Skammtað úr krepptum hnefa Líf Magneudóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í „góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórnvöld halda alltaf fastar og fastar um pyngjuna. Tvö nýleg dæmi benda til þess að stjórnvöld hafi, og hafi lengi haft, rangar áherslur í menntamálum. Um daginn lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann vildi hækka laun framhaldsskólakennara. Í fyrstu fagnaði ég, því það er löngu orðið tímabært. En svo runnu á mig tvær grímur. Til þess að hækka laun þeirra ætlar hann að fækka þeim. Annað dæmið eru leikskólasameiningar í Reykjavík. Þá fækkaði meirihluti Samfylkingar og Besta flokks störfum leikskólastjóra í Reykjavík með því að sameina leikskóla. Störf leikskólakennara og -stjórnenda eru síður en svo hálaunastörf og með aðgerðunum sendi meirihlutinn köld skilaboð til einnar mikilvægustu starfstéttar samfélagsins. Þessi afstaða stjórnvalda felur bæði í sér skammsýni og virðingarleysi við fræðslu- og umönnunarstörf. Starf kennarans er margþætt. Fyrir utan að miðla þekkingu og fræðslu taka kennarar líka þátt í að móta og styrkja félagsþroska, færni og velferð nemenda sinna. Kennsla er mannlegt fag og árangurinn oft illmælanlegur. Það dylst hins vegar engum, sem vill vita, að störf kennara eru ein mikilvægasta atvinnugrein samfélagsins, sú arðbærasta og sú sem skilar hvað mestri velferð til lengri tíma litið, ef vel er að henni staðið. Með því að fjárfesta í samfélagi velsældar og framfara, þar sem börn fá athygli og menntun við hæfi, þurfum við að lyfta kennarastarfinu upp og veita kennurum faglegt frelsi. Við þurfum því fleiri menntaða kennara á betri launum. Hvenær ætla stjórnvöld að átta sig á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í „góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórnvöld halda alltaf fastar og fastar um pyngjuna. Tvö nýleg dæmi benda til þess að stjórnvöld hafi, og hafi lengi haft, rangar áherslur í menntamálum. Um daginn lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann vildi hækka laun framhaldsskólakennara. Í fyrstu fagnaði ég, því það er löngu orðið tímabært. En svo runnu á mig tvær grímur. Til þess að hækka laun þeirra ætlar hann að fækka þeim. Annað dæmið eru leikskólasameiningar í Reykjavík. Þá fækkaði meirihluti Samfylkingar og Besta flokks störfum leikskólastjóra í Reykjavík með því að sameina leikskóla. Störf leikskólakennara og -stjórnenda eru síður en svo hálaunastörf og með aðgerðunum sendi meirihlutinn köld skilaboð til einnar mikilvægustu starfstéttar samfélagsins. Þessi afstaða stjórnvalda felur bæði í sér skammsýni og virðingarleysi við fræðslu- og umönnunarstörf. Starf kennarans er margþætt. Fyrir utan að miðla þekkingu og fræðslu taka kennarar líka þátt í að móta og styrkja félagsþroska, færni og velferð nemenda sinna. Kennsla er mannlegt fag og árangurinn oft illmælanlegur. Það dylst hins vegar engum, sem vill vita, að störf kennara eru ein mikilvægasta atvinnugrein samfélagsins, sú arðbærasta og sú sem skilar hvað mestri velferð til lengri tíma litið, ef vel er að henni staðið. Með því að fjárfesta í samfélagi velsældar og framfara, þar sem börn fá athygli og menntun við hæfi, þurfum við að lyfta kennarastarfinu upp og veita kennurum faglegt frelsi. Við þurfum því fleiri menntaða kennara á betri launum. Hvenær ætla stjórnvöld að átta sig á því?
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun