Virðing forseta Alþingis! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt. Hitt er mér umhugsunarefni að hann sem sitjandi forseti Alþingis skuli gefa meirihluta réttkjörinna þingmanna á síðasta kjörtímabili þá einkunn sem hann gerir. „Þarna var verið að reyna að ganga milli bols og höfuðs, ekki bara á Geir H. Haarde, heldur var markmiðið að berja niður pólitískan andstæðing með þessum leiðum“ er haft eftir Einari í viðtalinu. Síðan talar hann um „þetta landsdómshneyksli“ og les það í hjörtu þeirra þingmanna sem voru á öndverðri skoðun við hann í málinu að þeir hljóti að telja sig hafa gert „gríðarleg mistök“. Mér er misboðið við þessi orð forseta Alþingis! Mér er málið skylt. Ég er ein úr hópi þess meirihluta þingmanna sem greiddi í tvígang atkvæði samkvæmt sannfæringu minni og bestu samvisku á annan hátt en Einar K. Guðfinnsson. Það var þegar þingsályktunartillagan um ákærur var endanlega afgreidd og síðar þegar tillögu um að fella málið niður, sem þá var í höndum Landsdóms, var vísað frá. Í endanlegri atkvæðagreiðslu um ákærutillöguna greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 30 voru á móti. Tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var vísað frá með 31 atkvæði en 29 voru því fylgjandi. Sem sagt; skýr niðurstaða fékkst í báðum tilvikum og það var meirihluti réttkjörinna alþingismanna sem réði niðurstöðu málsins. Ég geri þá kröfu til forseta Alþingis að hann beri virðingu fyrir þessum staðreyndum. Þingforseti hverju sinni gegnir því veigamikla hlutverki að vera forseti allra þingmanna en má ekki falla í þá gryfju að ráðast ómaklega að pólitískum andstæðingum sínum fyrir þingstörf þeirra og skoðanir.Sérnefnd Alþingis Mér er málið líka skylt sem einn níu þingmanna í sérnefnd Alþingis um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin var kosin til að undirbúa umfjöllun þingsins um skýrsluna þegar hún bærist og gera tillögur um meðferð hennar. Við vorum flest nýliðar á þingi sem völdumst í nefndina og við tókum þetta erfiða verkefni sem okkur var falið mjög alvarlega. Nefndin undirbjó sig vel fyrir móttöku skýrslunnar, bæði áður en hún kom og eins við úrvinnslu hennar nutum við aðstoðar fjölda færustu sérfræðinga. Eins og allir ættu að muna komst Rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í skilningi þeirra laga sem um nefndina giltu. Úr þeirri niðurstöðu urðum við sem nefnd og síðan Alþingi allt að vinna. Mikill meirihluti nefndarinnar, eða 7 af 9, komst eftir mikla vinnu að þeirri niðurstöðu að ákæra bæri ráðherrana þrjá. Fimm nefndarmenn af níu komust að þeirri niðurstöðu að bæta ætti þeim fjórða við. Framhaldið þekkja allir. Ég vil fullvissa Einar K. Guðfinnsson sem og aðra um að ég vann að þessu erfiða máli af samviskusemi og greiddi um það atkvæði samkvæmt samvisku minni og sannfæringu, sjálfri mér samkvæm allt til enda. Ég veit ekki betur en að þetta mál hafi verið leitt til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög, með atkvæðagreiðslum á þingi og fyrir dómi eins og allt stjórnskipunar- og lagaumhverfi okkar er. Mér finnst langt gengið þegar forseti Alþingis notar það orðbragð sem hann gerir um þá sem komust að annarri niðurstöðu en hann sjálfur þegar horft er til þessara staðreynda. Höfum það hugfast að í þeim hópi sem forseti Alþingis talar svona til eru fjölmargir núverandi þingmenn sem eiga að lúta forsetavaldi hans. Þar eru meðal annars tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sem forseti væntanlega treystir og styður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt. Hitt er mér umhugsunarefni að hann sem sitjandi forseti Alþingis skuli gefa meirihluta réttkjörinna þingmanna á síðasta kjörtímabili þá einkunn sem hann gerir. „Þarna var verið að reyna að ganga milli bols og höfuðs, ekki bara á Geir H. Haarde, heldur var markmiðið að berja niður pólitískan andstæðing með þessum leiðum“ er haft eftir Einari í viðtalinu. Síðan talar hann um „þetta landsdómshneyksli“ og les það í hjörtu þeirra þingmanna sem voru á öndverðri skoðun við hann í málinu að þeir hljóti að telja sig hafa gert „gríðarleg mistök“. Mér er misboðið við þessi orð forseta Alþingis! Mér er málið skylt. Ég er ein úr hópi þess meirihluta þingmanna sem greiddi í tvígang atkvæði samkvæmt sannfæringu minni og bestu samvisku á annan hátt en Einar K. Guðfinnsson. Það var þegar þingsályktunartillagan um ákærur var endanlega afgreidd og síðar þegar tillögu um að fella málið niður, sem þá var í höndum Landsdóms, var vísað frá. Í endanlegri atkvæðagreiðslu um ákærutillöguna greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 30 voru á móti. Tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var vísað frá með 31 atkvæði en 29 voru því fylgjandi. Sem sagt; skýr niðurstaða fékkst í báðum tilvikum og það var meirihluti réttkjörinna alþingismanna sem réði niðurstöðu málsins. Ég geri þá kröfu til forseta Alþingis að hann beri virðingu fyrir þessum staðreyndum. Þingforseti hverju sinni gegnir því veigamikla hlutverki að vera forseti allra þingmanna en má ekki falla í þá gryfju að ráðast ómaklega að pólitískum andstæðingum sínum fyrir þingstörf þeirra og skoðanir.Sérnefnd Alþingis Mér er málið líka skylt sem einn níu þingmanna í sérnefnd Alþingis um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin var kosin til að undirbúa umfjöllun þingsins um skýrsluna þegar hún bærist og gera tillögur um meðferð hennar. Við vorum flest nýliðar á þingi sem völdumst í nefndina og við tókum þetta erfiða verkefni sem okkur var falið mjög alvarlega. Nefndin undirbjó sig vel fyrir móttöku skýrslunnar, bæði áður en hún kom og eins við úrvinnslu hennar nutum við aðstoðar fjölda færustu sérfræðinga. Eins og allir ættu að muna komst Rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í skilningi þeirra laga sem um nefndina giltu. Úr þeirri niðurstöðu urðum við sem nefnd og síðan Alþingi allt að vinna. Mikill meirihluti nefndarinnar, eða 7 af 9, komst eftir mikla vinnu að þeirri niðurstöðu að ákæra bæri ráðherrana þrjá. Fimm nefndarmenn af níu komust að þeirri niðurstöðu að bæta ætti þeim fjórða við. Framhaldið þekkja allir. Ég vil fullvissa Einar K. Guðfinnsson sem og aðra um að ég vann að þessu erfiða máli af samviskusemi og greiddi um það atkvæði samkvæmt samvisku minni og sannfæringu, sjálfri mér samkvæm allt til enda. Ég veit ekki betur en að þetta mál hafi verið leitt til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög, með atkvæðagreiðslum á þingi og fyrir dómi eins og allt stjórnskipunar- og lagaumhverfi okkar er. Mér finnst langt gengið þegar forseti Alþingis notar það orðbragð sem hann gerir um þá sem komust að annarri niðurstöðu en hann sjálfur þegar horft er til þessara staðreynda. Höfum það hugfast að í þeim hópi sem forseti Alþingis talar svona til eru fjölmargir núverandi þingmenn sem eiga að lúta forsetavaldi hans. Þar eru meðal annars tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sem forseti væntanlega treystir og styður.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun