Refsilaust Ísland 2014 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2014 06:00 Ráðherra heilbrigðismála sagði við Harmageddon í gær að hann væri til í að skoða afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. Frá því löggjöfin um ávana- og fíkniefni varð til árið 1974 – fyrir 40 árum – hefur lögreglumálum tengdum fíkniefnum stöðugt fjölgað, fjöldi handtekinna manna margfaldast og magn haldlagðra fíkniefna verður æ meira. Þeim sem afplána fangelsisrefsingar hér á landi vegna slíkra brota hefur fjölgað mjög mikið. Árið 1981 var 21 einstaklingur í fangelsi vegna fíkniefnabrota, 112 árið 2006 og 89 árið 2009. Síðastnefnda árið voru slíkir fangar tæplega þriðjungur allra fanga í íslenskum fangelsum. Hvert fíkniefnabrot og hver refsing kostar háar fjárhæðir. Hverju slíku máli fylgir vinna lögreglumanna, jafnvel tollvarða, síðan lögmanna, ákærenda og dómara og að lokum fangelsisyfirvalda. Í langflestum tilfellum eru það síðan ekki einu sinni þeir sem bera ábyrgð á innflutningi, sölu og njóta þannig hagnaðar af fíkniefnasölunni sem dregnir eru fyrir dóm, heldur „minnimáttar“ mennirnir, neytendur – þeir sem verða undir í samfélaginu vegna vandans. Stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið, skemmst er að minnast „Fíkniefnalauss Íslands árið 2000“, og lagst í herferðir sem hafa það að markmiði að sporna við vandanum. Neyslan heldur þó áfram að vera vandamál sem ekki sér fyrir endann á, jafnvel þótt menn hafi gert sér vonir um annað. Ráðherra kallar eftir nægilega góðum rökum fyrir afglæpavæðingunni. Rökin eru alls staðar. Það sem ráðherra ætti frekar að skoða er hver rökin fyrir þeirri þungu refsistefnu sem við framfylgjum eru. Miðað við reynsluna, hinn takmarkaða árangur og gríðarlega tilkostnað er erfitt að sjá hver þau eru, ef nokkur. Í greinargerð með hegningarlögum segir: „Refsingu ber ekki að beita, nema nauðsyn krefji, og ætla megi, að hún nái tilgangi sínum.“ Refsingar fyrir fíkniefnaneyslu ná ekki tilgangi sínum. Samt er þeim beitt. Það ættu að vera nægilega góð rök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherra heilbrigðismála sagði við Harmageddon í gær að hann væri til í að skoða afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. Frá því löggjöfin um ávana- og fíkniefni varð til árið 1974 – fyrir 40 árum – hefur lögreglumálum tengdum fíkniefnum stöðugt fjölgað, fjöldi handtekinna manna margfaldast og magn haldlagðra fíkniefna verður æ meira. Þeim sem afplána fangelsisrefsingar hér á landi vegna slíkra brota hefur fjölgað mjög mikið. Árið 1981 var 21 einstaklingur í fangelsi vegna fíkniefnabrota, 112 árið 2006 og 89 árið 2009. Síðastnefnda árið voru slíkir fangar tæplega þriðjungur allra fanga í íslenskum fangelsum. Hvert fíkniefnabrot og hver refsing kostar háar fjárhæðir. Hverju slíku máli fylgir vinna lögreglumanna, jafnvel tollvarða, síðan lögmanna, ákærenda og dómara og að lokum fangelsisyfirvalda. Í langflestum tilfellum eru það síðan ekki einu sinni þeir sem bera ábyrgð á innflutningi, sölu og njóta þannig hagnaðar af fíkniefnasölunni sem dregnir eru fyrir dóm, heldur „minnimáttar“ mennirnir, neytendur – þeir sem verða undir í samfélaginu vegna vandans. Stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið, skemmst er að minnast „Fíkniefnalauss Íslands árið 2000“, og lagst í herferðir sem hafa það að markmiði að sporna við vandanum. Neyslan heldur þó áfram að vera vandamál sem ekki sér fyrir endann á, jafnvel þótt menn hafi gert sér vonir um annað. Ráðherra kallar eftir nægilega góðum rökum fyrir afglæpavæðingunni. Rökin eru alls staðar. Það sem ráðherra ætti frekar að skoða er hver rökin fyrir þeirri þungu refsistefnu sem við framfylgjum eru. Miðað við reynsluna, hinn takmarkaða árangur og gríðarlega tilkostnað er erfitt að sjá hver þau eru, ef nokkur. Í greinargerð með hegningarlögum segir: „Refsingu ber ekki að beita, nema nauðsyn krefji, og ætla megi, að hún nái tilgangi sínum.“ Refsingar fyrir fíkniefnaneyslu ná ekki tilgangi sínum. Samt er þeim beitt. Það ættu að vera nægilega góð rök.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun