Verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af viti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2014 06:00 íslenski hópurinn. Tekið var á móti íslenska hópnum með formlegum hætti í Ólympíuþorpinu í Sotsjí í vikunni. Brynjar Jökull er þriðji frá vinstri af þeim sem krjúpa. mynd/ísí „Ég byrjaði hjá KR en flutti mig yfir í Víking þegar ég var ellefu ára. Þá var þetta orðið meira fjölskyldusport en ég vildi meiri keppni,“ segir Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson. Vesturbæingurinn er mættur til Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru settir í gær. Hann viðurkennir að draumur sé að verða að veruleika. „Dreymir ekki flesta í einstaklingsíþróttum um að komast á svona stað? Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill,“ segir Brynjar sem mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum. Skíðakappinn hávaxni hefur verið í landsliði Íslands undanfarin fjögur ár og verið undir Ólympíuviðmiðinu síðan á leikunum í Vancouver 2010. „Þetta er náttúrulega frábært og þvílíkt ævintýri.“Einn mánuður á Íslandi frá ágúst Brynjar hefur líkt og félagar hans í landsliðinu dvalið erlendis stóran hluta ársins undanfarin misseri. Þá sérstaklega síðastliðin þrjú ár. „Þá flutti ég til Svíþjóðar og fór í skíðaháskóla þar sem þáverandi landsliðsþjálfari í alpagreinum þjálfaði,“ segir Brynjar sem er á 25. aldursári. Háskólinn var í samstarfi við sænska skíðasambandið og æfði Brynjar með bestu skíðaköppum Svíþjóðar í sínum aldursflokki. Frá því í ágúst hefur hann svo verið á ferð og flugi í Austurríki og Noregi. „Ætli ég hafi ekki verið samanlagt einn mánuð á Íslandi síðan í ágúst,“ segir Brynjar Jökull sem keppti á nokkrum mótum á Norðurlöndunum í desember. Þá vildi hann bæta árangur sinn í aðdraganda Sotsjí til að bæta stöðu sína. „Það styrkti stöðu mína gífurlega. Ég fékk stig á tveimur mótum sem hjálpaði mikið til,“ segir Brynjar Jökull. Svigið er sérgrein Víkingsins sem ætlar þó líka að fara af fullum krafti í stórsvigið. „Hugurinn er samt í sviginu.“ Brynjar er langelstur af þeim fjórum sem keppa fyrir Íslands hönd í alpagreinum. Hann segir það synd hvernig þróunin hafi verið undanfarin ár. Jafnaldrar hans hafi gefist upp á íþróttinni. „Það er samt ekkert skrýtið því það er svo lítill snjór á Íslandi og erfitt að stunda þetta sport. Maður verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af einhverju viti.“ Hann horfir bjartsýnum augum fram á veginn og rifjar upp góðan árangur á heimsmeistaramótinu í Schladming fyrir ári. Þá var hann 34. í rásröð í undankeppninni en komst í úrslitin. Þar var hann 73. í rásröðinni en lauk leik í 39. sæti. „Að hafna í topp fjörutíu með öllum þessum bestu þykir nokkuð fínt,“ segir Brynjar Jökull. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir leikana í Rússlandi. „Sjálfstraustið er gott og þetta verður æðislegt.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
„Ég byrjaði hjá KR en flutti mig yfir í Víking þegar ég var ellefu ára. Þá var þetta orðið meira fjölskyldusport en ég vildi meiri keppni,“ segir Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson. Vesturbæingurinn er mættur til Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru settir í gær. Hann viðurkennir að draumur sé að verða að veruleika. „Dreymir ekki flesta í einstaklingsíþróttum um að komast á svona stað? Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill,“ segir Brynjar sem mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum. Skíðakappinn hávaxni hefur verið í landsliði Íslands undanfarin fjögur ár og verið undir Ólympíuviðmiðinu síðan á leikunum í Vancouver 2010. „Þetta er náttúrulega frábært og þvílíkt ævintýri.“Einn mánuður á Íslandi frá ágúst Brynjar hefur líkt og félagar hans í landsliðinu dvalið erlendis stóran hluta ársins undanfarin misseri. Þá sérstaklega síðastliðin þrjú ár. „Þá flutti ég til Svíþjóðar og fór í skíðaháskóla þar sem þáverandi landsliðsþjálfari í alpagreinum þjálfaði,“ segir Brynjar sem er á 25. aldursári. Háskólinn var í samstarfi við sænska skíðasambandið og æfði Brynjar með bestu skíðaköppum Svíþjóðar í sínum aldursflokki. Frá því í ágúst hefur hann svo verið á ferð og flugi í Austurríki og Noregi. „Ætli ég hafi ekki verið samanlagt einn mánuð á Íslandi síðan í ágúst,“ segir Brynjar Jökull sem keppti á nokkrum mótum á Norðurlöndunum í desember. Þá vildi hann bæta árangur sinn í aðdraganda Sotsjí til að bæta stöðu sína. „Það styrkti stöðu mína gífurlega. Ég fékk stig á tveimur mótum sem hjálpaði mikið til,“ segir Brynjar Jökull. Svigið er sérgrein Víkingsins sem ætlar þó líka að fara af fullum krafti í stórsvigið. „Hugurinn er samt í sviginu.“ Brynjar er langelstur af þeim fjórum sem keppa fyrir Íslands hönd í alpagreinum. Hann segir það synd hvernig þróunin hafi verið undanfarin ár. Jafnaldrar hans hafi gefist upp á íþróttinni. „Það er samt ekkert skrýtið því það er svo lítill snjór á Íslandi og erfitt að stunda þetta sport. Maður verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af einhverju viti.“ Hann horfir bjartsýnum augum fram á veginn og rifjar upp góðan árangur á heimsmeistaramótinu í Schladming fyrir ári. Þá var hann 34. í rásröð í undankeppninni en komst í úrslitin. Þar var hann 73. í rásröðinni en lauk leik í 39. sæti. „Að hafna í topp fjörutíu með öllum þessum bestu þykir nokkuð fínt,“ segir Brynjar Jökull. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir leikana í Rússlandi. „Sjálfstraustið er gott og þetta verður æðislegt.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira