Dauðinn dónalegi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. febrúar 2014 11:01 Þegar gamla kisan okkar, hún Krísurófa, var orðin um það bil hundrað ára í mannárum talið lagðist hún í sína kisukör og mornaði þar og þornaði, hætti að nærast, hætti að mjálma, hætti meira að segja að vera hvumpin. Þá var ekki um annað að ræða en að fara með hana til dýralæknisins. Ég hélt á henni meðan konan gaf henni náðarsprautuna og hún dó í fanginu á mér. Svo fór ég með hana heim og gróf hana í beðinu undir stofuglugganum. Það var rigning. Ég raulaði yfir henni Nú legg ég augun aftur en yngri dóttir mín stóð í gluggakistunni hinum megin við glerið og fylgdist með, söng svo líka yfir kisu lagið Attikattínóa. Svo var þetta búið, við settum kross og kringum leiðið óx með tíð og tíma ókennilegur arfi sem ég kann engin skil á en guð býr í gróðurmoldinni og ekki í mínum verkahring að hlutast of mikið til um það.Alvaldið starfar án strits Lífsins gangur. Gíraffi að nafni Maríus var á dögunum aflífaður í dýragarði í Kaupmannahöfn. Þetta var opinber aftaka, og ekki nóg með það, heldur var gíraffinn krufinn á eftir svo að börnin mættu fræðast um samsetningu hans – og voru víst áhugasöm – og svo var honum að sögn fleygt fyrir ljónin eins og hverjum öðrum Spartakusi. Vesalings Maríus hlaut þannig enga virðulega útför með sálmasöng og syrgjendum. Það varð líka af mikið fjaðrafok um gjörvöll Vesturlönd meðal fólks sem taldi að dauðinn eigi ekkert erindi á almannafæri – dýragarðsstjórinn var boðaður snarlega í yfirheyrslu hjá sjónvarpsmanni sem spurði höstuglega hvað það ætti að þýða að láta börn horfa upp á lífsins gang, sjá dauðann að störfum. Fólk sýndi því skilning að Maríus ætti sér ekki framtíð meðal hinna gíraffanna þarna á þessum slóðum vegna hættu á innræktun – og hinir gíraffarnir gætu sennilega ekki útkljáð málið á sína gíraffavísu; með einvígi þar sem hálsinn er helsta vopnið – og hann svo sendur eitthvert burt út á örkina; hvert gæti slíkur gíraffi svo sem farið: til Hvidovre? Það var hitt sem fór fyrir brjóstið á fólkinu: að hann skyldi ekki aflífaður á afviknum stað. Dauðinn má vissulega hafa sinn gang en óþarfi er að hafa hann fyrir augunum á okkur. Dauðinn særir blygðunarkennd okkar; dauðinn er síðasta tabúið. Nútímastríð eru háð á klínískan og snyrtilegan hátæknihátt utan kastljóss fjölmiðlanna, með svokölluðum drónum, þar sem við eigum ekki að þurfa að horfa upp á nokkurn mann drepa annan mann. Engin föðurlandssvik þykja verri en þegar lekið er myndefni af hernaði í fjölmiðla. Aflífun óæskilegra manna á að fara fram utan við skynsvið okkar; dauðinn er eina nektin sem eftir er sem þykir klúr; dauðinn er það síðasta sem þykir dónalegt.Sú var tíð… Sú var tíð að dauðinn var partur af lífinu. Forðum tíð fæddist fólk á heimilunum, lifði þar og dó þar, lá þar dáið um hríð þangað til það var sett í gröfina og gekk svo væntanlega aftur þar, hefði það skapferli til þess. Orka viðkomandi einstaklings fékk nógan tíma til að setjast og taka sér bólfestu í húsgögnum, innviðum og vitund ástvina. Dauðinn hafði sinn stað í lífinu. Börn sáu dýr deyja – dýr sem þau unnu og höfðu átt sínar stundir með. Börn sáu ástvini deyja og skynjuðu nálægð þessara einstaklinga lengi eftir dauðann. Dauðinn var hinn eðlilegi lokapunktur lífsins – og upphafsreitur nýrra leiðangra. Margt fólk trúði því að sálin – kjarni vitundarinnar hjá fólkinu – væri ódauðleg og færi með einhverjum óskilgreindum hætti í aðra staði, aðrar víddir, sem ekki hvarflaði að neinum að hvíldi á vísindaleg sönnunarskylda. Sjálfur hef ég horft á einkennilega arfann vaxa á leiði hennar Krísurófu gömlu og er mér nægilegur vitnisburður um ódauðleik sálarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þegar gamla kisan okkar, hún Krísurófa, var orðin um það bil hundrað ára í mannárum talið lagðist hún í sína kisukör og mornaði þar og þornaði, hætti að nærast, hætti að mjálma, hætti meira að segja að vera hvumpin. Þá var ekki um annað að ræða en að fara með hana til dýralæknisins. Ég hélt á henni meðan konan gaf henni náðarsprautuna og hún dó í fanginu á mér. Svo fór ég með hana heim og gróf hana í beðinu undir stofuglugganum. Það var rigning. Ég raulaði yfir henni Nú legg ég augun aftur en yngri dóttir mín stóð í gluggakistunni hinum megin við glerið og fylgdist með, söng svo líka yfir kisu lagið Attikattínóa. Svo var þetta búið, við settum kross og kringum leiðið óx með tíð og tíma ókennilegur arfi sem ég kann engin skil á en guð býr í gróðurmoldinni og ekki í mínum verkahring að hlutast of mikið til um það.Alvaldið starfar án strits Lífsins gangur. Gíraffi að nafni Maríus var á dögunum aflífaður í dýragarði í Kaupmannahöfn. Þetta var opinber aftaka, og ekki nóg með það, heldur var gíraffinn krufinn á eftir svo að börnin mættu fræðast um samsetningu hans – og voru víst áhugasöm – og svo var honum að sögn fleygt fyrir ljónin eins og hverjum öðrum Spartakusi. Vesalings Maríus hlaut þannig enga virðulega útför með sálmasöng og syrgjendum. Það varð líka af mikið fjaðrafok um gjörvöll Vesturlönd meðal fólks sem taldi að dauðinn eigi ekkert erindi á almannafæri – dýragarðsstjórinn var boðaður snarlega í yfirheyrslu hjá sjónvarpsmanni sem spurði höstuglega hvað það ætti að þýða að láta börn horfa upp á lífsins gang, sjá dauðann að störfum. Fólk sýndi því skilning að Maríus ætti sér ekki framtíð meðal hinna gíraffanna þarna á þessum slóðum vegna hættu á innræktun – og hinir gíraffarnir gætu sennilega ekki útkljáð málið á sína gíraffavísu; með einvígi þar sem hálsinn er helsta vopnið – og hann svo sendur eitthvert burt út á örkina; hvert gæti slíkur gíraffi svo sem farið: til Hvidovre? Það var hitt sem fór fyrir brjóstið á fólkinu: að hann skyldi ekki aflífaður á afviknum stað. Dauðinn má vissulega hafa sinn gang en óþarfi er að hafa hann fyrir augunum á okkur. Dauðinn særir blygðunarkennd okkar; dauðinn er síðasta tabúið. Nútímastríð eru háð á klínískan og snyrtilegan hátæknihátt utan kastljóss fjölmiðlanna, með svokölluðum drónum, þar sem við eigum ekki að þurfa að horfa upp á nokkurn mann drepa annan mann. Engin föðurlandssvik þykja verri en þegar lekið er myndefni af hernaði í fjölmiðla. Aflífun óæskilegra manna á að fara fram utan við skynsvið okkar; dauðinn er eina nektin sem eftir er sem þykir klúr; dauðinn er það síðasta sem þykir dónalegt.Sú var tíð… Sú var tíð að dauðinn var partur af lífinu. Forðum tíð fæddist fólk á heimilunum, lifði þar og dó þar, lá þar dáið um hríð þangað til það var sett í gröfina og gekk svo væntanlega aftur þar, hefði það skapferli til þess. Orka viðkomandi einstaklings fékk nógan tíma til að setjast og taka sér bólfestu í húsgögnum, innviðum og vitund ástvina. Dauðinn hafði sinn stað í lífinu. Börn sáu dýr deyja – dýr sem þau unnu og höfðu átt sínar stundir með. Börn sáu ástvini deyja og skynjuðu nálægð þessara einstaklinga lengi eftir dauðann. Dauðinn var hinn eðlilegi lokapunktur lífsins – og upphafsreitur nýrra leiðangra. Margt fólk trúði því að sálin – kjarni vitundarinnar hjá fólkinu – væri ódauðleg og færi með einhverjum óskilgreindum hætti í aðra staði, aðrar víddir, sem ekki hvarflaði að neinum að hvíldi á vísindaleg sönnunarskylda. Sjálfur hef ég horft á einkennilega arfann vaxa á leiði hennar Krísurófu gömlu og er mér nægilegur vitnisburður um ódauðleik sálarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun