Emsdetten skylt að greiða KA uppeldisbætur fyrir Odd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2014 07:00 Oddur Gretarsson. Vísir/Valli Áfrýjunardómstóll Handknattleikssambands Evrópu, EHF, kvað upp dóm í gær sem skyldaði þýska úrvalsdeildarliðið Emsdetten til að greiða KA á Akureyri uppeldisbætur fyrir hornamanninn Odd Gretarsson. Oddur fór frítt frá Akureyri handboltafélagi til Emsdetten í sumar en þýska félagið þurfti engu að síður að borga uppeldisbætur í samræmi við reglur sambandsins. Emsdetten neitaði og þegar dómstóll EHF úrskurðaði í nóvember að félaginu bæri að greiða bæturnar var málinu skotið til áfrýjunardómstólsins. Forráðamenn Emsdetten báru meðal annars fyrir sig að innan Evrópu ætti að ríkja frjáls för launþega og að Evrópulög tækju fyrir greiðslur sem þessar. HSÍ var umboðsaðili Akureyringa í málinu og segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins og hæstaréttarlögmaður, að niðurstaðan hefði verið skýr á báðum dómsstigum. „Í stuttu máli, að gjaldtaka sem þessi er lögmæt og stangast ekki á við Evrópulöggjöfina,“ segir Guðmundur og bætir við að málið eigi sér ekki fordæmi innan handboltans og niðurstaðan merkileg fyrir þær sakir. Í málflutningi Þjóðverja var meðal annars haldið fram að HSÍ hefði ekki umboð til að rukka uppeldisbætur fyrir KA og að ekki væri hægt að bera saman uppeldi handboltamanns í Þýskalandi og Íslandi. Þeim rökum var vísað frá í niðurstöðu dómsins. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira
Áfrýjunardómstóll Handknattleikssambands Evrópu, EHF, kvað upp dóm í gær sem skyldaði þýska úrvalsdeildarliðið Emsdetten til að greiða KA á Akureyri uppeldisbætur fyrir hornamanninn Odd Gretarsson. Oddur fór frítt frá Akureyri handboltafélagi til Emsdetten í sumar en þýska félagið þurfti engu að síður að borga uppeldisbætur í samræmi við reglur sambandsins. Emsdetten neitaði og þegar dómstóll EHF úrskurðaði í nóvember að félaginu bæri að greiða bæturnar var málinu skotið til áfrýjunardómstólsins. Forráðamenn Emsdetten báru meðal annars fyrir sig að innan Evrópu ætti að ríkja frjáls för launþega og að Evrópulög tækju fyrir greiðslur sem þessar. HSÍ var umboðsaðili Akureyringa í málinu og segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins og hæstaréttarlögmaður, að niðurstaðan hefði verið skýr á báðum dómsstigum. „Í stuttu máli, að gjaldtaka sem þessi er lögmæt og stangast ekki á við Evrópulöggjöfina,“ segir Guðmundur og bætir við að málið eigi sér ekki fordæmi innan handboltans og niðurstaðan merkileg fyrir þær sakir. Í málflutningi Þjóðverja var meðal annars haldið fram að HSÍ hefði ekki umboð til að rukka uppeldisbætur fyrir KA og að ekki væri hægt að bera saman uppeldi handboltamanns í Þýskalandi og Íslandi. Þeim rökum var vísað frá í niðurstöðu dómsins.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira