Sú yngsta er pollróleg fyrir frumraun á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Helga María keppir í dag. Mynd/Aðsend „Líðanin er bara góð og það fer vel um okkur hérna í ólympíuþorpinu,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir, yngsti ólympíufari Íslendinga í Sotsjí, við Fréttablaðið en hún ríður á vaðið í dag fyrst af fjórum íslenskum keppendum í alpagreinum. Helga, sem er aðeins 18 ára gömul, keppir í þremur greinum á leikunum en hún byrjar í risasvigi á morgun. Hún tekur síðar þátt í stórsvigi, hennar bestu grein, og einnig svigi. Bara eitt mót undir belti Helga María hefur æft stíft í vetur en hún býr í bænum Noregi og keppir mest þar í landi. Einnig keppti hún í Austurríki í janúar en undirbúningur hennar hefur gengið vel. „Mig langar að geta framkvæmt það í brautinni sem ég hef verið að gera á æfingum. Ég vil geta nýtt mér þessa tækni sem ég er búin að vera að æfa,“ segir Helga María sem er hóflega bjartsýn fyrir risasvigið í dag. „Mig langar alltaf að vera í topp 40 en það er erfitt að setja sér einhver þannig markmið því maður veit aldrei hversu löng brautin verður. Ég hef líka bara keppt á einu risasvigsmóti í vetur og þar komst ég ekki niður þannig að ég er að horfa meira á stórsvigið,“ segir Helga María.Keppir í öllu á HM Helga María var ekki viðstödd setningarhátíðina á sínum fyrstu ólympíuleikum þar sem hún valdi frekar að æfa sig enn frekar heima í Noregi. Hún viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Algjörlega. Það var mjög erfitt val. Við vorum að æfa hraðagreinarnar og það er eitthvað sem er ekki alltaf hægt þannig að ég taldi betra að nýta það,“ segir Helga. Æfingarnar nýtast henni líka eftir ólympíuleikana þegar hún fer á heimsmeistaramót unglinga. „Þetta var undirbúningur fyrir HM. Þar ætla ég að keppa í öllum greinum. Það mót er bara strax eftir Ól,“ segir Helga María.Jarðbundin manneskja Ólympíuförunum hefur gefist smá tími til að skoða sig um í Sotsjí og hafa þau haft gaman af. „Við erum búin að skoða allt held ég. Ólympíuleikarnir eru öðruvísi en allt annað sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Helga María en hvernig heldur hún að taugarnar verði, standandi við hliðið í sinni fyrstu grein á fyrstu leikunum? „Ég hugsa þær verði nú bara í lagi. Ég er mjög jarðbundin manneskja og nokkuð róleg yfir þessu öllu saman,“ segir Helga María að lokum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjá meira
„Líðanin er bara góð og það fer vel um okkur hérna í ólympíuþorpinu,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir, yngsti ólympíufari Íslendinga í Sotsjí, við Fréttablaðið en hún ríður á vaðið í dag fyrst af fjórum íslenskum keppendum í alpagreinum. Helga, sem er aðeins 18 ára gömul, keppir í þremur greinum á leikunum en hún byrjar í risasvigi á morgun. Hún tekur síðar þátt í stórsvigi, hennar bestu grein, og einnig svigi. Bara eitt mót undir belti Helga María hefur æft stíft í vetur en hún býr í bænum Noregi og keppir mest þar í landi. Einnig keppti hún í Austurríki í janúar en undirbúningur hennar hefur gengið vel. „Mig langar að geta framkvæmt það í brautinni sem ég hef verið að gera á æfingum. Ég vil geta nýtt mér þessa tækni sem ég er búin að vera að æfa,“ segir Helga María sem er hóflega bjartsýn fyrir risasvigið í dag. „Mig langar alltaf að vera í topp 40 en það er erfitt að setja sér einhver þannig markmið því maður veit aldrei hversu löng brautin verður. Ég hef líka bara keppt á einu risasvigsmóti í vetur og þar komst ég ekki niður þannig að ég er að horfa meira á stórsvigið,“ segir Helga María.Keppir í öllu á HM Helga María var ekki viðstödd setningarhátíðina á sínum fyrstu ólympíuleikum þar sem hún valdi frekar að æfa sig enn frekar heima í Noregi. Hún viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Algjörlega. Það var mjög erfitt val. Við vorum að æfa hraðagreinarnar og það er eitthvað sem er ekki alltaf hægt þannig að ég taldi betra að nýta það,“ segir Helga. Æfingarnar nýtast henni líka eftir ólympíuleikana þegar hún fer á heimsmeistaramót unglinga. „Þetta var undirbúningur fyrir HM. Þar ætla ég að keppa í öllum greinum. Það mót er bara strax eftir Ól,“ segir Helga María.Jarðbundin manneskja Ólympíuförunum hefur gefist smá tími til að skoða sig um í Sotsjí og hafa þau haft gaman af. „Við erum búin að skoða allt held ég. Ólympíuleikarnir eru öðruvísi en allt annað sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Helga María en hvernig heldur hún að taugarnar verði, standandi við hliðið í sinni fyrstu grein á fyrstu leikunum? „Ég hugsa þær verði nú bara í lagi. Ég er mjög jarðbundin manneskja og nokkuð róleg yfir þessu öllu saman,“ segir Helga María að lokum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjá meira