Innflytjendur eru tækifæri ekki ógn Elín Hirst skrifar 30. janúar 2014 06:00 Hvar sem komið er í heiminum, og spurt hverjir standi best að málefnum hælisleitenda er Noregur nefndur til sögunnar. Íslensk stjórnvöld hafa nú leitað í smiðju Norðmanna hvað varðar málefni hælisleitenda og er það vel. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti nýlega fyrir breytingum á útlendingalögum á Alþingi, að norskri fyrirmynd sem er að mínum dómi afar metnaðarfull og skynsamleg lagabót. Frumvarpið felur meðal annars í sér að stofnuð verði sjálfstæð kærunefnd sem taki til meðferðar kærur á úrskurðum Útlendingastofnunar vegna mála er varða komu, dvöl eða hælisumsókn útlendinga. Fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, réðst í mikið átak til styttingar málsmeðferðartíma hælisumsókna vorið 2013 og á hann einnig hrós skilið fyrir það. Afar mikilvægt er að sá mikli fjöldi sem sækir um að fá hér pólitískt hæli fái skýr og rökstudd svör eins fljótt og kostur er. Því miður fæst aldrei jákvætt svar við öllum beiðnum. Við búum við alþjóðlega löggjöf samhliða þeirri íslensku og þar sem rammi hefur verið settur í kringum þá alþjóðlegu vernd sem felst í pólitísku hæli. Enn fremur að það beri að forgangsraða í þágu þeirra sem mest eru taldir þurfa á slíkri hjálp að halda, eins og kom fram í máli Hönnu Birnu á Alþingi. Það kvað einnig við góðan tón í máli innanríkisráðherra. Hún hvatti okkur Íslendinga til að sýna umburðarlyndi og skilning og líta á það fremur sem tækifæri en ekki ógn að fá innflytjendur hingað til lands. Sérstaka athygli mína vöktu orð innanríkisráðherra um að ráðherrar í nágrannalöndum okkar líti nú á það sem eina helstu ógnina við Evrópu, ekki síst efnahagslega, að innflytjendur sniðgangi í vaxandi mæli álfuna. Þar með fari Evrópa á mis við þekkingu, dugnað og ný viðhorf fólks úr ólíkum áttum. Við Íslendingar eigum að fagna því að þeir sýni áhuga á að bæta mannlíf á Íslandi eins og Hanna Birna boðaði í ræðu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Hvar sem komið er í heiminum, og spurt hverjir standi best að málefnum hælisleitenda er Noregur nefndur til sögunnar. Íslensk stjórnvöld hafa nú leitað í smiðju Norðmanna hvað varðar málefni hælisleitenda og er það vel. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti nýlega fyrir breytingum á útlendingalögum á Alþingi, að norskri fyrirmynd sem er að mínum dómi afar metnaðarfull og skynsamleg lagabót. Frumvarpið felur meðal annars í sér að stofnuð verði sjálfstæð kærunefnd sem taki til meðferðar kærur á úrskurðum Útlendingastofnunar vegna mála er varða komu, dvöl eða hælisumsókn útlendinga. Fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, réðst í mikið átak til styttingar málsmeðferðartíma hælisumsókna vorið 2013 og á hann einnig hrós skilið fyrir það. Afar mikilvægt er að sá mikli fjöldi sem sækir um að fá hér pólitískt hæli fái skýr og rökstudd svör eins fljótt og kostur er. Því miður fæst aldrei jákvætt svar við öllum beiðnum. Við búum við alþjóðlega löggjöf samhliða þeirri íslensku og þar sem rammi hefur verið settur í kringum þá alþjóðlegu vernd sem felst í pólitísku hæli. Enn fremur að það beri að forgangsraða í þágu þeirra sem mest eru taldir þurfa á slíkri hjálp að halda, eins og kom fram í máli Hönnu Birnu á Alþingi. Það kvað einnig við góðan tón í máli innanríkisráðherra. Hún hvatti okkur Íslendinga til að sýna umburðarlyndi og skilning og líta á það fremur sem tækifæri en ekki ógn að fá innflytjendur hingað til lands. Sérstaka athygli mína vöktu orð innanríkisráðherra um að ráðherrar í nágrannalöndum okkar líti nú á það sem eina helstu ógnina við Evrópu, ekki síst efnahagslega, að innflytjendur sniðgangi í vaxandi mæli álfuna. Þar með fari Evrópa á mis við þekkingu, dugnað og ný viðhorf fólks úr ólíkum áttum. Við Íslendingar eigum að fagna því að þeir sýni áhuga á að bæta mannlíf á Íslandi eins og Hanna Birna boðaði í ræðu sinni.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun