Innflytjendur eru tækifæri ekki ógn Elín Hirst skrifar 30. janúar 2014 06:00 Hvar sem komið er í heiminum, og spurt hverjir standi best að málefnum hælisleitenda er Noregur nefndur til sögunnar. Íslensk stjórnvöld hafa nú leitað í smiðju Norðmanna hvað varðar málefni hælisleitenda og er það vel. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti nýlega fyrir breytingum á útlendingalögum á Alþingi, að norskri fyrirmynd sem er að mínum dómi afar metnaðarfull og skynsamleg lagabót. Frumvarpið felur meðal annars í sér að stofnuð verði sjálfstæð kærunefnd sem taki til meðferðar kærur á úrskurðum Útlendingastofnunar vegna mála er varða komu, dvöl eða hælisumsókn útlendinga. Fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, réðst í mikið átak til styttingar málsmeðferðartíma hælisumsókna vorið 2013 og á hann einnig hrós skilið fyrir það. Afar mikilvægt er að sá mikli fjöldi sem sækir um að fá hér pólitískt hæli fái skýr og rökstudd svör eins fljótt og kostur er. Því miður fæst aldrei jákvætt svar við öllum beiðnum. Við búum við alþjóðlega löggjöf samhliða þeirri íslensku og þar sem rammi hefur verið settur í kringum þá alþjóðlegu vernd sem felst í pólitísku hæli. Enn fremur að það beri að forgangsraða í þágu þeirra sem mest eru taldir þurfa á slíkri hjálp að halda, eins og kom fram í máli Hönnu Birnu á Alþingi. Það kvað einnig við góðan tón í máli innanríkisráðherra. Hún hvatti okkur Íslendinga til að sýna umburðarlyndi og skilning og líta á það fremur sem tækifæri en ekki ógn að fá innflytjendur hingað til lands. Sérstaka athygli mína vöktu orð innanríkisráðherra um að ráðherrar í nágrannalöndum okkar líti nú á það sem eina helstu ógnina við Evrópu, ekki síst efnahagslega, að innflytjendur sniðgangi í vaxandi mæli álfuna. Þar með fari Evrópa á mis við þekkingu, dugnað og ný viðhorf fólks úr ólíkum áttum. Við Íslendingar eigum að fagna því að þeir sýni áhuga á að bæta mannlíf á Íslandi eins og Hanna Birna boðaði í ræðu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hvar sem komið er í heiminum, og spurt hverjir standi best að málefnum hælisleitenda er Noregur nefndur til sögunnar. Íslensk stjórnvöld hafa nú leitað í smiðju Norðmanna hvað varðar málefni hælisleitenda og er það vel. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti nýlega fyrir breytingum á útlendingalögum á Alþingi, að norskri fyrirmynd sem er að mínum dómi afar metnaðarfull og skynsamleg lagabót. Frumvarpið felur meðal annars í sér að stofnuð verði sjálfstæð kærunefnd sem taki til meðferðar kærur á úrskurðum Útlendingastofnunar vegna mála er varða komu, dvöl eða hælisumsókn útlendinga. Fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, réðst í mikið átak til styttingar málsmeðferðartíma hælisumsókna vorið 2013 og á hann einnig hrós skilið fyrir það. Afar mikilvægt er að sá mikli fjöldi sem sækir um að fá hér pólitískt hæli fái skýr og rökstudd svör eins fljótt og kostur er. Því miður fæst aldrei jákvætt svar við öllum beiðnum. Við búum við alþjóðlega löggjöf samhliða þeirri íslensku og þar sem rammi hefur verið settur í kringum þá alþjóðlegu vernd sem felst í pólitísku hæli. Enn fremur að það beri að forgangsraða í þágu þeirra sem mest eru taldir þurfa á slíkri hjálp að halda, eins og kom fram í máli Hönnu Birnu á Alþingi. Það kvað einnig við góðan tón í máli innanríkisráðherra. Hún hvatti okkur Íslendinga til að sýna umburðarlyndi og skilning og líta á það fremur sem tækifæri en ekki ógn að fá innflytjendur hingað til lands. Sérstaka athygli mína vöktu orð innanríkisráðherra um að ráðherrar í nágrannalöndum okkar líti nú á það sem eina helstu ógnina við Evrópu, ekki síst efnahagslega, að innflytjendur sniðgangi í vaxandi mæli álfuna. Þar með fari Evrópa á mis við þekkingu, dugnað og ný viðhorf fólks úr ólíkum áttum. Við Íslendingar eigum að fagna því að þeir sýni áhuga á að bæta mannlíf á Íslandi eins og Hanna Birna boðaði í ræðu sinni.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun