Saga mannsins með nærfatanafnið er lyginni líkust Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2014 07:00 Bruno Banani braut blað í sögu Kyrrahafseyjunnar Tonga þegar hann renndi sér í Sotsjí um síðustu helgi. Vísir/Getty Þegar hinn 26 ára gamli Bruno Banani frá Tonga renndi sér á baksleðanum niður brekkuna í Sotsjí um síðustu helgi rættist ósk Salote Mafile‘o Pilolevu Tuita, prinsessunnar af Tonga, um að eiga keppanda á Vetrarólympíuleikunum. Banani, sem keppt hefur á þremur heimsmeistaramótum, endaði í 32. sæti og stóð sig hreint með ágætum. Saga hans er lyginni líkust. Eiginlega bara hálfgerð lygi. Það er t.a.m. engin tilviljun að hann heitir það sama og þýski nærfataframleiðandinn Bruno Banani. Hann tók nefnilega upp nafn fyrirtækisins fyrir fimm árum í markaðsskyni og hefur síðan verið auglýsing fyrir fyrirtækið þar sem hann þýtur á baksleða niður brekkur heimsins á allt að 140 kílómetra hraða.Fundu glufu í regluverkinu Fuahea Semi, eins og hann heitir réttu nafni, mætti á hálfgert baksleðanámskeið sem þýski meistarinn Isabel Barschinski hélt á Tonga árið 2009 og í framhaldinu hafði markaðsfyrirtækið Makai samband við hann. Það viðraði þá hugmynd við Semi að byrja að æfa íþróttina af krafti og breyta nafni sínu í Bruno Banani. Reglur Ólympíunefndarinnar hvað varðar auglýsingar í kringum leikana eru mjög strangar og mega íþróttamenn ekki einu sinni birtast í þeim hvar sem er í heiminum á meðan á leikunum stendur. Ekki nema sé verið að auglýsa eitthvert af þeim fyrirtækjum sem styrkja Ólympíuleikana. „Ég virði Ólympíuleikana en við fundum þarna glufu í regluverkinu. Við fengum þá hugmynd að breyta nafni hans sem er ekki bannað,“ sagði Mathias Ihle, forstjóri Maikai, við ESPN í janúar. Hinum endurnefnda Banani var svo boðið til æfinga með þýska landsliðinu er hann reyndi að komast á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010 en það tókst ekki. Hann hefur síðan keppt á þremur heimsmeistaramótum og er nú búinn að endurskrifa Ólympíusögu Tonga. Markaðsfyrirtækið breytti ekki bara nafni Semi heldur sögu hans. Faðir Semi fæðir og klæðir fjölskyldu sína með því að tína kassavarætur en þar sem þær þekkja ekki allir var frekar sagt að hann tíndi kókoshnetur. Sú setning fylgir svo alltaf Banani að hann „fái kraft úr kókoshnetum“. Þýska blaðið Der Spiegel kom upp um Banani fyrir tveimur árum en það stöðvaði hvorki nærfataframleiðandann né íþróttamanninn sjálfan. Hann hélt áfram ótrauður og tryggði sér keppnisrétt á ÓL 2014 í lok desember á síðasta ári. Prinsessan af Tonga var svo mætt til Sotsjí fyrir keppnina um síðustu helgi þar sem hún hoppaði og öskraði af gleði. „Áfram Bruno, áfram Tonga, áfram Tonga!“ hrópaði hún. Ekkert lítið ánægð með að draumur hennar rættist. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Accrington Stanley | Ætti að vera auðvelt fyrir Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember Sjá meira
Þegar hinn 26 ára gamli Bruno Banani frá Tonga renndi sér á baksleðanum niður brekkuna í Sotsjí um síðustu helgi rættist ósk Salote Mafile‘o Pilolevu Tuita, prinsessunnar af Tonga, um að eiga keppanda á Vetrarólympíuleikunum. Banani, sem keppt hefur á þremur heimsmeistaramótum, endaði í 32. sæti og stóð sig hreint með ágætum. Saga hans er lyginni líkust. Eiginlega bara hálfgerð lygi. Það er t.a.m. engin tilviljun að hann heitir það sama og þýski nærfataframleiðandinn Bruno Banani. Hann tók nefnilega upp nafn fyrirtækisins fyrir fimm árum í markaðsskyni og hefur síðan verið auglýsing fyrir fyrirtækið þar sem hann þýtur á baksleða niður brekkur heimsins á allt að 140 kílómetra hraða.Fundu glufu í regluverkinu Fuahea Semi, eins og hann heitir réttu nafni, mætti á hálfgert baksleðanámskeið sem þýski meistarinn Isabel Barschinski hélt á Tonga árið 2009 og í framhaldinu hafði markaðsfyrirtækið Makai samband við hann. Það viðraði þá hugmynd við Semi að byrja að æfa íþróttina af krafti og breyta nafni sínu í Bruno Banani. Reglur Ólympíunefndarinnar hvað varðar auglýsingar í kringum leikana eru mjög strangar og mega íþróttamenn ekki einu sinni birtast í þeim hvar sem er í heiminum á meðan á leikunum stendur. Ekki nema sé verið að auglýsa eitthvert af þeim fyrirtækjum sem styrkja Ólympíuleikana. „Ég virði Ólympíuleikana en við fundum þarna glufu í regluverkinu. Við fengum þá hugmynd að breyta nafni hans sem er ekki bannað,“ sagði Mathias Ihle, forstjóri Maikai, við ESPN í janúar. Hinum endurnefnda Banani var svo boðið til æfinga með þýska landsliðinu er hann reyndi að komast á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010 en það tókst ekki. Hann hefur síðan keppt á þremur heimsmeistaramótum og er nú búinn að endurskrifa Ólympíusögu Tonga. Markaðsfyrirtækið breytti ekki bara nafni Semi heldur sögu hans. Faðir Semi fæðir og klæðir fjölskyldu sína með því að tína kassavarætur en þar sem þær þekkja ekki allir var frekar sagt að hann tíndi kókoshnetur. Sú setning fylgir svo alltaf Banani að hann „fái kraft úr kókoshnetum“. Þýska blaðið Der Spiegel kom upp um Banani fyrir tveimur árum en það stöðvaði hvorki nærfataframleiðandann né íþróttamanninn sjálfan. Hann hélt áfram ótrauður og tryggði sér keppnisrétt á ÓL 2014 í lok desember á síðasta ári. Prinsessan af Tonga var svo mætt til Sotsjí fyrir keppnina um síðustu helgi þar sem hún hoppaði og öskraði af gleði. „Áfram Bruno, áfram Tonga, áfram Tonga!“ hrópaði hún. Ekkert lítið ánægð með að draumur hennar rættist.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Accrington Stanley | Ætti að vera auðvelt fyrir Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember Sjá meira