„Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2014 00:01 Einar Kristinn Kristgeirsson keppir í svigi og stórsvigi í Sotsjí. Mynd/SKÍ „Síðan maður var lítill krakki var það markmið mitt að komast á Ólympíuleikana. Nú er það orðið að veruleika,“ segir Einar Kristinn Kristgeirsson. Breiðhyltingurinn verður á meðal fjögurra íslenskra keppenda í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Hann fylgdist vel með leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og í Tórínó árið 2006. „Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í,“ segir Einar Kristinn spenntur. Skíðakappinn tvítugi segir góðan stíganda hafa verið í frammistöðu sinni undanfarnar vikur og mánuði. Einar hefur líkt og allir íslensku keppendurnir dvalist í Austurríki og Noregi frá því í ágúst. „Ég hef skíðað mikið og tel mig hafa bætt mig mikið. Ég náði mínum bestu erlendu punktum í Noregi fyrir skömmu þannig að þetta er allt að smella saman á réttum tíma.“ Einar Kristinn flaug utan til Austurríkis ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Brynjari Jökli Guðmundssyni um síðustu helgi. Með í för er landsliðsþjálfarinn Fjalar Úlfarsson en hópurinn mun æfa og keppa ytra til 5. febrúar. Þá verður flogið til Sotsjí en setningarhátíð leikanna fer fram þann 7. febrúar. Einar Kristinn ætlar sér stóra hluti. „Ég stefni á að komast í topp 35. En þá verð ég að skíða vel,“ segir Einar Kristinn sem æfði af kappi í sumar. „Ég vann í einn og hálfan mánuð en æfði svo tvisvar til þrisvar á dag í Laugardalnum til að koma mér í gott form. Allur líkaminn þarf að vera sterkur því það reynir á hann allan,“ segir ÍR-ingurinn sem renndi sér sínar fyrstu ferðir í Breiðholtsbrekkunni. Í dag keppir hann fyrir Skíðafélag Akureyrar en ástæðan er einföld. „Ég keppi og æfi með SKA. Kærastan mín er þaðan og ég er mest þar þegar ég er á Íslandi.“Einar Kristinn keppir í svigi og stórsvigi á leikunum sem verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 Sport og visir.is. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sjá meira
„Síðan maður var lítill krakki var það markmið mitt að komast á Ólympíuleikana. Nú er það orðið að veruleika,“ segir Einar Kristinn Kristgeirsson. Breiðhyltingurinn verður á meðal fjögurra íslenskra keppenda í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Hann fylgdist vel með leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og í Tórínó árið 2006. „Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í,“ segir Einar Kristinn spenntur. Skíðakappinn tvítugi segir góðan stíganda hafa verið í frammistöðu sinni undanfarnar vikur og mánuði. Einar hefur líkt og allir íslensku keppendurnir dvalist í Austurríki og Noregi frá því í ágúst. „Ég hef skíðað mikið og tel mig hafa bætt mig mikið. Ég náði mínum bestu erlendu punktum í Noregi fyrir skömmu þannig að þetta er allt að smella saman á réttum tíma.“ Einar Kristinn flaug utan til Austurríkis ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Brynjari Jökli Guðmundssyni um síðustu helgi. Með í för er landsliðsþjálfarinn Fjalar Úlfarsson en hópurinn mun æfa og keppa ytra til 5. febrúar. Þá verður flogið til Sotsjí en setningarhátíð leikanna fer fram þann 7. febrúar. Einar Kristinn ætlar sér stóra hluti. „Ég stefni á að komast í topp 35. En þá verð ég að skíða vel,“ segir Einar Kristinn sem æfði af kappi í sumar. „Ég vann í einn og hálfan mánuð en æfði svo tvisvar til þrisvar á dag í Laugardalnum til að koma mér í gott form. Allur líkaminn þarf að vera sterkur því það reynir á hann allan,“ segir ÍR-ingurinn sem renndi sér sínar fyrstu ferðir í Breiðholtsbrekkunni. Í dag keppir hann fyrir Skíðafélag Akureyrar en ástæðan er einföld. „Ég keppi og æfi með SKA. Kærastan mín er þaðan og ég er mest þar þegar ég er á Íslandi.“Einar Kristinn keppir í svigi og stórsvigi á leikunum sem verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 Sport og visir.is.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sjá meira