Hagar vilja tollfrjálsan innflutning á ostum Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Haraldur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum er sögð engin eða hverfandi. Nordicphotos/Getty „Við teljum eðlilegt að þegar skortur er á vörum og innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, séu þær þá fluttar inn án gjalda og tolla,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Fyrirtækið hefur óskað eftir því við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að settur verði opinn tollkvóti án allra gjalda fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum. Finnur segir fáránlegt að ekki megi flytja inn lífrænan kjúkling sem mikið sé spurt um nema á „ofurtollum“. Hvað varðar ostana segir Finnur að það sé vaxandi eftirspurn eftir þeim.Finnur Árnason„Þegar buffala-, geita- og ærostar eru seldir á verði sem er skikkanlegt, seljast þeir vel. Þeir eru hins vegar svo hátt tollaðir í dag að það er eins og fjárfesting að ætla að halda litla ostaveislu. Það getur ekki talist eðlilegt,“ segir Finnur. Í bréfi Haga til ráðuneytisins færir fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum sé ýmist engin eða hverfandi og anni þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á það hafi íslenskir geitabændur meðal annars bent. Það sé því viðvarandi skortur á umræddum vörum sem eðlilegt sé að ráðuneytið bregðist við með því að ákveða opinn tollkvóta án gjalda. Slíkt sé í samræmi við heimildir ráðuneytisins og fyrri ákvarðanir þegar skortur hefur verið á öðrum landbúnaðarvörum. Finnur nefnir í því sambandi að þegar skortur hafi verið á nautakjöti hér á landi hafi það verið flutt inn tímabundið án tolla. Þá sé skammt um liðið síðan Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði fengu að flytja inn ótollað smjör frá Írlandi með þeim rökum að innlend framleiðsla gæti ekki annað eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desember. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, staðfestir að Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi borist beiðni Haga. „Það er reiknað með því að það verði fundur í nefndinni í lok vikunnar og þangað til er ekkert meira um málið að segja,“ segir Þórir. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Við teljum eðlilegt að þegar skortur er á vörum og innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, séu þær þá fluttar inn án gjalda og tolla,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Fyrirtækið hefur óskað eftir því við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að settur verði opinn tollkvóti án allra gjalda fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum. Finnur segir fáránlegt að ekki megi flytja inn lífrænan kjúkling sem mikið sé spurt um nema á „ofurtollum“. Hvað varðar ostana segir Finnur að það sé vaxandi eftirspurn eftir þeim.Finnur Árnason„Þegar buffala-, geita- og ærostar eru seldir á verði sem er skikkanlegt, seljast þeir vel. Þeir eru hins vegar svo hátt tollaðir í dag að það er eins og fjárfesting að ætla að halda litla ostaveislu. Það getur ekki talist eðlilegt,“ segir Finnur. Í bréfi Haga til ráðuneytisins færir fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum sé ýmist engin eða hverfandi og anni þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á það hafi íslenskir geitabændur meðal annars bent. Það sé því viðvarandi skortur á umræddum vörum sem eðlilegt sé að ráðuneytið bregðist við með því að ákveða opinn tollkvóta án gjalda. Slíkt sé í samræmi við heimildir ráðuneytisins og fyrri ákvarðanir þegar skortur hefur verið á öðrum landbúnaðarvörum. Finnur nefnir í því sambandi að þegar skortur hafi verið á nautakjöti hér á landi hafi það verið flutt inn tímabundið án tolla. Þá sé skammt um liðið síðan Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði fengu að flytja inn ótollað smjör frá Írlandi með þeim rökum að innlend framleiðsla gæti ekki annað eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desember. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, staðfestir að Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi borist beiðni Haga. „Það er reiknað með því að það verði fundur í nefndinni í lok vikunnar og þangað til er ekkert meira um málið að segja,“ segir Þórir.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira