem þess utan lak. Strákarnir létu það ekki slá sig út af laginu heldur tóku fína æfingu þar sem farið var yfir taktíkina gegn Ungverjum. „Í sókninni þurfum við að fá þá á hreyfingu. Þeir eru stórir og nokkrir tæpir tveir rúmmetrar,“ sagði Aron léttur. „Við þurfum að halda fjarlægð í fintunum svo við séum ekki að lenda í fanginu á þeim. Ungverjar keyra hraðaupphlaupin grimmt og við verðum að vera klárir.“Aron Pálmarsson gat ekkert tekið þátt í æfingunni í gær og það mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann getur spilað. Hann er tognaður á ökkla, ökklinn er bólginn en meðferð hefur gengið vel. Það er mikið undir fyrir Ísland í leiknum því ef það vinnur leikinn þá er það komið í milliriðil og öruggt að það fari þangað með tvö stig. Strákarnir hafa fengið mikið lof fyrir Noregsleikinn og Guðjón segir að það geti verið hættulegt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að menn verði of ánægðir of lengi og kikni undan öllu lofinu. Það er nákvæmlega þá sem menn þurfa að koma sér í burtu og byrja að hugsa um næsta leik. Mér líður aldrei vel í svona umhverfi. Þá vil ég koma mér í burtu sem fyrst.“ Myndbandsviðtal við Aron má sjá hér að ofan. EM 2014 karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Íslenskir handboltaáhugamenn munu seint gleyma því er Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Tíu leikmenn íslenska landsliðsins á EM í Danmörku tóku þátt í þeim leik. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þeirra treyst sér til að horfa á leikinn aftur. Þessu líklega grátlegasta tapi íslenskrar handboltasögu hafa leikmenn ekki gleymt og þeir munu því mæta beittir í leikinn í dag. „Við ætlum að reyna að nýta okkur þann leik á jákvæðan hátt til þess að mótívera okkur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Hann veit sem er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður enda eru Ungverjar sem fyrr með sterkt lið þó svo það vanti þeirra besta mann, Laszlo Nagy. „Ungverjarnir eru með hörkulið. Líkamlega sterkir og klókir leikmenn. Við þurfum að vera klárir og mikilvægt að við höldum hreyfanleikanum í vörninni. Þeir eru með öflugar skyttur sem refsa ef við stöndum ekki rétt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir að það sé blóðugt fyrir Ungverja að missa Nagy. „Það skiptir gríðarlegu máli. Hann er einn besti leikmaður heims,“ segir Guðjón, en bendir á að Ungverjar eigi samt tvo fína menn til að leysa hann af. „Hvorugur þeirra er samt hálfur á við Nagy. Hann er líka frábær varnarmaður og munar því um minna hjá þeim.“ Á meðan öll önnur lið riðilsins æfðu í aðalsalnum í Álaborg í gær mátti íslenska liðið gera sér að góðu að æfa í litla salnum sem þess utan lak. Strákarnir létu það ekki slá sig út af laginu heldur tóku fína æfingu þar sem farið var yfir taktíkina gegn Ungverjum. „Í sókninni þurfum við að fá þá á hreyfingu. Þeir eru stórir og nokkrir tæpir tveir rúmmetrar,“ sagði Aron léttur. „Við þurfum að halda fjarlægð í fintunum svo við séum ekki að lenda í fanginu á þeim. Ungverjar keyra hraðaupphlaupin grimmt og við verðum að vera klárir.“Aron Pálmarsson gat ekkert tekið þátt í æfingunni í gær og það mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann getur spilað. Hann er tognaður á ökkla, ökklinn er bólginn en meðferð hefur gengið vel. Það er mikið undir fyrir Ísland í leiknum því ef það vinnur leikinn þá er það komið í milliriðil og öruggt að það fari þangað með tvö stig. Strákarnir hafa fengið mikið lof fyrir Noregsleikinn og Guðjón segir að það geti verið hættulegt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að menn verði of ánægðir of lengi og kikni undan öllu lofinu. Það er nákvæmlega þá sem menn þurfa að koma sér í burtu og byrja að hugsa um næsta leik. Mér líður aldrei vel í svona umhverfi. Þá vil ég koma mér í burtu sem fyrst.“ Myndbandsviðtal við Aron má sjá hér að ofan.
EM 2014 karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira