Reykjavíkurborg – Leiðandi afl Dóra Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Það er mikilvægt verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hlúa að uppbyggingu og þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarverkefnum þar sem því verður við komið. Borgin hefur burði til að vera forystuafl á Íslandi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, fjárfestingu, vinnuafl og ferðamenn. Nýsköpun í atvinnuháttum er ekki forgangsverkefni hjá núverandi ríkisstjórn. Rannsóknarfé var skorið við trog á fjárlögum og framganga ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópusambandinu varð til þess að IPA-styrkir að verðmæti 3,5 milljarðar nýttust ekki í þágu rannsókna og nýsköpunar. Helstu lausnirnar virðast felast í að slaka á kröfum um náttúruvernd auk þess sem óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi skilar of litlum arði af auðlindinni. Niðurstöður úr McKinsey-skýrslunni um leiðir til aukins hagvaxtar voru m.a. á þá leið að sjálfbær hagvaxtaráætlun yrði að ná til allra atvinnuvega. Nauðsynlegar aðgerðir felast í að efla skilvirkni þjónustu- og útflutningsgreina og auka virði útflutnings sem byggir á náttúruauðlindum, t.a.m. með opnun hagkerfisins, bættu aðgengi að fjármagni, úrbótum í menntakerfi, o.fl. í þeim tilgangi að alþjóðlegt viðskiptaumhverfi þrífist Íslandi.Opnun hagkerfisins Mikilvægt er að Reykjavíkurborg vinni skipulega í þessum anda og stuðli þannig að opnun hagkerfisins og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi. Í atvinnumálastefnu Reykjavíkurborgar má finna metnaðarfull markmið í þessum anda. Það er mikilvægt á komandi árum að standa vörð um eftirfarandi atriði:1 Skapa vaxtarskilyrði fyrir kraftmikið atvinnulíf sem einkennist af fjölbreytni og nýsköpun. Það á að vera auðvelt og aðgengilegt að stofna og reka fyrirtæki í borginni og á höfuðborgarsvæðinu öllu.2 Efla þarf skapandi greinar og klasasamstarf á milli þeirra. Jákvæð hagræn áhrif skapandi greina eru staðreynd. Þær eru atvinnuskapandi og hafa í för með sér jákvæð félagsleg áhrif.3 Hlúa þarf að ferðamannaborginni. Huga þarf að sjálfbærni og sátt atvinnugreinarinnar við samfélagið. Ör vöxtur ferðaþjónustu getur kallað á of litla framleiðni og neikvæðari upplifun borgarbúa af ferðaþjónustunni en við höfum áður þekkt. Með markvissri stefnu er hægt að skapa hagkvæm skilyrði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og leggja grunn að jákvæðri upplifun erlendra gesta.4 Öflug menntun á öllum skólastigum, hátækni og rannsóknir skipta miklu máli fyrir öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á hugvit og hátækni og bera í sér hvata til nýsköpunar og þróunar.5 Aukin fjárfesting. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft sem ekki sér fyrir endann á er það mikilvægt verkefni að laða að og auka innlenda og erlenda fjárfestingu og gefa í með markaðssetningu borgarinnar á þeim grunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hlúa að uppbyggingu og þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarverkefnum þar sem því verður við komið. Borgin hefur burði til að vera forystuafl á Íslandi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, fjárfestingu, vinnuafl og ferðamenn. Nýsköpun í atvinnuháttum er ekki forgangsverkefni hjá núverandi ríkisstjórn. Rannsóknarfé var skorið við trog á fjárlögum og framganga ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópusambandinu varð til þess að IPA-styrkir að verðmæti 3,5 milljarðar nýttust ekki í þágu rannsókna og nýsköpunar. Helstu lausnirnar virðast felast í að slaka á kröfum um náttúruvernd auk þess sem óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi skilar of litlum arði af auðlindinni. Niðurstöður úr McKinsey-skýrslunni um leiðir til aukins hagvaxtar voru m.a. á þá leið að sjálfbær hagvaxtaráætlun yrði að ná til allra atvinnuvega. Nauðsynlegar aðgerðir felast í að efla skilvirkni þjónustu- og útflutningsgreina og auka virði útflutnings sem byggir á náttúruauðlindum, t.a.m. með opnun hagkerfisins, bættu aðgengi að fjármagni, úrbótum í menntakerfi, o.fl. í þeim tilgangi að alþjóðlegt viðskiptaumhverfi þrífist Íslandi.Opnun hagkerfisins Mikilvægt er að Reykjavíkurborg vinni skipulega í þessum anda og stuðli þannig að opnun hagkerfisins og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi. Í atvinnumálastefnu Reykjavíkurborgar má finna metnaðarfull markmið í þessum anda. Það er mikilvægt á komandi árum að standa vörð um eftirfarandi atriði:1 Skapa vaxtarskilyrði fyrir kraftmikið atvinnulíf sem einkennist af fjölbreytni og nýsköpun. Það á að vera auðvelt og aðgengilegt að stofna og reka fyrirtæki í borginni og á höfuðborgarsvæðinu öllu.2 Efla þarf skapandi greinar og klasasamstarf á milli þeirra. Jákvæð hagræn áhrif skapandi greina eru staðreynd. Þær eru atvinnuskapandi og hafa í för með sér jákvæð félagsleg áhrif.3 Hlúa þarf að ferðamannaborginni. Huga þarf að sjálfbærni og sátt atvinnugreinarinnar við samfélagið. Ör vöxtur ferðaþjónustu getur kallað á of litla framleiðni og neikvæðari upplifun borgarbúa af ferðaþjónustunni en við höfum áður þekkt. Með markvissri stefnu er hægt að skapa hagkvæm skilyrði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og leggja grunn að jákvæðri upplifun erlendra gesta.4 Öflug menntun á öllum skólastigum, hátækni og rannsóknir skipta miklu máli fyrir öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á hugvit og hátækni og bera í sér hvata til nýsköpunar og þróunar.5 Aukin fjárfesting. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft sem ekki sér fyrir endann á er það mikilvægt verkefni að laða að og auka innlenda og erlenda fjárfestingu og gefa í með markaðssetningu borgarinnar á þeim grunni.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar