Handbolti

Guðjón Valur í sérflokki síðustu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur skorar gegn Makedónum á EM sem lauk í gær.
Guðjón Valur skorar gegn Makedónum á EM sem lauk í gær. Vísir/Daníel
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalslið Evrópumótsins. Þetta er í þriðja skipti sem Guðjón Valur er valinn í úrvalslið á stórmóti í handbolta. Enginn vinstri hornamaður hefur verið valinn oftar en einu sinni í úrvalslið ef litið er til síðustu tíu stórmóta.

Handbolti, handkast, em, Evrópumót, evrópukeppni, landslið 'island, Noregur, Danmörk, Árósar,
Guðjón Valur er þrettándi Íslendingurinn til að komast í úrvalslið á stórmóti. Ólafur Stefánsson var á sínum tíma valinn fjórum sinnum í úrvalsliðið en Guðjón Valur kemur honum fast á hæla. Þeir tveir eru einu íslensku landsliðsmennirnir sem hafa verið valdir í úrvalslið oftar en einu sinni.

Vinstri hornamenn í úrvalsliðum síðustu tíu stórmóta:

HM 2007 Eduard Koksharov, Rússlandi

EM 2008 Lars Christiansen, Danmörku

ÓL 2008 Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi

HM 2009 Michaël Guigou, Frakklandi

EM 2010 Manuel Strlek, Króatíu

HM 2011 Håvard Tvedten, Noregi

EM 2012 Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi

ÓL 2012 Jonas Källman, Svíþjóð

HM 2013 Timur Dibirov, Rússlandi

EM 2014 Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×