
Hinir eitruðu kokkteilar
Rannsóknarnefnd Alþingis sem falið var að rannsaka hrunið og leita uppi hvað einna verst hafi verið gert í aðdraganda þess komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að innleiðing 90% húsnæðislána hafi verið alvarleg mistök sem valdið hafi innistæðulausri verðhækkun íbúðarhúsnæðis og orðið til þess að fjölmargir hafi skuldsett sig langt umfram greiðslugetu – 16 þúsund fjölskyldur fyrir hrun! Ekki síður „eitraður kokkteill“ það.
Framsóknarflokkurinn taldi fyrir kosningar – og telur enn – verðtrygginguna ein alvarlegustu mistök sem gerð hafi verið í meðferð efnahagsmála á Íslandi – mistök, sem átt hafi drjúgan þátt í linnulitlum verðbólguskotum, forsendubresti og hruni fjármála fjölmargra fjölskyldna. Enn einn „eitraður kokkteillinn“.
Hver blandaði?
Nú skulum við skoða aðeins tilurð allra þessara göróttu drykkja sem að sögn nýja Framsóknarflokksins hefur verið neytt ofan í þjóðina. Hverjir voru barþjónarnir, sem eitruðu kokkteilana blönduðu?
Steingrímur Steinþórsson
Verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar voru fyrst í lög leidd árið 1955. Það gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framóknarflokksins, Steingrímur Steinþórson. Þó óverðtryggð lán hafi jafnframt verið í boði urðu verðtryggðu húsnæðislánin ráðandi allt frá árinu 1955. Fólk taldi það hagstæðara. Þessa gjörð telur nýi Framsóknarflokkurinn að tafarlaust beri nú að afnema. Þetta var sem sé „eitraður kokkteill“.
Ólafur Jóhannesson
Lög um almenna verðtryggingu fjárskuldbindinga voru sett árið 1979. Það eru einu lögin í öllu lagasafninu sem kennd eru við forsætisráðherrann, sem beitti sér fyrir setningu þeirra. Lögin hétu – og heita enn – Ólafslög. Forsætisráðherrann sem hafði frumkvæði að setningu þeirra laga hét Ólafur Jóhannesson. Hann var formaður Framsóknarflokksins. Nú segir arftaki hans í sæti flokksformannsins að þessi verknaður forverans sé skaðvænleg mistök sem verði að afnema hið fyrsta. Einu lögin, sem skírð hafa verið eftir forvera hans, verði að hverfa úr íslenska lagasafninu. Svo „eitraður kokkteill“ séu þau.
Alexander Stefánsson
Að tilhlutan Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, voru verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar lengd úr 31 ári í 40 ár með lögum nr. 54 þann 7. maí 1986. Það gerði Alexander sannfærður um að með því væri hann að ganga til móts við þá, sem erfiðast áttu á húsnæðismarkaðnum; Sigtúnshópinn svonefnda; sem þá upplifði það, sem síðar var endurskírt af þeim Framsóknarfrostum og kallað „forsendubrestur“. Nú segir sami flokkur, nýi Framsóknarflokkurinn, að þar hafi fólki verið byrlaður „eitraður kokkteill“.
Árni Magnússon
90% lánin sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi bera einna mesta sökina á húsnæðisbólunni og skelfilegum afleiðingum hennar á fjárhag íslenskra fjölskyldna og á efnahag þjóðarheildarinnar voru sett af félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins eftir kosningaloforð hans og stutt af Sjálfstæðisflokknum „gegn betri vitund“ að sögn þáverandi formanns þess flokks, Geirs Haarde. Sá eitraði kokkteill var sum sé líka blandaður af barþjóni sama flokks og eftir uppskrift sem hann hafði einkarétt á.
Páll Pétursson
40 ára verðtryggðu húsnæðislánin voru ítrekuð í lögum árið 1998 jafnframt því sem lögin um Verkamannabústaði voru afnumin. Þetta gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, Páll Pétursson. Nú telur Eygló Harðardóttir, arftaki Páls, að nauðsynlegt sé að endurvekja kerfi til aðstoðar við tekjulágt fólk – kerfið, sem Páll lagði niður. Þann 19. maí árið 1998 sagði Páll: „Ég hef engar áhyggjur af því að þetta komi í hausinn á mér í næstu kosningum.“ Enda fór ekki svo. Þetta kemur bara í hausinn á konunni hans, formanni þingflokks nýrra Framsóknarmanna, núna – 16 árum seinna.
Hvílík örlög!
Hvílík örlög eins flokks að helstu viðfangsefni hans séu að reyna að hella niður öllum þeim „eitruðu kokkteilum”, sem sami flokkur ýmist að eigin sögn eða að sögn ráðgjafa hans á að hafa byrlað þjóðinni í fersku minni arftakanna. Og hvað um þá kokkteila sem flokkurinn er að blanda núna. Er óhætt að bergja þar af? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn aftur að gerast ábyrgur fyrir gæðunum – eins og þegar síðasti „eitraði kokkteill“ var blandaður. Og þá aftur gegn betri vitund!?! Hvílík örlög!
Skoðun

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar