Virðing forseta Alþingis! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt. Hitt er mér umhugsunarefni að hann sem sitjandi forseti Alþingis skuli gefa meirihluta réttkjörinna þingmanna á síðasta kjörtímabili þá einkunn sem hann gerir. „Þarna var verið að reyna að ganga milli bols og höfuðs, ekki bara á Geir H. Haarde, heldur var markmiðið að berja niður pólitískan andstæðing með þessum leiðum“ er haft eftir Einari í viðtalinu. Síðan talar hann um „þetta landsdómshneyksli“ og les það í hjörtu þeirra þingmanna sem voru á öndverðri skoðun við hann í málinu að þeir hljóti að telja sig hafa gert „gríðarleg mistök“. Mér er misboðið við þessi orð forseta Alþingis! Mér er málið skylt. Ég er ein úr hópi þess meirihluta þingmanna sem greiddi í tvígang atkvæði samkvæmt sannfæringu minni og bestu samvisku á annan hátt en Einar K. Guðfinnsson. Það var þegar þingsályktunartillagan um ákærur var endanlega afgreidd og síðar þegar tillögu um að fella málið niður, sem þá var í höndum Landsdóms, var vísað frá. Í endanlegri atkvæðagreiðslu um ákærutillöguna greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 30 voru á móti. Tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var vísað frá með 31 atkvæði en 29 voru því fylgjandi. Sem sagt; skýr niðurstaða fékkst í báðum tilvikum og það var meirihluti réttkjörinna alþingismanna sem réði niðurstöðu málsins. Ég geri þá kröfu til forseta Alþingis að hann beri virðingu fyrir þessum staðreyndum. Þingforseti hverju sinni gegnir því veigamikla hlutverki að vera forseti allra þingmanna en má ekki falla í þá gryfju að ráðast ómaklega að pólitískum andstæðingum sínum fyrir þingstörf þeirra og skoðanir.Sérnefnd Alþingis Mér er málið líka skylt sem einn níu þingmanna í sérnefnd Alþingis um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin var kosin til að undirbúa umfjöllun þingsins um skýrsluna þegar hún bærist og gera tillögur um meðferð hennar. Við vorum flest nýliðar á þingi sem völdumst í nefndina og við tókum þetta erfiða verkefni sem okkur var falið mjög alvarlega. Nefndin undirbjó sig vel fyrir móttöku skýrslunnar, bæði áður en hún kom og eins við úrvinnslu hennar nutum við aðstoðar fjölda færustu sérfræðinga. Eins og allir ættu að muna komst Rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í skilningi þeirra laga sem um nefndina giltu. Úr þeirri niðurstöðu urðum við sem nefnd og síðan Alþingi allt að vinna. Mikill meirihluti nefndarinnar, eða 7 af 9, komst eftir mikla vinnu að þeirri niðurstöðu að ákæra bæri ráðherrana þrjá. Fimm nefndarmenn af níu komust að þeirri niðurstöðu að bæta ætti þeim fjórða við. Framhaldið þekkja allir. Ég vil fullvissa Einar K. Guðfinnsson sem og aðra um að ég vann að þessu erfiða máli af samviskusemi og greiddi um það atkvæði samkvæmt samvisku minni og sannfæringu, sjálfri mér samkvæm allt til enda. Ég veit ekki betur en að þetta mál hafi verið leitt til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög, með atkvæðagreiðslum á þingi og fyrir dómi eins og allt stjórnskipunar- og lagaumhverfi okkar er. Mér finnst langt gengið þegar forseti Alþingis notar það orðbragð sem hann gerir um þá sem komust að annarri niðurstöðu en hann sjálfur þegar horft er til þessara staðreynda. Höfum það hugfast að í þeim hópi sem forseti Alþingis talar svona til eru fjölmargir núverandi þingmenn sem eiga að lúta forsetavaldi hans. Þar eru meðal annars tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sem forseti væntanlega treystir og styður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt. Hitt er mér umhugsunarefni að hann sem sitjandi forseti Alþingis skuli gefa meirihluta réttkjörinna þingmanna á síðasta kjörtímabili þá einkunn sem hann gerir. „Þarna var verið að reyna að ganga milli bols og höfuðs, ekki bara á Geir H. Haarde, heldur var markmiðið að berja niður pólitískan andstæðing með þessum leiðum“ er haft eftir Einari í viðtalinu. Síðan talar hann um „þetta landsdómshneyksli“ og les það í hjörtu þeirra þingmanna sem voru á öndverðri skoðun við hann í málinu að þeir hljóti að telja sig hafa gert „gríðarleg mistök“. Mér er misboðið við þessi orð forseta Alþingis! Mér er málið skylt. Ég er ein úr hópi þess meirihluta þingmanna sem greiddi í tvígang atkvæði samkvæmt sannfæringu minni og bestu samvisku á annan hátt en Einar K. Guðfinnsson. Það var þegar þingsályktunartillagan um ákærur var endanlega afgreidd og síðar þegar tillögu um að fella málið niður, sem þá var í höndum Landsdóms, var vísað frá. Í endanlegri atkvæðagreiðslu um ákærutillöguna greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 30 voru á móti. Tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var vísað frá með 31 atkvæði en 29 voru því fylgjandi. Sem sagt; skýr niðurstaða fékkst í báðum tilvikum og það var meirihluti réttkjörinna alþingismanna sem réði niðurstöðu málsins. Ég geri þá kröfu til forseta Alþingis að hann beri virðingu fyrir þessum staðreyndum. Þingforseti hverju sinni gegnir því veigamikla hlutverki að vera forseti allra þingmanna en má ekki falla í þá gryfju að ráðast ómaklega að pólitískum andstæðingum sínum fyrir þingstörf þeirra og skoðanir.Sérnefnd Alþingis Mér er málið líka skylt sem einn níu þingmanna í sérnefnd Alþingis um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin var kosin til að undirbúa umfjöllun þingsins um skýrsluna þegar hún bærist og gera tillögur um meðferð hennar. Við vorum flest nýliðar á þingi sem völdumst í nefndina og við tókum þetta erfiða verkefni sem okkur var falið mjög alvarlega. Nefndin undirbjó sig vel fyrir móttöku skýrslunnar, bæði áður en hún kom og eins við úrvinnslu hennar nutum við aðstoðar fjölda færustu sérfræðinga. Eins og allir ættu að muna komst Rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í skilningi þeirra laga sem um nefndina giltu. Úr þeirri niðurstöðu urðum við sem nefnd og síðan Alþingi allt að vinna. Mikill meirihluti nefndarinnar, eða 7 af 9, komst eftir mikla vinnu að þeirri niðurstöðu að ákæra bæri ráðherrana þrjá. Fimm nefndarmenn af níu komust að þeirri niðurstöðu að bæta ætti þeim fjórða við. Framhaldið þekkja allir. Ég vil fullvissa Einar K. Guðfinnsson sem og aðra um að ég vann að þessu erfiða máli af samviskusemi og greiddi um það atkvæði samkvæmt samvisku minni og sannfæringu, sjálfri mér samkvæm allt til enda. Ég veit ekki betur en að þetta mál hafi verið leitt til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög, með atkvæðagreiðslum á þingi og fyrir dómi eins og allt stjórnskipunar- og lagaumhverfi okkar er. Mér finnst langt gengið þegar forseti Alþingis notar það orðbragð sem hann gerir um þá sem komust að annarri niðurstöðu en hann sjálfur þegar horft er til þessara staðreynda. Höfum það hugfast að í þeim hópi sem forseti Alþingis talar svona til eru fjölmargir núverandi þingmenn sem eiga að lúta forsetavaldi hans. Þar eru meðal annars tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sem forseti væntanlega treystir og styður.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun