Oft er það gott er gamlir kveðja Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. janúar 2014 06:00 Styrmir Gunnarsson kemur af fjöllum í grein sem hann ritar á vefsíðu Evrópuvaktarinnar í gær. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af því hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðal ungs fólks í Reykjavík og vill að fram fari skoðanakönnun á því í Valhöll hvers vegna ungt fólk og fólk á miðjum aldri sem búsett er í borginni hrífist ekki af stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Hvað veldur?“ spyr Styrmir. „Eru það stefnumálin? Eru það frambjóðendur? Er það ímynd flokksins? Saga hans? Hver er skýringin?“ Það er nú það. Ætli stór hluti skýringarinnar felist ekki í því að þeir sem orð hafa fyrir flokknum á opinberum vettvangi skuli þurfa að spyrja slíkra spurninga. Spurninga sem sýna hversu gjörsamlega úr takti við vilja og áherslur kjósenda nútíðarinnar þeir eru og hversu óviljugir þeir eru að taka mið af þeim áherslum. Útreiðin sem konur fengu í prófkjöri flokksins sýnir til dæmis svo ekki verður um villst að innan hans er lítill vilji til breytinga og enn minni skilningur á því að stjórnmálaáherslur sem þóttu góðar og gildar um miðja síðustu öld eru löngu úreltar og höfða ekki til ungs fólks í dag. Styrmir sjálfur og kollegi hans Davíð Oddsson, svo tvö nöfn séu nefnd, ættu kannski líka að draga sig út úr umræðunni og sleppa tökunum á flokknum vilji þeir veg hans meiri. Nöfn þeirra eru alltof tengd því sukki og eiginhagsmunapoti sem flokkurinn stendur fyrir í hugum yngra fólks, meira að segja flokksbundins sjálfstæðisfólks. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, svaraði Styrmi á Facebook í gær og sagði meðal annars: „Ungt fólk vill kjósa flokk sem er kominn inn í 21. öldina og hugar að almannahagsmunum til framtíðar en passar ekki bara upp á sérhagsmuni í nútíðinni.“ Og þar liggur hundurinn grafinn. Fylgi Bjartrar framtíðar/Besta flokksins og uppgangur Pírata, sem enn hafa ekki einu sinni boðið fram til borgarstjórnar, sýna að ungt fólk vill nýja strauma og nýjar áherslur í borgarmálum. Ekkert síður nú en fyrir fjórum árum. Sú hreyfing sem þá fór í gang og beindist gegn fornaldarviðhorfum fjórflokksins var ekki bóla og það sem meira er hún var ekki bundin persónu Jóns Gnarr eins og margir hinna eldri stjórnmálamanna virðast hafa haldið. Hún var og er krafa um að gamlir karlar af báðum kynjum dragi sig í hlé og láti þeim sem yngri eru eftir stjórnina. Að fólk vinni saman af heilindum að því að gera borgina okkar að betri stað en eyði ekki orku, tíma og peningum í að hygla sínum eigin gæðingum á kostnað annarra. Að þeir sem veljast sem fulltrúar kjósenda í borginni séu ekki rammbundnir á klafa úreltrar hugmyndafræði og sjái ekki út fyrir veggi Valhallarinnar sinnar. Svarið sem Styrmi þyrstir í er nú ekki flóknara en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Styrmir Gunnarsson kemur af fjöllum í grein sem hann ritar á vefsíðu Evrópuvaktarinnar í gær. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af því hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðal ungs fólks í Reykjavík og vill að fram fari skoðanakönnun á því í Valhöll hvers vegna ungt fólk og fólk á miðjum aldri sem búsett er í borginni hrífist ekki af stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Hvað veldur?“ spyr Styrmir. „Eru það stefnumálin? Eru það frambjóðendur? Er það ímynd flokksins? Saga hans? Hver er skýringin?“ Það er nú það. Ætli stór hluti skýringarinnar felist ekki í því að þeir sem orð hafa fyrir flokknum á opinberum vettvangi skuli þurfa að spyrja slíkra spurninga. Spurninga sem sýna hversu gjörsamlega úr takti við vilja og áherslur kjósenda nútíðarinnar þeir eru og hversu óviljugir þeir eru að taka mið af þeim áherslum. Útreiðin sem konur fengu í prófkjöri flokksins sýnir til dæmis svo ekki verður um villst að innan hans er lítill vilji til breytinga og enn minni skilningur á því að stjórnmálaáherslur sem þóttu góðar og gildar um miðja síðustu öld eru löngu úreltar og höfða ekki til ungs fólks í dag. Styrmir sjálfur og kollegi hans Davíð Oddsson, svo tvö nöfn séu nefnd, ættu kannski líka að draga sig út úr umræðunni og sleppa tökunum á flokknum vilji þeir veg hans meiri. Nöfn þeirra eru alltof tengd því sukki og eiginhagsmunapoti sem flokkurinn stendur fyrir í hugum yngra fólks, meira að segja flokksbundins sjálfstæðisfólks. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, svaraði Styrmi á Facebook í gær og sagði meðal annars: „Ungt fólk vill kjósa flokk sem er kominn inn í 21. öldina og hugar að almannahagsmunum til framtíðar en passar ekki bara upp á sérhagsmuni í nútíðinni.“ Og þar liggur hundurinn grafinn. Fylgi Bjartrar framtíðar/Besta flokksins og uppgangur Pírata, sem enn hafa ekki einu sinni boðið fram til borgarstjórnar, sýna að ungt fólk vill nýja strauma og nýjar áherslur í borgarmálum. Ekkert síður nú en fyrir fjórum árum. Sú hreyfing sem þá fór í gang og beindist gegn fornaldarviðhorfum fjórflokksins var ekki bóla og það sem meira er hún var ekki bundin persónu Jóns Gnarr eins og margir hinna eldri stjórnmálamanna virðast hafa haldið. Hún var og er krafa um að gamlir karlar af báðum kynjum dragi sig í hlé og láti þeim sem yngri eru eftir stjórnina. Að fólk vinni saman af heilindum að því að gera borgina okkar að betri stað en eyði ekki orku, tíma og peningum í að hygla sínum eigin gæðingum á kostnað annarra. Að þeir sem veljast sem fulltrúar kjósenda í borginni séu ekki rammbundnir á klafa úreltrar hugmyndafræði og sjái ekki út fyrir veggi Valhallarinnar sinnar. Svarið sem Styrmi þyrstir í er nú ekki flóknara en það.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun