Öflugra og fjölbreyttara atvinnusvæði Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugu atvinnustigi á Akureyri. Of margt ungt fólk hefur lokið iðn- og tækninámi, háskólanámi en fær ekki starf við hæfi. Þetta verður að laga. Lífshamingja þeirrar kynslóðar sem er að koma á atvinnumarkað í bænum er í húfi. Tækifæri Akureyrar liggur í þessu hæfileikaríka unga fólki. Koma þarf vinnufúsum til verka.Meiri samkeppnishæfni Til að stuðla að breytingum í þessa átt er mikilvægt að styðja við nýsköpun, bæði hjá fyrirtækjum og einyrkjum. En það skiptir ekki síður máli að hlúa vel að þeirri starfsemi sem þegar er fyrir í bænum og við byggjum afkomu okkar á. Það eykur samkeppnishæfni bæjarins og hvetur til þess að ný fyrirtæki festi sig í sessi í bænum. Það skapar beina og afleidda veltu og viðheldur öflugu atvinnustigi.Öflugt rekstrarumhverfi Mikilvægi góðs rekstrarumhverfis, sem styður uppbygginu fyrirtækja, verður seint ofmetið. Þar skiptir miklu að bæjarkerfið stuðli að betra umhverfi fyrirtækja með því að lágmarka óvissu um aðkomu bæjarins að einstöku málum. Eins þarf að samræma væntingar til rekstrarumhverfis fyrirtækjanna með auknu samráði hagsmunaðila úr atvinnulífi og bæjarkerfinu.Stefnumótun í atvinnumálum Stærsta einstaka atriði á næsta kjörtímabili er að ljúka við stefnumótunarverkefni í atvinnumálum til næstu 5 til 10 ára. Þar er markmiðið að varpa ljósi á væntingar atvinnulífsins og mögulegar aðgerðir bæjarins til að bregðast við þeim. Þetta stefnumótunarverkefni þarf að skila áætlun sem við öll getum unnið eftir til skemmri og lengri tíma.Þátttaka fólks Skipa þarf verkefnisstjórn með þátttöku fólks úr atvinnulífi, mennta- og stjórnkerfi bæjarins sem myndi fara yfir stefnumótunarverkefnið, sviðsmyndir og verkefnatillögur með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Markmiðið er að hámarka samskipti hagsmunaaðila þannig að vinnan skili sem víðtækastri samstöðu. Þessi áhersla á sókn í atvinnulífi byggir á þeirri trú að það sé mikilvægur grunnur að betra samfélagi. Einungis þannig getur bæjarfélagið boðið upp á góða þjónustu við íbúana sem stenst samanburð við það sem best gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugu atvinnustigi á Akureyri. Of margt ungt fólk hefur lokið iðn- og tækninámi, háskólanámi en fær ekki starf við hæfi. Þetta verður að laga. Lífshamingja þeirrar kynslóðar sem er að koma á atvinnumarkað í bænum er í húfi. Tækifæri Akureyrar liggur í þessu hæfileikaríka unga fólki. Koma þarf vinnufúsum til verka.Meiri samkeppnishæfni Til að stuðla að breytingum í þessa átt er mikilvægt að styðja við nýsköpun, bæði hjá fyrirtækjum og einyrkjum. En það skiptir ekki síður máli að hlúa vel að þeirri starfsemi sem þegar er fyrir í bænum og við byggjum afkomu okkar á. Það eykur samkeppnishæfni bæjarins og hvetur til þess að ný fyrirtæki festi sig í sessi í bænum. Það skapar beina og afleidda veltu og viðheldur öflugu atvinnustigi.Öflugt rekstrarumhverfi Mikilvægi góðs rekstrarumhverfis, sem styður uppbygginu fyrirtækja, verður seint ofmetið. Þar skiptir miklu að bæjarkerfið stuðli að betra umhverfi fyrirtækja með því að lágmarka óvissu um aðkomu bæjarins að einstöku málum. Eins þarf að samræma væntingar til rekstrarumhverfis fyrirtækjanna með auknu samráði hagsmunaðila úr atvinnulífi og bæjarkerfinu.Stefnumótun í atvinnumálum Stærsta einstaka atriði á næsta kjörtímabili er að ljúka við stefnumótunarverkefni í atvinnumálum til næstu 5 til 10 ára. Þar er markmiðið að varpa ljósi á væntingar atvinnulífsins og mögulegar aðgerðir bæjarins til að bregðast við þeim. Þetta stefnumótunarverkefni þarf að skila áætlun sem við öll getum unnið eftir til skemmri og lengri tíma.Þátttaka fólks Skipa þarf verkefnisstjórn með þátttöku fólks úr atvinnulífi, mennta- og stjórnkerfi bæjarins sem myndi fara yfir stefnumótunarverkefnið, sviðsmyndir og verkefnatillögur með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Markmiðið er að hámarka samskipti hagsmunaaðila þannig að vinnan skili sem víðtækastri samstöðu. Þessi áhersla á sókn í atvinnulífi byggir á þeirri trú að það sé mikilvægur grunnur að betra samfélagi. Einungis þannig getur bæjarfélagið boðið upp á góða þjónustu við íbúana sem stenst samanburð við það sem best gerist.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar